Fréttablaðið - 01.09.2011, Page 10

Fréttablaðið - 01.09.2011, Page 10
1. september 2011 FIMMTUDAGUR Við leitum að góðu fólki Á vefnum getur þú með einföldum hætti flett í gegnum og skoðað atvinnuauglýsingar Fréttablaðsins. Þú kaupir atvinnuauglýsingu í Fréttablaðinu - öflugasta auglýsingamiðli landsins og hún birtist frítt í heila viku á einum stærsta vefmiðli landsins – og Fréttablaðið kynna nýjan og öflugan atvinnu- og raðauglýsingavef ...ég sá það á visir.is LÍBÍA Víða í Líbíu notar fólk föstu- lokin til að fagna falli Múamm- ars Gaddafí, þótt hann sé enn ekki fundinn og stuðningsmenn hans hafi ekki allir gefist upp. Bráðabirgðastjórn þjóðarráðs uppreisnarmanna hefur beðið NATO um áframhaldandi stuðn- ing, en vill ekki þiggja friðar- gæslulið frá Sameinuðu þjóðunum. Uppreisnarmenn búa sig undir lokabaráttu við stuðningsmenn Gaddafís, sem enn eru við völd í borgunum Sirte og Sebha. Þeir hafa gefið uppreisnarmönnum í Sirte frest fram á laugardag að semja um uppgjöf, en eftir það verði látið sverfa til stáls. Þar á eftir kæmi röðin að Sebha. Abdel Hakim Belhaj, yfirmað- ur herliðs uppreisnarmanna í Trí- polí, segir að al-Saadi, einn sona Gaddafís, hafi haft samband við sig símleiðis á þriðjudag að ræða uppgjafarskilmála. Al-Saadi hafi viljað fá tryggingu fyrir því að sér yrði ekki gert mein. Belhaj segir að farið verði að lögum, þegar al- Saadi gefi sig fram. Hann þurfi ekki að óttast að honum verði gert mein. Mikil óvissa ríkir um fram- tíðina, bæði hvers konar samfé- lagi uppreisnarmenn vilja koma á í landinu og eins hvort þeir eru nægilega samhuga til þess eða hvort þeir hafa meirihlutastuðn- ing meðal almennings. Leiðtogar á Vesturlöndum gera sér margir hverjir vonir um að lýðræðislegt fyrirkomulag verði ofan á, en fyrirfram er ómögulegt að segja hvort sú verður raunin. Í Líbíu er þó fyrir hendi grunn- ur að lýðræðiskerfi, sem gæti virk- að því Gaddafí kom upp í landinu kerfi borgarafunda sem á hverjum þéttbýlisstað kusu reglulega full- trúa sína á þjóðþing landsins. Að vísu bara að forminu til, en upp- reisnarmenn hafa notfært sér svipað kerfi til að koma skipulagi á starfsemi sína. Í landinu búa að vísu margir ættbálkar, sem gætu tekið upp á því að berjast um völdin, en sér- hagsmunir þeirra rista ekki jafn djúpt nú og þegar Gaddafí komst til valda fyrir fjórum áratugum. Vesturlönd hafa að minnsta kosti ákveðið að veðja á leiðtoga upp- reisnarmanna og ætla að styrkja þá til verka með stórum fjár- hæðum, bæði með því að aflétta frystingu fjármuna og með því að útvega þeim beinharða peninga í kassann. Á morgun verður efnt til ráðstefnu í París, þar sem fulltrú- ar frá tugum ríkja ætla að ræða um framtíð Líbíu og uppbygg- inguna, sem þar er fram undan. gudsteinn@frettabladid.is Sigri uppreisnarliðs fagnað við föstulok Uppreisnarmenn í Líbíu búa sig undir lokabaráttu við stuðningsmenn Gaddafís. Þeir vilja stuðning NATO áfram en ætla ekki að þiggja friðargæslulið frá Sam- einuðu þjóðunum. Gaddafí er ófundinn en einn sona hans hefur beðist griða. EFTIRLIT Uppreisnarmenn stöðva bifreiðar á eftirlitsstöðvum umhverfis borgina Sirte, þar sem stuðningsmenn Gaddafís halda enn út. NORDICPHOTOS/AFP SAMFÉLAGSMÁL Fjölsmiðjan í Kópa- vogi fékk á dögunum veglegan styrk frá Eimskipafélagi Íslands. Eimskip gaf Fjölsmiðjunni, sem er vinnusetur fyrir ungt fólk á krossgötum, tölvubúnað sem hætt var að nota. Vonast er til að tölv- urnar nýtist vel. Að Fjölsmiðjunni standa meðal annars Rauði Krossinn, velferðar- ráðuneytið, vinnumálastofnun og sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu. Fjölsmiðjan hefur verið rekin frá árinu 2001 og innan hennar eru starfræktar sjö deildir fyrir fólk á aldrinum 16 til 24 ára. - þj Eimskip styrkir starfsemi fyrir ungt fólk á krossgötum: Fjölsmiðjan fær gjöf GÓÐ GJÖF Þorbjörn Jensson veitir gjöf- inni viðtöku frá Kristjáni Þóri Hallbjörns- syni, forstöðumanni hjá Eimskipum. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akra- nesi handtók fyrir skemmstu tvo menn sem grunaðir voru um inn- brot í fyrirtæki og voru staðnir að því að gramsa í bátum í höfn- inni. Annar var handtekinn um borð í skipi og var hann búinn að róta þar talsvert. Skömmu síðar var svo annar handtekinn við höfn- ina. Rannsókn leiddi í ljós að farið hafði verið inn í tvo báta og gúmmíbjörgunarbátur blásinn upp í skipi. Vistataska hafði verið tekin úr björgunarbátnum. - jss Tveir menn handteknir: Óboðnir gestir í bátum á Skaga LÖGREGLUMÁL Fjölmennt lögreglulið var kallað að Breiðagerði í Reykja- vík fyrir hádegi í gær þegar hópur fólks reyndi að koma í veg fyrir að kona yrði borin út af heimili sínu. Til ryskinga kom á milli lögreglu og mótmælenda og eftir samningavið- ræður var ákveðið að fresta útburð- inum. Fulltrúi sýslumannsins í Reykja- vík mætti að húsinu klukkan tíu í gærmorgun. Hann hugðist bera íbú- ann, hálffimmtuga konu, út vegna vanskila. Um þrjátíu manna hópur úr samtökunum Heimavarnarliðinu varnaði fulltrúanum hins vegar inn- göngu og því var lögregla kölluð til. Viðskiptum lögreglu og mótmæl- enda lauk með því að nokkrir mót- mælendanna voru færðir á brott. Íbúinn neitaði hins vegar enn að opna útidyrnar fyrir sýslumanns- fulltrúanum og var því kvaddur til lásasmiður sem dírkaði upp lásinn. Eftir nokkrar viðræður íbúans og sýslumannsfulltrúans varð það úr að útburðinum var frestað og ákveð- ið að skjóta málinu til úrskurðar- nefndar um viðskipti við fjármála- fyrirtæki, en Arion banki hefur verið þinglýstur eigandi hússins í tvö ár. - sh Fjölmennt lögreglulið tókst á við Heimavarnarliðið í Breiðagerði: Útburði frestað eftir mótmæli RÆÐAST VIÐ Íbúinn, Anna Lilja Valgeirs- dóttir, kom úr úr húsinu eftir viðræður við fulltrúa sýslumanns og tilkynnti mótmælendum að samningar hefðu náðst. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.