Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 30
Enska slanguryrðið bling eða bling-bling, sem er orðið Íslendingum tamt, á rætur sínar að rekja til hip hop menningarinnar og vísar í áberandi, skínandi og íburðarmikið skart sem fólk gengur með. Þetta geta verið skartgripir, símahulstur og jafnvel tannagull. Það er ekki skilyrði að skartið sé ekta. Heimasíðan Moda Operandi hefur slegið í gegn meðal kaupenda hátísku og hátískuhönnuða víða um heim. Síðan er hugarfóstur Áslaugar Magnúsdóttur og Laur- en Santo Domingo sem starfar hjá bandarísku útgáfu Vogue. Á heima- síðunni er hægt að kaupa hátísku- vörur beint af tískupöllunum í skamman tíma eftir tískusýning- ar en slík þjónusta hefur ekki verið í boði fyrr. Fjöldi tískuhönnuða sem vinna með fyrirtækinu hefur tvöfaldast frá því að vefsíðunni var hleypt af stokkunum 16. febrúar síðast- liðinn á tískuvikunni í New York. Í upphafi voru hönnuðir sem unnu með fyrirtækinu fimmtíu tals- ins en eru orðnir hundrað í dag. Þeirra á meðal eru Marc Jacobs, Vera Wang og Nina Ricci. Áslaug segir að fjöldi notenda síðunnar hafi vaxið hratt og allt stefni í að markmið fyrirtækisins um að þeir verði orðnir 120 þúsund fyrir lok ársins náist. „Þessu hefur verið rosalega vel tekið, bæði af hönnuð- um og notendum síðunnar. Stærsti viðskiptavinur okkar hefur keypt fimmtíu sinnum frá því í febrúar,“ segir Áslaug sem eitt sinn var köll- uð álfadís tískunnar í Vogue. „Áður en ég stofnaði fyrirtækið heyrði ég hönnuði oft kvarta yfir því að vera að búa til heila línu sem væri sýnd á tískusýningum og svo kæmu fulltrúar stóru verslananna og veldu bara hluta af línunni. Mörgum hönnuðunum fannst full- trúar búðanna ekki velja þá réttu,“ segir Áslaug og bætir við að hönn- uðirnir hafi kvartað yfir því að vörurnar sem þeim sjálfum fannst flottastar og fjölmiðlar höfðu haft mestan áhuga á væru ekki fram- leiddar því fulltrúar verslananna veldu þær ekki. „Hugmyndin með Moda Operandi var að í staðinn fyrir að láta búðirnar taka ákvörð- un um hvað væri framleitt og keypt þá yrðu hönnuðir tengdir beint við viðskiptavininn sem gæti pantað hvað sem er úr línunni. Þá væri hægt að panta vörurnar beint eftir tískusýningu sem hingað til hefur ekki verið hægt.“ Moda Operandi hefur stækk- að hratt frá opnun. Starfsmanna- fjöldinn hefur farið úr þremur upp í tuttugu manns á þessu ári og gert er ráð fyrir að bæta við tíu til við- bótar á árinu. Auk þess tryggði fyrirtækið sér tíu milljóna dollara fjármögnun hjá New Enterprise Associates, einum virtasta áhættu- fjárfestingarsjóði heims í júní. martaf@frettabladid.is Hátískuvörur keyptar beint af tískupöllunum Áslaug Magnúsdóttir gerir það gott í bandaríska hátískugeiranum um þessar mundir. Á heimasíðu fyrir- tækis hennar má kaupa hátískuvörur beint af tískupöllunum en það hefur hingað til ekki verið hægt. Hugmyndin með Moda Operandi var að tengja hátískuhönnuði og viðskiptavini þeirra saman að sögn Áslaugar Magnúsdóttur. „Hugmyndin með Moda Operandi var að í staðinn fyrir að láta búðir taka ákvörðun um hvað væri framleitt og keypt þá yrðu hönnuðir tengdir beint við viðskiptavini“ Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Stærðir 40-60. Flott föt fyrir flottar konur, Nýjar og flottar vörur í hverri viku Vertu þú sjálf vertu bella donna Ballet-leikskóli (1 kennslustund í viku, 3 – 4 ára) Ballet-forskóli (1 kennslustund í viku, 4 – 6 ára) Balletstig (2 – 3 kennslustundir í viku, 7 ára og eldri) Vetrarstarf skólans skiptist í tvær annir. Fyrir jól er 12 vikna námskeið og eftir jól er 12 – 14 vikna námskeið. Kennt er í Skipholti 35 í Reykjavík, og Íþróttahúsi Breiðabliks í Kópavogi. Frekari upplýsingar á www.balletskoli.is Skólinn er aðili að Frístundakorti ÍTR. Námskeið fyrir yngri nemendur og framhaldsnemendur Innritun er hafin í síma 567 8965 og 588 4960
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.