Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 54
1. september 2011 FIMMTUDAGUR38 bio@frettabladid.is Tom Hooper, sem síðast gerði The King‘s Speech, er nú að safna liði fyrir sína mynd. Hooper ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því hann hyggst gera mynd eftir söngleiknum Vesalingunum sem er byggður á skáldsögu Victors Hugo. Hooper hefur auðvitað ótak- markaðan aðgang að fjármagni eftir velgengni The King‘s Speech og hefur fengið Anne Hathaway til að leika aðalkvenhlutverkið. Hathaway hefur haft í nægu að snúast eftir að hafa staðið sig með stakri prýði sem kynnir Óskarsverðlaunanna, en hún mun meðal annars leika kattarkon- una í The Dark Knight Rises, síðustu Batman-mynd Christopher Nolan. > HÆTTUR VIÐ James Franco hafði gert ráð fyrir því að leika við hlið Nicole Kid- man á Broadway í Sweet Bird of Youth en hefur nú hætt við. Hann er nefnilega upptekinn við nám sitt í Yale-háskól- anum. Þrátt fyrir ungan aldur spann- ar ferill Ryans Gosling næstum tuttugu ár, en hann verður að teljast einn eftirsóttasti leikari Hollywood um þessar mundir. Hann hefur að mestu leyti eytt tíma sínum í óháða kvikmynda- geiranum en er smám saman að fikra sig upp á yfirborðið. Ryan Gosling leikur aðalhlutverkið í Crazy Stupid Love sem verður frum- sýnd um helgina, en þetta er fyrsta gamanmynd leikarans. Gosling leikur þar ungan glaumgosa sem reynir að kenna hinum fráskilda Cal Weaver, sem leikinn er af Steve Carell, að njóta lífs- ins upp á nýtt. Julianne Moore, Emma Stone, Marisa Tomei og Kevin Bacon leika einnig stór hlutverk í myndinni, sem fengið hefur afbragðsgóða dóma. Ryan Gosling er fæddur í nóvember 1980. Hann byrjaði snemma að leika og var meðal annars hluti af Mikka mús- klúbbnum þar sem Christina Agui- lera, Britney Spears og Justin Timber- lake voru meðal samstarfsfélaga hans Christina Aguilera, Britney Spears og Justin Timberlake. Gosling ákvað hins vegar að feta leiklistarbrautina þrátt fyrir að tónlistin togi í hann af og til, hann er meðal annars í hljómsveitinni Dead Man‘s Bones sem gaf út sam- nefndan disk árið 2009. Þrátt fyrir að Gosling teljist meðal kynþokkafyllstu karlmanna heims átti hann síður en svo auðvelda æsku; hann var mikið lagður í einelti og að endingu ákváðu foreldr- ar hans að taka hann úr skóla og kenna honum heima. Gosling hefði vel getað fest í hlut- verki hjartaknúsarans eftir að hafa grætt hverja einasta unglingsstúlku í kvikmyndinni The Notebook. En Gosl- ing ákvað að halda aðra leið; hann tók að sér hlutverk sérvitringa og utangarðs- manna í óháðum kvikmyndum. Hann sýndi stjörnuleik í kvikmyndunum Half Nelson, sem hann var tilnefnd- ur til Óskarsverðlauna fyrir, og Lars and the Real Girl auk Blue Valentine. Gosl- ing hafði samþykkt að leika í kvikmynd Dags Kára, The Good Heart, en annríkið eftir Ósk- arsverðlaunatil- nefninguna kom í veg fyrir sam- starfið. Leikarinn v i rðist h i ns vegar smám sa ma n vera að fikra sig upp á yfirborð Hollywood- markaðs- vélarinnar; hann leikur á móti heilum her stórleikara í The Ides of March en þar má meðal ann- ars finna stjörn- ur á borð við George Clooney, Marisu Tomei, Paul Giamatti og Philip Seymour Hoffman. freyrgigja@ frettabladid.is Jesse Eisenberg leikur aðalhlut- verkið í gamanhasarmyndinni 30 Minutes or Less sem frumsýnd verður um helgina. Eisenberg sló auðvitað fyrst í gegn í kvikmynd- inni Zombieland og fylgdi þeirri velgengni eftir með hinni frábæru The Social Network. Að þessu sinni er vinanetið ógn- vænlega víðsfjarri því Eisenberg leikur pitsusendilinn Nick, sem er við það að deyja úr leiðindum í smábæ. Á því verður hins vegar breyting þegar honum er rænt af tveimur skuggalegum náungum sem eiga sér þann draum heitast- an að verða stórglæpamenn. Þeir festa á Nick stóra sprengju og skipa honum að ræna banka, annars verði hann sprengdur í loft upp. Nick leitar á náðir fyrrverandi vinar síns, kennarans Chet, og saman takast þeir á við þetta eld- fima vandamál sem upp er komið. 30 Minutes or Less er fyrsta mynd Eisenbergs eftir að Face- book-myndin var sýnd og verður forvitnilegt að sjá hvernig þessum unga leikara gengur að hrista af sér Zuckerberg-stimpilinn. Mynd- in hefur reyndar ekki fengið neina sérstaka dóma, er meðal annars með 48 á metacritic en 6,8 á imdb. com. - fgg Brjálaðir bankaræningjar ÞVÆR ZUCKERBERG AF SÉR Jesse Eisenberg leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni 30 Minutes or Less. Það er fyrsta myndin hans eftir Zuckerberg-ævintýrið. Hollywood heldur áfram að koma á óvart ef marka má nýj- ustu fréttir frá kvikmyndaborg- inni. Til stendur að gera kvik- mynd um sögufrægan bardaga Davíðs og Golíats sem getið er um í Gamla testamentinu. Og þá kynnu sumir að halda að hringt yrði í „vandaða“ leikara. Alls ekki. Því þeir sem hafa verið orðaðir við hlutverkin teljast seint til þess hóps. Orðrómur er á kreiki um að Dwayne Johnson, eða The Rock, hafi tekið að sér hlutverk Golí- ats en Tay- lor Lautner verði sjálfur Davíð Ísra- elskonung- ur. Það er Scott Der- rickson sem mun leikstýra mynd- inni. Golíat á hvíta tjaldið SÉRSTAKT TVÍEYKI Taylor Lautner hefur verið orð- aður við hlutverk Davíðs Ísraelskonungs sem felldi risann Golíat. Sá verður hugsanlega leikinn af The Rock. Hathaway í Vesalinga Hoopers Í STUÐI Anna Hatheway hefur landað hlutverki í söng- leikjamyndinni Vesalingunum sem leikstjóri The King‘s Speech gerir. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI SKEMMTUN Meiri Vísir. FIKRAR SIG UPP Á YFIRBORÐIÐ Á UPPLEIÐ Ryan Gosling er einn eftirsóttasti leikari Hollywood um þessar mundir, en hann er smám saman að fikra sig upp á yfirborð Hollywood eftir að hafa haldið sig að mestu leyti í óháða kvikmynda- geiranum. NORDICPHOTOS/GETTY George Clooney er hættur við að leika í kvikmynd Steven Soder- bergh, U.N.C.L.E. Lengi hefur staðið til að Clooney myndi leika í þessari njósnamynd sem á að gerast á sjötta áratug síðustu aldar. Ekki er vitað af hverju Clooney hefur yfirgefið þessa skútu en Soderbergh gaf það til kynna í New York Times um helgina að hann hefði hug á því að hætta í kvikmyndagerð og snúa sér alfarið að því að mála. Clooney farinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.