Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 56
1. september 2011 FIMMTUDAGUR40 folk@frettabladid.is Skandínavískir sjónvarpsþættir hafa alltaf notið mikilla vinsælda hér á landi og margir eru eflaust þeirrar skoðunar að Norðmenn, Svíar og Danir ættu að vera fyrirmyndir íslenskra sjónvarps- stöðva. Þeir eiga sér hins vegar sínar dökku hliðar. Kongerne af Marielyst er heitið á nýrri raunveruleikaseríu sem er að gera allt vitlaust í Danmörku. Í henni er fylgst með átta dönskum ungmennum skemmta sér á hinum vinsæla sumar- leyfisstað Marielyst. Krakkarnir átta láta allt eftir sér í glæsilegu húsi við ströndina, það er drukkið ótæpilega og fólk er ekki feimið við að stunda kyn- líf. „Ég sef hjá einni stelpu um hverja helgi,“ lét Knaldperlen hafa eftir sér í samtali við dönsk blöð en hann er ein aðalstjarna þáttanna. Nafnið Knaldper- len væri hægt að þýða á íslensku sem Bólfarabósann. Og hinir þátttakendurn- ir hugsa á svipaðan hátt; líf þeirra fyrir framan tökuvélarnar gengur einna helst út á að torga eins miklu áfengi og mögu- legt er og láta síðan kylfu ráða kasti. En Danirnir eru ekki að finna upp hjólið með þessum þætti því Svíarnir höfðu fetað þessa braut í fyrra með raunveruleikaþættinum Kungarna av Tylösand, sem átti að vera sænska útgáfan af Jersey Shore. Þátturinn gerði allt brjálað í Svíþjóð, sænsku blöðin gagnrýndu hann harðlega og Twitter-notendur fóru hamförum í kringum lokaþáttinn; taldar voru 340 þúsund færslur og flestir voru sam- mála um að þetta væri botninn í sænsku sjónvarpi. En það vantaði ekki áhorfendurna þegar stjörnur þáttarins mökuðust og supu af stút fyrir framan tökuvélarnar. Báðar þáttaraðirnar voru framleiddar af sömu ástæðu; að veita raunveruleika- þáttaröðinni Paradise Hotel verðuga samkeppni. Paradise Hotel hefur slegið í gegn hjá Norðmönnum, Svíum og Dönum og ekkert lát virðist vera á vin- sældum þeirra þátta. Nýjar þáttaraðir fara í loftið í haust í löndunum þremur. Söguþráðurinn er sá sami; ungmenn- um er flogið í draumaveröld þar sem áfengi drýpur af hverju strái, kon- urnar skarta oftast sílikoni og karl- arnir eru velþjálfaðir og sólbrúnir. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera allt- af til í tuskið. Raunverulegt markmið er óljóst en tilgangurinn augljós; að framleiða ljósblátt sjónvarpsklám. Og það er ekkert lát á framleiðslu raunveruleikaþátta og þá sérstaklega í Danmörku. TV 3 ætlar að ögra áhorf- endum og bjóða þeim upp á eitthvað sem þeir hafa ekki áður séð. Tíu dönsk- um ungmennum hefur verið flogið til Tyrklands þar sem þau munu matast, drekka og njóta lystisemda holdsins. En þau taka jafnframt þátt í einstökum leik því þeim verður gert að velja milli kosta sem reyna á þá bæði líkamlega og and- lega. Stiklan minnir eilítið á hryllings- mynd og ljóst að framleiðendurnir ætla að ganga einu skrefi lengra en tíðkast hefur í skandinavísku raunveruleika- sjónvarpi til að laða áhorfendur að sjón- varpsskjánum. freyrgigja@frettabladid.is Skandínavar sjúkir í ljósblátt sjónvarpsefni VINSÆLAST Á NORÐURLÖNDUNUM Kongerne af Marielyst (til hægri) hafa slegið í gegn í dönsku sjónvarpi en þeir eru gerðir eftir sænskri fyrirmynd, Kungarna av Tylösand (að ofan), sem hneyksluðu Svía fyrir ári enda var allt látið flakka í þeirri þáttaröð. Báðar þessar þáttaraðir voru fram- leiddar til höfuðs Paradise Hotel sem notið hafa mikilla vinsælda í Noregi, Finnlandi og Danmörku. Frægasta parið úr dönsku þátt- unum var án nokkurs vafa turtildúfurnar Peter og Amalie en þau skildu eftir fjörutíu daga hjónaband. Amalie er nú með raunveru- leikaþátt í dönsku sjónvarpi. „Ég get lofað því að þetta verð- ur svakalegasta bíóupplifun sem fólk hefur séð á landinu. Ég held að það komist ekkert í hálfkvisti við þetta,“ segir Sigurður Kjart- an Kristinsson. Hann skipuleggur viðburðinn Bíó í iðrum jarðar í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst 22. sept- ember. Farið verður með rútu út fyrir Reykjavík í óvissubíó. Þegar komið er á hinn leynilega áfangastað verður gestum boðið upp á veitingar og svo hefst sýn- ingin. Aðeins verður um tvær ferðir að ræða og aðeins þrjátíu miðar verða seldir í hvora ferð. „Þetta er ekki fyrsta árið sem þetta kemur upp á borð hjá okkur. Við erum búin að vera með marga útlendinga sem hafa verið að spá í bíó á skringilegum stöðum úti á landi. Þetta gekk upp í fyrsta skipti í ár,“ segir Sigurður Kjartan og lofar eft- irminnilegri upplifun. „Þetta verður mikil adrenalínvíma og þetta er hvorki fyrir viðkvæma né fólk í lélegu líkamsástandi. Þú þarft að vera ævintýraþyrst- ur og í góðu formi líkamlega og á sálinni,“ segir hann og bætir við að allir verði í góðum höndum. Þar á meðal verða fjallaleiðsögu- menn til taks. Hvor ferð mun taka hálfan dag og miðaverð er 5.900 krón- ur. Hægt er að kaupa miða á síð- unni Riff.is. - fb Svakaleg óvissuferð kvikmyndaáhugafólks SKIPULEGGUR ÓVISSUFERÐ Sigurður Kjartan Kristinsson skipuleggur viðburðinn Bíó í iðrum jarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 17 ÁR verða á milli barna leikarans Robert Downey Jr. en hann á von á barni í byrjun næsta árs með eiginkonu sinni, Susan Downey. Fyrir á hann soninn Indio.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.