Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 52
1. september 2011 FIMMTUDAGUR36 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Bandaríska hljómsveitin The Rapture er okkur Íslendingum að góðu kunn eftir tvenna frábæra tónleika í Reykjavík. Þeir fyrri voru á Gauk á Stöng á Iceland Airwaves árið 2002, skömmu áður en hljómsveitin sló í gegn. Þeir seinni voru á Nasa 2007, þegar sveitin var að fylgja eftir þriðju plötunni sinni, Pieces of the People We Love, sem kom út 2006. Nú er fjórða plata The Rapture loksins komin út. Nýja platan heitir In the Grace of Your Love og kemur út á mánu- daginn, en undanfarna daga hefur verið í boði að hlusta á hana á vef- setrum valinna fjölmiðla, m.a. Rolling Stone og Guardian. Hljómsveit- in hefur gengið í gegnum töluverðar breytingar að undanförnu. Nýja platan markar endurkomu hennar til DFA-útgáfunnar sem gaf út smá- skífuna sem hún sló í gegn með, House of Jealous Lovers, árið 2002 og stóru plötuna Echoes ári seinna. Þriðja platan kom hins vegar út hjá Universal-risanum, en það samstarf virkaði greinilega ekki. Stærsta breytingin er samt að nú er The Rapture tríó en ekki kvartett. Bassa- leikarinn Mattie Safer er hættur. Eins og á fyrri plötunum er tónlistin á In the Grace of Your Love einhvers konar dansrokk, en hljómurinn er breyttur. Yfirbragðið er léttara og hljóðheimur sveitarinnar hefur stækkað. Þetta er plata sem lofar góðu við fyrstu hlustun. Umslagið hefur vakið athygli, en á því er mynd af pabba söngvarans og gítarleikarans Luke Jenner á brimbretti. Léttara dansrokk frá Rapture FIMM ÁRA BIÐ Á ENDA In the Grace of Your Love kemur út á mánudaginn. Þriðja breiðskífa Beirut, The Rip Tide, er komin út. Sterk áhrif frá Balkan- skaganum, Frakklandi og Mexíkó eru sem fyrr til staðar. Þriðja breiðskífa bandarísku hljómsveitarinnar Beirut, The Rip Tide, er nýkomin út. Beirut er hugarfóstur hins 25 ára Zachary Francis Condon. Tón- list sveitarinnar hefur alla tíð verið undir áhrifum frá tónlist Balkan- skagans, Mexíkó og Frakklands þar sem harmonikka, fiðla, ukulele og hin ýmsu blásturshljóðfæri eru notuð til að búa til heillandi hræri- graut sem tónlistarspekúlantar hafa yfirhöfuð tekið opnum örum. Zach Condon fæddist í Santa Fe í Nýju Mexíkó árið 1986. Hann ólst upp í Virginíu en flutti aftur á heimaslóðir og spilaði þar á trompet í djassbandi á unglings- árum sínum. Eftir að hafa hætt í skóla ferðaðist hann til Evrópu og kynntist þar Balkantónlistinni og var Goran Bregovic á meðal áhrifavalda. Condon fékk í fram- haldinu mikinn áhuga á heimstón- list og smám saman varð litríkur hljóðheimur Beirut til. Fyrstu plötuna, Gulag Orkestar, tók Condon að mestu upp í svefn- herbergi sínu en fékk síðan hjálp til að klára hana frá náungum sem gengu síðar til liðs við Bei- rut. Condon samdi við útgáfufyrir- tækið Ba Da Bing! og platan kom út árið 2006 við góðar viðtökur gagnrýnenda. Í framhaldinu spil- aði Beirut á sínum fyrstu tónleik- um í New York og boltinn var far- inn að rúlla. Næsta plata, The Flying Club Cup, var undir áhrifum frá franskri tónlist með Serge Gainsbourg fremstan í flokki. Owen Pallett úr Arcade Fire ann- aðist strengjaútsetningar á plöt- unni, sem var að hluta til tekin upp í hljóðveri Arcade Fire í Kan- ada. Gagnrýnendur héldu áfram að hampa Beirut og sú hefur einn- ig orðið raunin með nýju plöt- una sem var gefin út hjá útgáfu Condons, Pompeii Records. Til að mynda gefa bresku tónlistartíma- ritin Mojo, Q og Uncut henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. The Rip Tide þykir vera nokkuð frábrugðin fyrri verkum Beirut og öllu aðgengilegri. Mexíkósku og evrópsku áhrifin eru að sjálfsögðu enn til staðar en útsetningarnar eru smærri í sniðum en áður og platan sjálf er aðeins 33 mínútna löng, með níu fagurlega smíðuðum lögum. freyr@frettabladid.is Litríkur hljóðheimur Beirut FORSPRAKKI BEIRUT Níu lög eru á nýjustu plötu Zachary Condon og félaga í Beirut sem nefnist The Rip Tide. NORDICPHOTOS/GETTY Hinar „týndu“ Smile-upptökur The Beach Boys frá árunum 1966-67 líta loksins dagsins ljós 31. október. Brian Wilson, Al Jardine og Mike Love tóku allir þátt í útgáf- unni. Þar er að finna: „Saman- safn af því sem átti á endanum að verða fullunnin Smile-plata, tekið af upprunalegum segulböndum The Beach Boys“, eins og segir í tilkynningu frá hljómsveitinni. Í viðhafnarútgáfu plötunnar eru fimm geisladiskar, tvær vínyl- plötur, tvær sjötommur og sextíu blaðsíðna bók. Margir samverkandi þættir urðu til þess að Smile kom aldrei út og varð í kjölfarið frægasta óútgefna plata sögunnar. Geð- heilsa lagahöfundarins Brians Wilson var ekki góð og hjálpaði þar ekki óhófleg eiturlyfja- neysla hans. Einnig voru hinir meðlimir sveitarinnar ósáttir við nýju lögin og töldu ómögu- legt að flytja þau á tónleikum. Nokkur laganna litu þó dagsins ljós á plötunni Smiley Smile, þar á meðal hið vinsæla Good Vibrations. Wilson tók upp eigin útgáfu af Smile árið 2003 og kom mörgum á óvart með því að flytja hana í heild sinni á tónleikum. Smile lítur dagsins ljós BROSANDI Smile frá Brian Wilson og félögum í The Beach Boys er loksins að koma út. > Í SPILARANUM Lil Wayne - Tha Carter IV Girls - Father, Son, Holy Ghost Lo-Fi-Fnk - The Last Summer Blitzen Trapper - American Goldwing Tinariwen - Tassili > PLATA VIKUNNAR Sálgæslan - Dauði og djöfull ★★★★ „Andrea Gylfadóttir, Stefán Hilmars- son og vel valinn hópur hljóðfæra- leikara flytja frumsamda blúsa og sálartónlist af tilfinningu.“ TJ Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 25. - 31. ágúst 2011 LAGALISTINN Vikuna 25. - 31. ágúst 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Of Monsters And Men .................................. Little Talks 2 Coldplay .........................Every Teardrop Is A Waterfall 3 Mugison ...........................................................Stingum af 4 Bubbi Morthens............................................Háskaleikur 5 Páll Óskar ..................................................... La Dolce Vita 6 Jón Jónsson .................................................Wanna Get It 7 Adele ............................................. Set Fire To The Rain 8 Pétur Ben & Eberg ..................................Over And Over 9 Adam Levine/Christina Aguile ....Moves Like Jagger 10 Rihanna ............................................................Man Down Sæti Flytjandi Plata 1 Helgi Björns & reiðm. vinda .....Ég vil fara uppí sveit 2 Gus Gus ......................................................Arabian Horse 3 Bubbi ..............................................................Ég trúi á þig 4 ADHD ......................................................................ADHD 2 5 Björk .....................................................................Gling gló 6 Jón Jónsson .................................................Wait For Fate 7 Valdimar ............................................................Undraland 8 Björgvin & Hjartagosarnir ...........................Leiðin heim 9 Rökkurró ..................................................... Í annan heim 10 Steindinn okkar.......................... Án djóks ... samt djók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.