Fréttablaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 30
10. september 2011 LAUGARDAGUR30 Lausir tímar til leigu í íþróttahúsi Menntaskólans við Sund Í íþróttahúsi Menntaskólans við Sund eru lausir til leigu nokkrir tímar í vetur. Nánari upplýsingar er að finna á vef skólans www.msund.is. Rektor Í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi reiddi eitís- popparinn Paul Young fram uppskrift að einfaldri en ljúf- fengri pastasósu, enda er hann einlægur áhugamaður um matargerð og leitar þessa dag- ana að útgefanda fyrir kokkabók sína „Paul Young on His Travels“, auk þess að leggja drög að opnun veitingastaðar í London. En Paul Young er ekki eina stjarn- an úr skemmtanaiðnaðinum sem þráir að færa ástríðu sína fyrir matargerð úr eldhúsinu heima hjá sér og fyrir augu og bragðlauka almennings. Margt frægðarfólk hefur ákveðið að reyna sig við slíkt með misjöfnum árangri. Hin svarta Rachel Ray Rapparinn Coolio, sem gerði garð- inn frægan um miðjan tíunda ára- tuginn með smellum á borð við Gangsta‘s Paradise og C U When U Get There, vakti athygli þegar hann gaf út bók sína Cookin‘ with Coolio – 5 Star Meals At A 1 Star Price (Eldað með Coolio – 5 stjörnu máltíðir á 1 stjörnu verði) síðla árs 2009. Í bókinni leiðir rapparinn, sem staðhæfir að hann sé „Martha Stewart minnihlutahópahverf- anna og svarta útgáfan af Rachel Ray“, lesendur í allan sannleika um leyndardóma „Ghetto gourmet“- matargerðar sinnar og lýsir réttun- um á sinn einstaka og óheflaða hátt. „Allt sem ég elda bragðast betur en geirvörturnar á mömmu þinni,“ „Steikti kjúklingurinn sem mamma vinar míns eldaði var vanur að klæða sig í strigaskó og hlaupa með djöfulgangi upp í munninn á mér“ og „Leyfðu eggjunum að baða sig í heitu vatni í fimmtán mínútur eins og sænsk, kynæsandi skutla í náttúrulegu gufubaði“ eru einung- is örfá dæmi um orðræðu Coolio í bókinni, svo ekki sé minnst á heil- ræði rapparans varðandi vorrúllu- gerð: „Rúllið þeim þétt upp. Eins og góðri jónu.“ Ólíklegt verður að teljast að margt áhugafólk um heilbrigð- an lífsstíl taki uppskriftum Cool- io fagnandi, þar sem smjörið og olían lekur af hverju strái. Þó til- einkar hann kafla fjögur, „Salad Eatin‘ Bitches“, grænmetisréttum og býður meðal annars upp á upp- skrift að Caprese-salati sem finna má hér á síðunni. Dreptu það og grillaðu Af öðru tónlistarfólki sem gefið hefur út matreiðslubækur má nefna söngkonuna vinsælu Sheryl Crow, sem slegið hefur í gegn með lögum Matur að hætti fræga fólksins Nafntogaðir tónlistarmenn og leikarar í útlöndum elda eins og við hin og sumir þeirra hafa meira að segja gengið svo langt að bera kokkahæfileika sína á borð fyrir almenning. Kjartan Guðmundsson rifjaði upp nokkrar upp- skriftir og matreiðslubækur þeirra frægu, ríku og látnu. eins og All I Wanna Do, Everyday Is a Winding Road og If It Makes You Happy. Síðastnefnda lagið varð Crow líka innblástur að titli mat- reiðslubókar hennar If It Makes You Healthy, sem hún gaf út fyrr á þessu ári. Söngkonan fékk brjósta- krabbamein fyrir nokkrum árum og ákvað í kjölfarið að breyta lífs- stíl sínum og borða hollari mat, sem varð kveikjan að bókinni. Þá má ekki gleyma bandaríska rokkaranum Ted Nugent, sem hefur lengi verið ötull talsmaður réttar almennings til að eiga skotvopn og háð marga hildi við hin ýmsu dýra- verndarfélög. „Það er fátt fyndnara en fólk sem telur að dýr eigi að hafa einhver réttindi,“ sagði Nugent eitt sinn í viðtali og til að leggja áherslu á mál sitt gaf hann út bókina Kill It & Grill It ásamt Shemane eigin- konu sinni. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur bókin upplýsing- ar um vænlegustu aðferðirnar, að mati hjónakornanna, til að drepa og elda villibráð. Einnig hafa kántrígoðsagnirnar Kenny Rogers og Tammy Wynette gefið út matreiðslubækur (sem heita þeim hugmyndaríku nöfnum Cooking with Kenny Rogers og The Tammy Wynette Southern Cook- book), auk Franks Sinatra, Lindu McCartney og Liberace heitinna, söngkvennanna Patti LaBelle, Gloriu Estefan og fleiri tónlistar- manna. Þá kom árið 1996 út matreiðslu- bókin In the Kitchen with Miss Piggy, þar sem sjálf Svínka úr Prúðuleikurunum safnar saman uppskriftum frá ýmsu frægu fólki á borð við Harry Belafonte, Clint Eastwood, Jodie Foster, Brooke Shields, Samuel L. Jackson og John Travolta. Svínakjöt er meðal þeirra hráefna sem notast er við í bókinni, sem minnir óþægilega á það þegar fígúran Þorri þorskur var látin aug- lýsa þorskalýsi hér um árið. Lætur þér líða vel Þegar gamanleikarinn þéttvaxni Dom DeLuise gaf út matreiðslubók sína Eat This ... It’ll Make You Feel Better árið 1988 naut hún svo mik- illa vinsælda að tvær framhalds- bækur, Eat This Again og Eat This Too fylgdu í kjölfarið. Titill bókar- innar er eftirtektarverður í ljósi þess að tveimur áratugum síðar lést leikarinn á sjúkrahúsi, þar sem hann lá sökum lifrarbilunar og of hás blóðþrýstings. Af öðrum lunknum leikurum í eldhúsinu má nefna Tony Danza, stjörnu Who‘s the Boss-þáttanna sígildu, sem hefur sérhæft sig í að leika ítalskar/bandarískar steríó- týpur og vék ekki frá þeirri reglu með útgáfu bókarinnar Don’t Fill Up on the Antipasto sem er pakk- full af ítölskum uppskriftum. Hrollvekjumeistarinn Vincent Price sendi frá sér kokkabók og einnig Hollywood-leikkonurnar Eva Longoria, Alicia Silverstone og Gwyneth Paltrow, þótt óvíst sé hversu hátt hlutfall lesenda geti fylgt þeim ráðum þeirrar síðast- nefndu að best sé að baka pitsur í eldofni eins og þeim sem leikkonan á og geymir í garðinum sínum. Einn frægasti matmaður tónlistarsögunnar, kóngurinn Elvis Presley, gaf því miður ekki út matreiðslubók meðan hann var á lífi. Eftir dauða hans hafa þó nokkrar slíkar verið skrifaðar og þeirra frægust er líklega Are You Hungry Tonight? eftir Brendu Arlene Butler frá 1992. Þar má meðal annars finna uppskrift að þessum ein- kennisrétti kóngsins: Steikt hnetusmjörs- og banana- samloka 1 lítill og þroskaður banani 2 sneiðar af franskbrauði 3 matskeiðar af hnetusmjöri 2 matskeiðar af smjöri 1. Stappið bananann með bakhluta skeiðar í lítilli skál. 2. Léttristið brauðið. 3. Smyrjið hnetusmjörinu á aðra brauðsneiðina og stappaða banananum á hina. 4. Steikið samlokuna í bráðnu smjöri þar til báðar hliðar eru gullinbrúnar. Skerið frá horni til horns og berið fram heitt. ■ UPPÁHALD KÓNGSINS Innihald: Buffalo-mozzarella ostur Miðlungsstór laukur Stór tómatur Fersk basilíka Balsamik-edik Ólífuolía Smá af salti Aðeins minna af pipar Smá oregano Leiðbeiningar: 1. Skerið tómatinn í átta eða níu skítþunnar sneiðar og dreifið þessum skít um diskinn. 2. Skerið laukinn í þunnar sneiðar og dreifið ríflega. Mjög ríflega. 3. Skerið niður ostinn og komið honum fyrir í kringum tómatana. Þetta snýst allt um framsetningu, tíkur! 4. Þrumið smá salti á diskinn. Shaka! 5. Og svo smá pipar. Zulu! 6. Hristið örlítið af ólífuolíu yfir allt heila klabbið, því olíublautt salat er rusl. 7. Þekið alla auða bletti með balsam ediki. Framsetning, muniði? 8. Komið ykkur í gírinn. 9. Takið ferskt basil og skvettið yfir allt draslið. 10. Skvettið líka smá oregano. 11. Ef það lítur vel út, lyktar vel og bragðast vel, þá er það GOTT. Shaka Zulu! 12. Takið hreinan gaffal og setjið smá tómat, smá basil, smá ost og smá lauk og leyfið þessu að hlaupa um í munninum. 13. Fylgist með nærbuxunum renna niður. Úr matreiðslubókinni Cookin‘ with Coolio ■ CAPRESE-SALAT COOLIOS Kántrýboltanum Dolly Parton er ýmislegt til lista lagt fyrir utan sönginn og lagasmíðarnar. Í matreiðslubók hennar, Dolly‘s Dixie Fixin‘s frá 1996, er að finna þessa uppskrift að fimm laga kvöldverði fyrir átta manns. 2 bollar af skornum kartöflum 2 bollar af nautahakki 1 bolli af skornum lauk 2 bollar af soðnum tómötum Salt og pipar 1 græn paprika, skorin Leggið kartöflurnar, nautahakkið, laukinn og tómatana í eldfast mót og kryddið hvert lag með salti og pipar eftir smekk. Stráið skornu paprikunni ofan á. Setjið álpappír yfir og eldið í tvær klukkustundir í 175 gráðu heitum ofni. ■ FIMM LAGA KVÖLDVERÐUR DOLLY PARTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.