Fréttablaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 2
10. september 2011 LAUGARDAGUR2 BÓKMENNTIR Þrjú ár eru liðin síðan átta flóttakonur af palestínsku bergi brotnar settust að á Akra- nesi. Saga kvennanna vakti strax forvitni Sigríðar Víðis Jónsdóttur og nú er væntanleg bók hennar sem segir þá sögu. „Ég er sjálf frá Akranesi og mér fannst merki- legt þegar þær fluttu í bæjarfélagið að þarna voru komnar konur sem tengdu saman Írak, Palestínu og Ísland á mjög sérstakan hátt. Og það lá í augum uppi að þeirra saga var samofin sögu einhverra stærstu pólitísku mála undanfarinna áratuga, hernámsins í Palestínu og innrásarinnar í Írak. Mér fannst saga þeirra líka áhugaverð vegna þess að í gegnum hana var hægt að fjalla um hvernig það er að þurfa að flýja allt sem þú þekkir og verða flóttamaður,“ segir Sigríður spurð um tildrög bókarinnar, sem hún hefur varið bróðurparti undanfarinna þriggja ára í að skrifa. „Ég ætlaði fyrst að tala einungis við eina eða tvær kvennanna en svo kom í ljós að þær vildu allar tala við mig. Til að fylla inn í myndina tók ég viðtöl við ættingja þeirra, hjálparstarfsfólk, embættismenn og fleiri,“ segir Sigríður sem fór einnig til Íraks, Ísraels og Palestínu til að afla efnis fyrir bókina sem ber nafnið Ríkisfang: Ekkert. Útgáfu bókarinnar verður fagnað á Akranesi næsta þriðjudag. - sbt / sjá síðu 34 Bók um flóttakonurnar frá Írak sem settust að á Akranesi kemur út eftir helgi: Flúðu allt sem þær þekktu Lilja, er tjaldið fallið? „Já, og vonandi gerist eitthvað núna á bak við tjöldin.“ Lilja Dögg Jónsdóttir er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Stúdentar reistu tjaldbúðir fyrir utan Háskólann á fimmtudag til að vekja athygli á hús- næðisvanda háskólanema. BANDARÍKIN, AP Bandarísk stjórn- völd telja raunverulega hættu á því að hryðjuverkamenn reyni að gera árásir í Washington og New York á morgun, þegar tíu ár verða liðin frá árásunum 11. september 2001. Hillary Clinton utanríkis- ráðherra segir að trúverðugar upplýsingar liggi fyrir, þótt óstaðfestar séu, um að samtökin al-Kaída standi að baki fyrir- huguðum árásum. Það eru heimildir frá Pakistan sem herma að reynt verði að sprengja bílasprengjur einhvers staðar í þessum tveimur borgum. Öryggisgæsla í Washington og New York hefur af þessum sökum verið óvenju mikil nú allra síð- ustu dagana. - gb Bandaríkjamenn varir um sig: Hætta sögð á hryðjuverkum LEITAÐ Í BÍLUM Aukinn viðbúnaður er í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARAMÁL Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg munu fara í allsherjarverkfall hinn 26. september næstkomandi náist ekki kjarasamningar fyrir þann tíma. Kosning um boðun verkfallsins fór fram dagana 7. til 9 . september. Í tilkynn- ingu frá Félagsráðgjafafélagi Íslands segir að mikill meiri- hluti félagsráðgjafa vilja verk- fall, eða 94 prósent af þeim sem kusu. 83 prósent félagsmanna greiddu atkvæði. Hjá borginni vinna 106 félags- ráðgjafar sem starfa meðal annars á þjónustumiðstöðvum borgarinnar, Barnavernd Reykjavíkur og á skrifstofu Velferðarsviðs. - sv Allsherjarverkfall vofir yfir: Félagsráðgjafar vilja verkfall LÖGREGLUMÁL Lögreglan upp- götvaði stóra landaverksmiðju í iðnaðar húsnæði í Kópavogi í gær- morgun. Lögreglumaður á svæð- inu rann á lyktina af landanum. Rúmlega þúsund lítrar af gambra fundust í verksmiðjunni og 300 lítrar af tilbúnum landa. Ómar Smári Ármannsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn segir í sam- tali við Vísi að ekki sé algengt í seinni tíð að verksmiðjur af þessu tagi uppgötvist. - sv Upprættu landaverksmiðju: Rúmir þúsund lítrar af gambra STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra ætlar að gefa kost á sér áfram sem for- maður Sam- fylkingarinnar á landsþingi flokksins í næsta mánuði. Í tölvuskeyti sem hún sendi félögum sínum í Samfylking- unni í gær seg- ist hún vilja leiða til lykta ýmis mikilvæg mál sem Samfylk- ingin hafi sett á dagskrá. - gb Landsfundur Samfylkingar: Jóhanna býður sig aftur fram Vinnuslys í Búðarhálsvirkjun Vinnuslys varð í Búðarhálsvirkjun í gær. Að sögn lögreglunnar á Hvols- velli skarst starfsmaður þar við vinnu sína. Lögregla og sjúkralið fóru á staðinn en maðurinn reyndist ekki alvarlega slasaður. SLYS JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR REYKJAVÍKURBORG „Reglurnar bitna á okkur því við höfum þá skoðun að samlíf samkynhneigðra sé ekki gott og hollt fyrir okkur,“ segir Friðrik Schram, safnaðarprestur Íslensku Kristskirkjunnar, sem fær ekki fyrirhugaðan fjárstyrk frá Reykjavíkurborg vegna skoð- ana safnaðarins á samkynhneigð. Kirkjubyggingasjóður sam- þykkti í júní að veittir yrðu átta styrkir. Íslenska Kristskirkj- an skyldi fá 700 þúsund krónur vegna viðbyggingar. Borgarráð vísaði málinu hins vegar til skoð- unar hjá Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra borgarinnar, vegna gruns um að stefna trú- félagsins samræmdist ekki mann- réttindastefnu borgarinnar. „Á heimasíðu safnaðarins er að að finna grein þar sem mörg dæmi eru um þá skoðun for- stöðumanns safnaðarins að sam- kynhneigð sé óeðlileg, að hún sé synd og að það að samþykkja samkynhneigð sé í sjálfu sér að samþykkja þjófnað eða lygar,“ segir í umsögn Önnu, sem mælti gegn styrkveitingunni. Því ákvað stjórn Kirkjubyggingasjóðs að strika söfnuðinn út af listanum fyrir styrkþega að þessu sinni. Í greininni sem Anna vísar til segir Friðrik Schram að upp- vaxandi kynslóð þarfnist góðrar fyrirmyndar. „Stöndum því vörð um unga drengi og stúlkur, að eng- inn dragi þau, viðkvæmar sálir, á tálar og leiði til samkynhneigðar og/eða saurlifnaðar hverju nafni sem hann nefnist,“ segir safnaðar- presturinn meðal annars. Friðrik segir ljóst að mann- réttindaskrifstofan hafi fundið eitthvað sem henni líki ekki við. „Þau í mannréttindaráðinu eru í raun búin að að búa til sínar eigin mannréttindareglur sem þau ætla okkur öllum að fara eftir. Þessar reglur bitna á okkur því við höfum þá skoðun sem hefur verið kirkjuleg skoðun í tvö þús- und ár. Algjör minnihluti krist- inna kirkna í heiminum aðhyllist aðra skoðun,“ segir Friðrik, sem finnst söfnuði sínum mismunað. Skýringa verði leitað. „Við höfum ákveðna skoðun í sið- ferðismálum og mannréttindar- áð Reykjavíkur- borgar álítur að okkar skoðun sé svo vond að það sé ekki hægt að veita okkur smá styrk en það megi styðja aðra.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs sem í fyrradag stað- festi breytta tillögu Kirkjubygg- ingasjóðs, segir málið vissulega óvenjulegt. „En þarna vöknuðu spurningar og því var tillögu Kirkjubyggingasjóðs vísað til mannréttindastjóra með þessari niðurstöðu,“ segir Dagur. gar@frettabladid.is Segja samkynhneigð synd og fá ekki styrk Hætt er við fjárstyrk frá borginni til Íslensku Kristskirkjunnar því söfnuðurinn telur samkynhneigð glæp. Það samræmist ekki mannréttindastefnu borgar innar. Forstöðumaður segir söfnuðinum mismunað vegna siðferðisskoðana. VIÐBYGGING ÍSLENSKU KRISTSKIRKJUNNAR Forstöðumaður safnaðarins segir starfið við viðbygginguna að langmestu leyti unnið í sjálfboðavinnu. Hinir 300 meðlimir trúfélagsins verði einfaldlega að leggja harðar að sér fyrst borgin neiti félaginu um styrk. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRIÐRIK SCHRAMANNA KRISTINSDÓTTIR DAGUR B. EGGERTSSON LÍBÍA, AP Stuðningsmenn Múamm- ars Gaddafí skutu í gær flug- skeytum frá borginni Bani Walid að hersveitum uppreisnarmanna, sem hafa dögum saman hótað því að ráðast á borgina. Uppreisnarherinn, sem hefur að mestu náð völdum í landinu, hafði gefið stuðningsmönnum fyrri stjórnar frest til dagsins í dag til að gefast upp. Auk Bani Walid hafa stuðnings- menn Gaddafís tvær aðrar borgir enn á valdi sínu, Sirte og Sabha. Harðir bardagar voru í nágrenni bæði Bani Walid og Sirte í gær, daginn áður en uppreisnarmenn höfðu sagst ætla að láta til skarar skríða. Uppreisnarmenn segja að stuðnings menn Gaddafís séu inni- króaðir og sé sárlega farið að skorta vistir. Þeir hafa einnig sagst hafa umkringt Múammar Gaddafí, án þess þó að hafa upplýst hvar hann á að vera niðurkominn. Gaddafí, sonur hans Seif al- Islam og Abdullah al-Senoussi, fyrrverandi yfirmaður leyni- þjónustu Gaddafís, eru einu mikil- vægu einstaklingarnir úr röðum fyrri ráðamanna landsins sem uppreisnarmenn segja enn vera í felum. - gb Framlengdur frestur uppreisnarmanna í Líbíu rennur út í dag: Átök hafa harðnað á ný í Líbíu SIGURVISSIR Uppreisnarmenn í Líbíu búa sig enn undir lokaorrusturnar. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Beggja vegna Atlantshafsins féllu verðbréf á mörkuðum í gær. Hlutabréf í bönkum féllu hraðast. Skuldavandi evruríkjanna ógnar stóru bönkunum, sem þessi skuld- ugu ríki hafa tekið lán hjá. Tak- ist ríkjunum ekki að greiða af- borganir lenda bankarnir í vanda. Í Bandaríkjunum er hagvöxtur hægur og atvinnuleysi mikið. Loforð Obama forseta um að draga úr atvinnuleysinu hafa greinilega ekki stappað stálinu í markaðinn. - gb Verðhrun beggja vegna hafs: Bankar falla hratt í verði ÁNÆGÐAR Bókin féll vel í kramið hjá flóttakonunum þegar þær skoðuðu hana í vikunni, nokkrum dögum áður en hún kemur formlega út. MYND/RAUÐI KROSSINN Námskeið við svefnleysi -með aðferðum HAM • • • SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.