Fréttablaðið - 01.09.2011, Síða 56

Fréttablaðið - 01.09.2011, Síða 56
1. september 2011 FIMMTUDAGUR40 folk@frettabladid.is Skandínavískir sjónvarpsþættir hafa alltaf notið mikilla vinsælda hér á landi og margir eru eflaust þeirrar skoðunar að Norðmenn, Svíar og Danir ættu að vera fyrirmyndir íslenskra sjónvarps- stöðva. Þeir eiga sér hins vegar sínar dökku hliðar. Kongerne af Marielyst er heitið á nýrri raunveruleikaseríu sem er að gera allt vitlaust í Danmörku. Í henni er fylgst með átta dönskum ungmennum skemmta sér á hinum vinsæla sumar- leyfisstað Marielyst. Krakkarnir átta láta allt eftir sér í glæsilegu húsi við ströndina, það er drukkið ótæpilega og fólk er ekki feimið við að stunda kyn- líf. „Ég sef hjá einni stelpu um hverja helgi,“ lét Knaldperlen hafa eftir sér í samtali við dönsk blöð en hann er ein aðalstjarna þáttanna. Nafnið Knaldper- len væri hægt að þýða á íslensku sem Bólfarabósann. Og hinir þátttakendurn- ir hugsa á svipaðan hátt; líf þeirra fyrir framan tökuvélarnar gengur einna helst út á að torga eins miklu áfengi og mögu- legt er og láta síðan kylfu ráða kasti. En Danirnir eru ekki að finna upp hjólið með þessum þætti því Svíarnir höfðu fetað þessa braut í fyrra með raunveruleikaþættinum Kungarna av Tylösand, sem átti að vera sænska útgáfan af Jersey Shore. Þátturinn gerði allt brjálað í Svíþjóð, sænsku blöðin gagnrýndu hann harðlega og Twitter-notendur fóru hamförum í kringum lokaþáttinn; taldar voru 340 þúsund færslur og flestir voru sam- mála um að þetta væri botninn í sænsku sjónvarpi. En það vantaði ekki áhorfendurna þegar stjörnur þáttarins mökuðust og supu af stút fyrir framan tökuvélarnar. Báðar þáttaraðirnar voru framleiddar af sömu ástæðu; að veita raunveruleika- þáttaröðinni Paradise Hotel verðuga samkeppni. Paradise Hotel hefur slegið í gegn hjá Norðmönnum, Svíum og Dönum og ekkert lát virðist vera á vin- sældum þeirra þátta. Nýjar þáttaraðir fara í loftið í haust í löndunum þremur. Söguþráðurinn er sá sami; ungmenn- um er flogið í draumaveröld þar sem áfengi drýpur af hverju strái, kon- urnar skarta oftast sílikoni og karl- arnir eru velþjálfaðir og sólbrúnir. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera allt- af til í tuskið. Raunverulegt markmið er óljóst en tilgangurinn augljós; að framleiða ljósblátt sjónvarpsklám. Og það er ekkert lát á framleiðslu raunveruleikaþátta og þá sérstaklega í Danmörku. TV 3 ætlar að ögra áhorf- endum og bjóða þeim upp á eitthvað sem þeir hafa ekki áður séð. Tíu dönsk- um ungmennum hefur verið flogið til Tyrklands þar sem þau munu matast, drekka og njóta lystisemda holdsins. En þau taka jafnframt þátt í einstökum leik því þeim verður gert að velja milli kosta sem reyna á þá bæði líkamlega og and- lega. Stiklan minnir eilítið á hryllings- mynd og ljóst að framleiðendurnir ætla að ganga einu skrefi lengra en tíðkast hefur í skandinavísku raunveruleika- sjónvarpi til að laða áhorfendur að sjón- varpsskjánum. freyrgigja@frettabladid.is Skandínavar sjúkir í ljósblátt sjónvarpsefni VINSÆLAST Á NORÐURLÖNDUNUM Kongerne af Marielyst (til hægri) hafa slegið í gegn í dönsku sjónvarpi en þeir eru gerðir eftir sænskri fyrirmynd, Kungarna av Tylösand (að ofan), sem hneyksluðu Svía fyrir ári enda var allt látið flakka í þeirri þáttaröð. Báðar þessar þáttaraðir voru fram- leiddar til höfuðs Paradise Hotel sem notið hafa mikilla vinsælda í Noregi, Finnlandi og Danmörku. Frægasta parið úr dönsku þátt- unum var án nokkurs vafa turtildúfurnar Peter og Amalie en þau skildu eftir fjörutíu daga hjónaband. Amalie er nú með raunveru- leikaþátt í dönsku sjónvarpi. „Ég get lofað því að þetta verð- ur svakalegasta bíóupplifun sem fólk hefur séð á landinu. Ég held að það komist ekkert í hálfkvisti við þetta,“ segir Sigurður Kjart- an Kristinsson. Hann skipuleggur viðburðinn Bíó í iðrum jarðar í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst 22. sept- ember. Farið verður með rútu út fyrir Reykjavík í óvissubíó. Þegar komið er á hinn leynilega áfangastað verður gestum boðið upp á veitingar og svo hefst sýn- ingin. Aðeins verður um tvær ferðir að ræða og aðeins þrjátíu miðar verða seldir í hvora ferð. „Þetta er ekki fyrsta árið sem þetta kemur upp á borð hjá okkur. Við erum búin að vera með marga útlendinga sem hafa verið að spá í bíó á skringilegum stöðum úti á landi. Þetta gekk upp í fyrsta skipti í ár,“ segir Sigurður Kjartan og lofar eft- irminnilegri upplifun. „Þetta verður mikil adrenalínvíma og þetta er hvorki fyrir viðkvæma né fólk í lélegu líkamsástandi. Þú þarft að vera ævintýraþyrst- ur og í góðu formi líkamlega og á sálinni,“ segir hann og bætir við að allir verði í góðum höndum. Þar á meðal verða fjallaleiðsögu- menn til taks. Hvor ferð mun taka hálfan dag og miðaverð er 5.900 krón- ur. Hægt er að kaupa miða á síð- unni Riff.is. - fb Svakaleg óvissuferð kvikmyndaáhugafólks SKIPULEGGUR ÓVISSUFERÐ Sigurður Kjartan Kristinsson skipuleggur viðburðinn Bíó í iðrum jarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 17 ÁR verða á milli barna leikarans Robert Downey Jr. en hann á von á barni í byrjun næsta árs með eiginkonu sinni, Susan Downey. Fyrir á hann soninn Indio.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.