Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 62
1. september 2011 FIMMTUDAGUR46 sport@frettabladid.is RÚNAR KRISTINSSON þjálfari KR og fyrrum landsliðsmaður Íslands, fær sérstaka viðurkenningu frá UEFA fyrir leik Íslands og Kýpur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Hann er einn af þeim 109 leikmönnum sem hefur leikið yfir 100 A- landsleiki fyrir þjóð sína. Leikmennirnir 109 koma frá 36 knattspyrnusamböndum og meðal þeirra sem fá líka verðlaun eru Michael Laudrup, Bobby Charlton, David Beckham, Zinedine Zidane, Kenny Dalglish og Franz Beckenbauer. Knattspyrnusam- bandið verður að taka gjörsamlega nýjan kúrs í umgjörð landsliðsins og allri hugmyndafræði frá a til ö. BJARNI JÓHANNSSON snjótennur Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta FÓTBOLTI Bjarni Jóhannsson hefur verið lengur en tvævetur í bolt- anum og komið víða við. Hann fór með Stjörnuna upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili með liðið 2008 og hefur fest liðið í sessi í efstu deild. Leiðin að árangrinum hefur verið sóknarknattspyrna. Hægir og kraftlausir menn enda bara í utandeildinni „Það eru ábyggilega fá lið sem hafa komið upp með svoleiðis krafti því yfirleitt hafa nýliðar í gegnum tíðina lagst í vörn og stól- að á að fá á sig fá mörk og halda þannig sæti sínu í deildinni. Þann- ig hefur það þó ekki verið í Stjörn- unni,“ segir Bjarni. Hann segir það mannskapn- um sem hann hafi í höndunum að þakka að hann þori að blása til sóknar. „Það er bara sálin í þessum drengjum. Meira að segja varn- armennirnir eru sóknarhugsandi og tímasetningin er líka þrælgóð því fótboltinn er að breytast mikið. Þeir sem hafa ekki hraða og kraft fram á við enda bara í utandeild- inni.“ Undanfarin tvö tímabil hefur Stjarnan raðað inn mörkunum en einnig fengið haug af mörk- um á sig. Breyting hefur orðið á því í sumar, ekki í markaskorun en í fjölda marka sem liðið hefur fengið á sig. Bjarni segir nokkrar ástæður fyrir því. „Varnarleikur manna framar- lega á vellinum hefur gengið betur, pressan hefur tekist oftar. Svo eru þessir strákar árunum eldri og við erum tilbúnari í þennan líkam- lega leik. Svo hefur liðið þroskast þokkalega og við erum betri í að halda bolta. Við töpum boltanum sjaldnar.“ Bæta þarf aðstöðuna í Garðabæ Framtíðin virðist björt hjá Garðbæingum. Bjarni segir yngri flokka Stjörnunnar meðal þeirra bestu á landinu, karlaliðið hafi fest sig í sessi í efstu deild og kvenna- liðið sé fremst meðal jafningja. Yngri flokkarnir eigi góðar fyrir- myndir og nú þurfi allir að leggj- ast á eitt og byggja á því góða. Aðstaða knattspyrnufólks í Garðabænum sé hins vegar stórt vandamál. „Það eru um sex hundruð iðk- endur í fótboltanum og aðalvöll- ur félagsins er einnig aðalæfinga- völlur félagsins á árs grundvelli. Það þarf að verða algjör bylting í aðstöðumálum hér í Garðabæ ef menn ætla að halda þessum dampi og taka skrefið fram á við,“ segir Bjarni. Garðabær gefi sig út fyrir að vera mikill íþróttabær og stjórnmálamenn hafi gefið út að menn eigi að fá að æfa við bestu aðstæður. „Nýjasta dæmið um það er bygg- ing fimleikahallarinnar sem er á heimsmælikvarða. Það er ekki hægt að gera upp á milli íþrótta- greina. Það verða allar íþrótta- greinar að fá það besta og þannig eiga menn að hugsa hér í Garða- bænum. Næsta skref er auðvitað bylting í aðstöðumálum fyrir knattspyrnuna.“ Ráða á erlendan landsliðsþjálfara KSÍ hefur gefið út að samning- ur Ólafs Jóhannessonar lands- liðsþjálfara verði ekki endurnýj- aður. Bjarni segir nálægðina á Íslandi hafa slæm áhrif á umgjörð íslenska landsliðsins. „Ég hef horft upp á eina fjóra eða fimm Íslendinga hálshöggna út af lélegum árangri. Það er alltaf auðveldast að reka þjálfar- ann en ég tel að stærstum hluta þjálfarann ekki mesta vanda- málið. Tengslin milli KSÍ og stóru félaganna hér á landi eru sterk og starfsfólkið í kringum landslið- ið alltof tengt félögunum,“ segir Bjarni. Hann segir tengslin gera það að verkum að upp komi við- kvæm og óþægileg mál sem hafi klárlega áhrif á val á leikmönnum í landsliðið. Bjarni, sem var aðstoðarmaður Eyjólfs Sverrissonar á tíma hans með landsliðið, segist myndu taka við starfinu yrði leitað til hans. Hann er þó á þeirri skoðun að tímabært sé að leita út fyrir land- steinana. „Við eigum hiklaust, með fullri virðingu fyrir mér og öðrum kollegum mínum á Íslandi, að ráða erlendan þjálfara og hrista almennilega upp í þessu. Knatt- spyrnusambandið verður að taka gjörsamlegan nýjan kúrs í umgjörð landsliðsins og allri hug- myndafræði frá a til ö.“ Bjarni segir KSÍ ekki geta borið fyrir sig peningaskort þegar kemur að ráðningu nýs þjálfara. „Mér er sama hvað það kostar. Ef menn telja sig ekki hafa efni á því þá búa þeir til nefnd sem nær í þessa peninga til þess að hafa ofan í sig og á. Það verður að lyfta grettistaki í málum landsliðsins.“ kolbeinntd@365.is Kominn tími á erlendan þjálfara Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Knattspyrnusamband Íslands þurfa að breyta allri umgjörð þegar kemur að íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Bjarni, sem náð hefur eftirtektarverðum árangri með Stjörnuna undanfarin ár, segir peningaskort enga afsökun fyrir því að leita ekki út fyrir landsteinana. ÁRANGURSRÍKUR ÞJÁLFARI Bjarni gerði ÍBV tvisvar að Íslandsmeisturum og einu sinni að bikarmeisturum. Fylkir varð bikarmeist- ari undir hans stjórn auk þess sem hann kom Breiðabliki og Stjörnunni upp í efstu deild. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Guðjón Pétur Lýðsson, sem hefur að margra mati verið besti leikmaður Vals í sumar, hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Valsmenn lánuðu hann í gær til sænska úrvalsdeildarliðsins Helsingborg en Helsingborg hefur síðan forkaupsrétt á Guðjóni eftir tímabilið. „Ég er hrikalega spenntur og vonandi er maður að fara þarna út til að vinna einhverja titla. Ég ætla heldur betur að sýna mig en þetta er bara undir mér sjálfum komið,“ sagði Guðjón Pétur í gær og hann hefur ekki áhyggjur af að brotthvarf hans hafi slæm áhrif á Valsliðið. „Ég hef engar áhyggjur af þeim þótt að ég fari. Við erum með stóran og góðan hóp og fullt af góðum leikmönnum,“ sagði Guðjón. Helsingborg endaði í 2. sæti í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og er eins og er með sex stiga forystu á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar. Guðjón á því möguleika á því að verða sænskur meistari í haust. „Þetta er gott og vel spilandi lið sem hentar mínum leik mjög vel. Þeir eru með flottan þjálfara sem er mjög ákveðinn og agaður. Hann er búinn að fylgjast með mér frá því í janúar á þessu ári en ég vissi það ekki fyrr en í gær,“ segir Guð- jón sem frétti fyrst af áhuga Hels- ingborg á þriðjudaginn og sólar- hring seinna var hann kominn í nýtt félag. „Þetta kom skemmtilega á óvart og ég flýg bara út í fyrramálið. Ég náði að kveðja strákana á æfingu áðan, hvatti þá áfram og óskaði þeim góðs gengis. Ég vona að þeir nái Evrópusæti,“ segir Guðjón sem er mjög ánægður með þróun mála. „Það er frábært að komast að hjá svona góðu liði og það er bara viðurkenning á því sem maður er búinn að vera að gera.“. Guðjón Pétur hefur leikið frábærlega á sínu fyrsta tímabili með Valsmönnum í sumar og er markahæsti leikmaður liðsins með 8 mörk í 17 leikjum. Það síðasta sem Guðjón Pétur gerði í Valsbúningnum var að tryggja liðinu 1-1 jafntefli á móti Breiðabliki með frábæru marki beint úr aukaspyrnu á lokamínútu leiksins. Hann hrósar því hvernig Valsmenn tóku á þessu máli. „Þeir stóðu sig frábærlega í þessu máli. Þeir hugsuðu fyrst og fremst um hag minn og ég vona bara að ég standi mig og að þeir fái pening fyrir mig,“ sagði Guðjón að lokum. - óój Valsmenn lánuðu í gær stjörnuleikmanninn sinn Guðjón Pétur Lýðsson til sænska toppliðsins Helsingborg: Vona að Valsmenn fái pening fyrir mig GUÐJÓN PÉTUR LÝÐSSON Hefur skoraði 8 mörk og gefið 4 stoðsendingar í Pepsi-deildinni í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/CCC FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohn- sen verður í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu á móti Norð- mönnum í undankeppni EM á morgun. Hann var í viðtali við Hörð Magnússon íþróttafrétta- mann Stöðvar 2 á æfingu liðsins sem fram fór á gamla heimavelli Stabæk í gær. „Ég geri aðallega væntingar til þess að við sýnum stolt og reyn- um að koma út úr þessum leik með einhverri jákvæðni. Það er lítil sem engin jákvæðni í kring- um okkur um þessar mundir. Það er líka aðeins meira í húfi á móti Norðmönnum sem eru frændur okkar og ég held að við séum allir staðráðnir í að snúa umræðunni í kringum liðið í eitthvað jákvæð- ara tal,“ sagði Eiður Smári sem finnur sig vel í Grikklandi. „Mér líkar mjög vel hjá AEK í Grikklandi fram að þessu. Þetta er allt öðruvísi og kannski smá ævintýri. Ég er nokkuð ánægður með undanfarnar vikur því ég hef getað tekið þátt í undirbúningstímabili. Við fórum áfram inn í Evrópudeildina sem er mjög mikilvægt fyrir klúbbinn og fyrir fjárhagsstöðu Grikklands í heild sinni. Það var mikilvægt sem og að fá að spila fótbolta því það er það skemmtilegasta sem að maður gerir,“ segir Eiður og bætir við: „Það er ótrúleg stemmning í Grikklandi og fótbolti virðist vera aðalumræðuefnið. Þeir eru skemmtilega blóðheitir og annað- hvort eru menn hetjur eða skúrk- ar. Við Elfar erum ágætir eins og er og erum því ennþá í góðum málum,“ segir Eiður. - óój Eiður Smári um Grikki: Skemmtilega blóðheitir EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Finnur sig vel hjá AEK og vill að landsliðið sýni stolt gegn Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.