Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 18
1. september 2011 FIMMTUDAGUR18 18 hagur heimilanna Neytendur geta valið sér þann raforkusala sem býður besta verðið. Íbúar Reykja- víkur geta til dæmis skipt við Orkubú Vestfjarða eða HS orku ef þeim sýnist það vera hagstæðara en að kaupa raforkuna af Orku- veitu Reykjavíkur. Dreif- ingu raforkunnar verða neytendur hins vegar að kaupa af þeirri dreifiveitu sem bundin er svæðinu sem þeir búa á. Hægt er að gera samanburð á verði raforkusalanna í sérstakri samanburðarreiknivél Orkustofn- unar og Neytendastofu á vefsíðu Orkustofnunar, www.orkustofn- un.is. Samkvæmt nýrri verðkönn- un ASÍ hafa rafmagnsreikningar þeirra sem skipta við Orkuveitu Reykjavíkur hækkað meira en hjá öðrum á einu ári eða um 20 pró- sent. Lengst af hefur verið lítill munur á verði raforkusala, sam- kvæmt upplýsingum sem fengust frá Orkustofnun. Á undanförnum fimm árum hafa fyrirtækin sem skipt hafa um raforkusala verið fleiri en einstaklingarnir, að því er sjá má í töflu á vefsíðu Netorku. Leiðbeiningar um skiptin er að finna á vefsíðu Orkustofnunar. En hvort sem neytendur skipta um raforkusala eða ekki er hægt að gera ýmsar ráðstafanir til þess að draga úr rafmagnsnotkun. Á vefsíðu HS Veitna segir að dæmigerð skipting rafmagnsnotk- unar meðalfjölskyldu sé þannig: 1. Þvottatæki 28% 2. Lýsing 17% 3. Kælitæki 19% 4. Eldunartæki 24% 5. Önnur notkun 1 2% 1. Þvottatækin: Bent er að á þvotta- vélin notar 30% minni orku sé hit- inn lækkaður um þriðjung. Að sleppa forþvotti sparar 20% orku. Sparnaðarhnappinn á uppþvotta- vélinni ætti að nota sem oftast. Þvo á upp sem fyrst til þess að matar- leifar nái ekki að þorna. Þá nægir styttra þvottakerfi og lægra hita- stig. 2. Lýsingin: Mikilvægt er að nota ekki stærri perur en þarf. Jafn- framt þarf að gæta þess að lampa- búnaðurinn dragi ekki um of úr birtu. Oft loga ljós að óþörfu þar sem enginn hefst við. 3. Kælitækin: Frystikistan notar 5% minna rafmagn fyrir hvert stig sem umhverfishitinn er lægri. Innilokuð og rykug kælirist á bak- hlið kistunnar getur valdið 30% meiri rafmagnsnotkun. Léleg loftræsting bak við kæli- skápinn getur valdið 5 til 10% meiri rafmagnsnotkun. 4. Eldunartækin: Nota á þétt lok á potta og pönnur. Ef lokið er ekki á pottinum þarf tvöfalt meiri orku en ella. Ósléttur botn getur valdið 40% meiri rafmagnsnotkun. Um 20% orkunnar fara til spillis ef potturinn er til dæmis 2 cm minni í þvermál en hellan. 5. Önnur tæki: Mörg heimilis- tæki sem búin eru fjarstýringu nota rafmagn þótt þau séu ekki í gangi, eins og sjónvörp, hljóm- tæki og fleiri. Með því að slökkva alveg á þeim sparast rafmagn auk þess sem hætta á íkveikju minnk- ar. Hleðslutæki á að taka úr sam- bandi þegar þau eru ekki í notkun. Hægt að spara hjá nýjum raforkusala HORFT Á SJÓNVARP Ekki er nóg að slökka á sjónvarpstækinu með fjarstýringunni ef spara á rafmagn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Grænatún 1 200 Kópavogur Sími 554 4025 www.hrund.is • 20% afsláttur af Clarins vörum • Kaupauki að verðmæti 11.000 kr. ef verslað er fyrir 6.900 kr. eða meira • Glaðningur fylgir ef bókaður er tími í meðferð • Fáðu prufu sem hentar þinni húðtegund Kynningardagar CLARINS Snyrtistofunni Hrund Í dag 1. september og á morgun 2. september Danski læknirinn Jerk W. Langer, sem þekktur er fyrir fyrirlestra um hollustu og heilbrigði, bendir á að innflutt bláber sem til sölu eru í verslunum séu oft ljósari að innan en nor- rænu villtu berin. Þá vanti í innfluttu berin hollu efnin sem bláberin fái blárauða litinn af. Þess vegna eigi neytendur að opna eitt bláber í versluninni áður en þeir taka ákvörðun um að kaupa berin. Læknirinn segir villt, klassísk norræn bláber með góð andoxunarefni. Hann vill ekki fullyrða að bláber séu töfraávöxtur eða hollasti ávöxturinn sem til er þótt þau innihaldi meðal annars c-vítamín, omega-3-fituefni og trefjar auk þess sem í þeim eru kolvetni sem halda blóðsykrinum í jafnvægi og séu þar með mettandi. Mikilvægt sé að borða fjölbreytt úrval ávaxta með mismunandi næringarinnihald. ■ Matvæli Bláberin holl þegar þau eru blárauð að innan HÆKKUN varð á kílóverði á stórlúðu frá 2004 til 2010 samkvæmt gögnum frá Hagstofunni. 94% „Bestu kaupin eru reyndar ekki mín eigin kaup – heldur Árna afa míns,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur. „Afi keypti teinótt jakkaföt í kringum 1956, að ég held hjá Andrési á Skólavörðustíg, ég notaði þau sem útskriftarföt árið 1993 og hef notað jakkann reglulega síðan.“ Andri bætir við að hann hafi þó lagt jakkafötum afa síns í smá tíma árið 2008. „Þá var teinótt ekki alveg málið. En það hefur lagast. “ Andri telur að ef hlutir hefðu almennt jafn góðan endingartíma og jakkafötin frá Skólavörðustígnum, væri ekki búið að útrýma mörgum lífverum jarðar. Hann bendir einnig á góð kaup sem hann gerði sjálfur, Nokia 6110 farsíma, keyptan árið 2001. „Hann virkar ennþá og eyðir ekki tíma mínum í Internet eða Angry Birds. Reyndar eru heildarsímreikningar komnir á aðra milljón,“ segir Andri Snær. Verstu kaupin sem rithöfundurinn hefur gert er armbandsól sem hann keypti af götusala á Indlandi. Ólin slitnaði um leið og hann festi ólina, sem átti að virka sem ól fyrir armbandsúr, á handlegginn. Úr því varð ekki. NEYTANDINN: ANDRI SNÆR MAGNASON RITHÖFUNDUR Teinóttu jakkafötin hans afa hafa komið sér vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.