Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 46
1. september 2011 FIMMTUDAGUR30 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. gljáhúð, 6. 999, 8. fæða, 9. þunnur vökvi, 11. frá, 12. dútl, 14. bæ, 16. hvað, 17. kvenkyns hundur, 18. eyrir, 20. gjaldmiðill, 21. faðmlag. LÓÐRÉTT 1. kvenflík, 3. samtök, 4. sígild list, 5. kóf, 7. græn baun, 10. erfiði, 13. sæti, 15. skrifa, 16. merki, 19. óreiða. LAUSN LÁRÉTT: 2. lakk, 6. im, 8. ala, 9. lap, 11. af, 12. stúss, 14. bless, 16. ha, 17. tík, 18. aur, 20. kr, 21. knús. LÓÐRÉTT: 1. pils, 3. aa, 4. klassík, 5. kaf, 7. matbaun, 10. púl, 13. set, 15. skrá, 16. hak, 19. rú. ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman ... þetta er full- þroskað, með eikarkeimi sem á hógværan hátt leyfir manni að njóta bragðsins í nokkrum lögum. Vínekran Smökkun Af hverju þurfum við að taka vítamín? Af því þau gera þér gott. Þau hjálpa þér að vaxa og dafna. Alveg eins og pabbi þinn. Láttu mig hafa tvær pillur. Segðu mér nú Jói. Hverju ert þú eigin- lega að leita að í sambandi? Tja... ein- hverju svona! ... og kannski einhverjum smá húmor með! Næst þegar þú ferð að ná þér í tónlist, passaðu þig að lögin séu ekki merkt „explicit“. Ég skal reyna að muna það. Skrap Skrap Skrap „SUMARIÐ kom aldrei og nú er komið haust, það er ekki búandi á þessu grjót- kalda skeri,“ heyri ég nöldrað í kringum mig. Ég get orðið móðguð yfir þessu tuði og þreytt á staglinu um að allt sé ómögu- legt á Íslandi, ekki bara veðrið. En stund- um tek ég sjálf undir nöldrið af fullum móð, þegar þannig liggur á mér. Enda var nú óvenju kalt í sumar! ÞANN 17. júní var ég til dæmis í 3 stiga hita, lemjandi slagveðri og svartaþoku norðan heiða. Ég hafði bara aldrei vitað annað eins. Ísköld rigningin lamdi kinnarnar og rann niður um hálsmál svo á mér var ekki þurr þráður. Ég var í útivinnu nokkra daga við verk sem ekki mátti slá á frest. Verkið var erfitt og hefði svo sem verið það þótt sólin hefði skinið en rigningin og kuldinn gerðu það nánast ógerlegt. Dag eftir dag var strit- að í úrhellinu fram á kvöld og ekkert dregið af. Sem betur fer var ég ekki ein um verkið og sjálfsagt má deila um hversu mikið gagn ég gerði. Snöktandi sá ég ekki fyrir mér að verkinu myndi nokkurn tímann ljúka í þessari endemis ótíð, hvað þá að sólin myndi nokkurn tímann skína á ný. MÁNUÐI síðar var ég þó aftur stödd á sama stað, í 20 stiga hita og heiðskíru. Verkinu var lokið og það tókst svona dæmalaust vel. Þessa sólskinsdaga hristi ég því hausinn yfir því hvernig ég hafði látið nokkrum vikum fyrr, snöktandi yfir nokkrum regndropum. Sumarið lék við hvern sinn fingur og ég sá ekki fyrir mér að því myndi nokkurn tímann ljúka. Sem betur fer er alltaf dýpra á óveðursdögun- um í skúffum minninganna og þegar ég rifja upp aftur í tímann finnst mér alltaf hafa verið ágætis veður. Eða hvað? SÓLSKINSDAGARNIR urðu ekki margir þetta sumarið og í morgun sá ég að haust- ið hafði læðst aftan að mér. Ég átti alls ekki von á því strax! „Það er ekki búandi á þessu grjótkalda skeri,“ tautaði ég og vafði treflinum upp fyrir nef. Ég fann rigninguna smeygja sér niður um háls- málið og í huganum bjó ég til langan lista yfir allt sem er ómögulegt á Íslandi, ekki bara veðrið. ÞAÐ lá ekki vel á mér ég viðurkenni það. Enda gerir það ekkert til. Það kemur sól upp úr þessari skúffu seinna, þegar ég rifja upp. Sólskin í skúffunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.