Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 1. september 2011 25 Alþingi ákvað í samræmi við tillögur Rannsóknarnefndar Alþingis að efna til endurskoð- unar stjórnarskrárinnar frá 1944. Gömlu Gránu var aðeins ætlað að standa til bráðabirgða. Endurskoðun hennar hefur þó miðað hægt vegna ósamkomu- lags milli stjórnmálaflokka um ýmis mál. Alþingi ákvað því af ærnu tilefni eftir hrun að kveðja saman þjóðfund, skipa stjórn- laganefnd, efna til þjóðkjörs til Stjórnlagaþings og skipa síðan eftir makalausa ógildingu Hæstaréttar á kosningunni 25 kjörna fulltrúa í Stjórnlagaráð, sem var falið að gera tillögur um endurskoðun stjórnarskrárinn- ar innan fjögurra mánaða. Því var heitið á Alþingi, að tillög- urnar yrðu bornar undir þjóðar- atkvæði, enda ákvað Alþingi að fela Stjórnlagaráði frekar en sjálfu sér að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Ákvörðun Alþingis var að minni hyggju rétt af tveim höfuðástæðum. Í fyrsta lagi hefur Alþingi ekki getað komið sér saman um neina verulega endurskoðun stjórnarskárinnar, þótt hún sé að verða sjötug og standist hvorki kall né kröfur tímans. Í annan stað fer ekki vel á því, að Alþingi skipti sér efnislega af stjórnarskránni, þar eð hún fjallar auk annars um Alþingi og setur því rammar skorður til að vernda almenn- ing fyrir stjórnvöldum. Betur fer á því, að þjóðkjörnu stjórn- lagaþingi eða stjórnlagaráði sé falið að endurskoða stjórnar- skrána frekar en stjórnmála- mönnum, sem stjórnarskránni er ætlað að koma í veg fyrir, að misbeiti valdi sínu. Þetta er alþekkt og þaulreynt fyrirkomu- lag (t.d. Bandaríkin 1787, Frakk- land 1792, Noregur 1814, Kan- ada 1864-66, Ástralía 1891, 1897, 1973, 1998, Ítalía 1946, Indland 1947, Þýzkaland 1948, Eistland 1920, 1992). Þjóðkjör er þó ekki einhlít regla. Þjóðir setja sér stjórnarskrár meðal annars til að reisa lagaskorður við skað- legu atferli. Réttur almennings til góðs og heilbrigðs stjórnar- fars skerðir rétt stjórnvalda til að fara sínu fram. Þess er því að vænta, að sumir þeirra, sem nýrri stjórnarskrá er ætlað að halda í skefjum, felli sig ekki vel við hana. Um þetta þurfa alþingismenn að hugsa. Gagngerar réttarbætur Þetta þaulreynda verklag – að fela þjóðkjörnum fulltrúum frekar en þingmönnum að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá – vakti fyrir Alþingi, þegar það setti endurskoðun stjórnar- skrárinnar í gang 2009. Alþingi þarf að ljúka málinu eins og til var stofnað með því að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs í dóm þjóðarinnar að loknum rækileg- um rökræðum um frumvarpið. Telji Alþingi sig geta borið fram betra frumvarp, getur það boðið þjóðinni að velja á milli frum- varps Stjórnlagaráðs og frum- varps Alþingis. Að öðrum kosti hlýtur val kjósenda í væntan- legri þjóðaratkvæðagreiðslu að þurfa að standa á milli frum- varps Stjórnlagaráðs og gildandi stjórnarskrár. Rökræður um málið munu auðvelda kjósendum valið. Telji Alþingi sig geta lagt fram betra frumvarp en Stjórn- lagaráð, er þess að vænta, að þingið taki sér ekki lengri tíma til verksins en fjóra mánuði, en það var sá tími, sem Alþingi skammtaði Stjórnlagaráði. Telji alþingismenn frumvarp Stjórn- lagaráðs lakara en gildandi stjórnarskrá, geta þeir reynt að vinna þeirri skoðun fylgi á jafnræðisgrundvelli í aðdrag- anda þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt væri beinlínis ólýðræðis- legt, ef Alþingi léti andúð á til- teknum atriðum í frumvarpi Stjórnlagaráðs freista sín til að svipta þjóðina réttinum til að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar. Slíkt gæti vakið hörð viðbrögð og einnig grunsemdir um, að áhugi meiri hluta Alþingis á endurskoðun stjórnarskrárinn- ar hafi frá byrjun verið bund- inn við blóðlausa endurskoðun eftir forskrift Alþingis frekar en þær gagngeru réttarbætur, sem frumvarp Stjórnlagaráðs boðar nú að kröfu 84.000 kjósenda, sem neyttu atkvæðisréttar síns í nóvember sl. Tilboð til þings og þjóðar Frumvarp Stjórnlagaráðs felur í sér tilboð til þings og þjóðar um nýjan stjórnskipulegan grund- völl að opnara og réttlátara samfélagi í þágu valddreifingar, ábyrgðar og gegnsæis og gegn flokksræði, forréttindum, leynd og spillingu. Frumvarpið speglar í grófum dráttum niðurstöður þjóðfundar og hugmyndir stjórn- laganefndar, sem Stjórnlaga- ráði bar að lögum að taka mið af. Frumvarpinu er ætlað að leggja grunn að jöfnu vægi atkvæða alls staðar á landinu með pers- ónukjöri við hlið listakjörs, auknu jafnræði milli Alþingis, ríkisstjórnar og dómstóla með gagnkvæmu aðhaldi og eftir- liti, gegnsærri stjórnsýslu og greiðum aðgangi að upplýsingum frá stjórnvöldum, auðlindum í þjóðareign, sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda í almannaþágu, öflugri náttúruvernd og óspillt- um embættaveitingum, svo að fátt eitt sé nefnt. Ég lýsi eftir stuðningi fólksins í landinu við frumvarp Stjórnlagaráðs og heiti á Alþingi að efna fyrri ásetning um að leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um frumvarpið til sam- þykktar eða synjunar. Til umhugsunar fyrir alþingismenn Alþingi þarf að ljúka málinu eins og til var stofnað með því að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs í dóm þjóðarinnar að loknum rækilegum rökræðum um frumvarpið. Telji Alþingi sig geta borið fram betra frumvarp, getur það boðið þjóðinni að velja á milli frumvarps Stjórnlaga- ráðs og frumvarps Alþingis. Í DAG Þorvaldur Gylfason Prófessor AF NETINU Það má ekki skrökva, Már! Seðlabankinn nefnir engin dæmi um verðtryggð neytenda- lán máli sínu til stuðnings. Það er vegna þess að hvergi í sið- uðum heimi er sett verðtrygg- ing á neytendalán. Verðtryggð neytendalán eru séríslenskt fyrirbæri. Annars staðar vernda reglur um neytendavernd venjulegt fólk frá því að undir- gangast þá flóknu afleiðusamn- inga, sem verðtryggð lán eru. Því er ekki að heilsa í landinu bláa, sem skilgreinir eignar- réttinn út frá hagsmunum fjár- málastofnana og fjármagns- eigenda og verndar eingöngu kampavíns- og kavíarneytendur. Svar Seðlabankans við erindi umboðsmanns Alþingis er innihaldslaust bull og laga- tæknilegur þvættingur. http://www.pressan.is/pressu- pennar/LesaOlafArnarson Ólafur Arnarson Viðskiptafortíðin Landsbankanum er uppálagt að athuga fortíð þeirra sem hann hyggur á stórviðskipti við, til að ganga úr skugga um að þar sé á ferð fólk sem ekki á vafasama fortíð. Er ekki full ástæða til að gera sams konar úttekt á Huang Nubo, sem efnaðist á svo undraverðum hraða að flestir íslenskir viðskiptaglæpa- menn síðustu ára blikna við hliðina á honum? Og, ef það er ástæða til að athuga viðskipta- fortíð fólks áður en gerðir eru samningar við það, er nokkuð minni ástæða til að athuga hvort það á að baki störf við stórfelld mannréttindabrot? http://blog.eyjan.is/einar/ Einar Steingrímsson Veldu leið, sjáðu rými Citroën Berlingo Van 1,6 Hdi Hleðslurými 3,3m3 Burðargeta 850kg Eldsneytisnýting 5,6L/100km* Verð frá aðeins kr. 2.462.000 án/vsk** * Blandaður akstur ** kr. 3.090.000 m/vsk Finndu leiðina með nýjum Citroën Berlingo. Þú finnur rýmið. Veldu farþegadyrnar. Þar er rými fyrir 2 farþega auk bílstjóra. Það er gott fyrir fjölmenna. Veldu afturdyrnar. Þær opnast í 180 gráður. Það er gott fyrir fyrirferðarmikla. Veldu topplúguna. Með fellanlegum framsætum er hún góð fyrir langa. Veldu bílstjóradyrnar. Þar finnur þú rými fyrir höfuð og fætur. Það er gott fyrir þig þegar þú ekur Citroën Berlingo. Veldu aukið hleðslurými og burðargetu. Veldu sparneytni og gott verð. Veldu öryggi, þægindi og notagildi. Ko md u í B rim bo rg Re yk jav ík eð a Br im bo rg Ak ur ey ri. Sp yrð u u m ný jan Ci tro ën Be rlin go se nd ife rð ab íl. Ha nn er nú en n r úm be tri og ha gk væ ma ri í r ek str i o g ö ru gg ari en áð ur. Sjáðu Opið í dag, Bíldshöfða 8 Reykjavík og Tryggvabraut 5 Akureyri, milli kl. 9 og 1 7 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 | citroen.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.