Fréttablaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 92
10. september 2011 LAUGARDAGUR56 VELLÍÐAN – HVATNING – KÆRLEIKUR – MARKMIÐ – STÖÐUGLEIKI – ÁRANGUR – STYRKUR JAFNVÆGI – ÞOL – KRAFTUR – TEYGJUR – ÖNDUN – VIRÐING – HUGARRÓ – NÆGJUSEMI – SLÖKUN ÞAKKLÆTI – INNRI FRIÐUR – FÉLAGSSKAPUR NJÓTUM ÞESS VEL OG LENGI … JÓGA MEÐ THEU Fallegt og frískandi jóga. Hefst 13. sept. Upplýsingar í síma 898 4942 eða www.dansogjoga.is TANÍA SMÁRADÓTTIR Mömmuleikfimi – Fit pilates / kerrupúl 6 vikna námskeið hefst 19 sept. Upplýsingar í síma 699 6627 eða elisabettania@gmail.com LOVÍSA ÁRNADÓTTIR Fit pilates – fjölbreytt og skemmtilegt Upplýsingar í síma 892 1598 og lovisa@heima.is KRISTÍN JÓNSDÓTTIR ÍAK einkaþjálfari Upplýsingar í síma 893 2396 eða kristin@kjalkar.is YOGA MEÐ MAGGÝ Meðgöngujóga – mömmujóga Rólegt jóga fyrir alla Upplýsingar í síma 821 7482 eða yoga@maggy.is SÓLEY JÓHANNSÓTTIR Leikfimi fyrir konur – 15 vikna námskeið hefst 12. sept. Upplýsingar í síma 822 7772 eða soley@studiosoleyjar.is BERGLIND SIGURJÓNSDÓTTIR Breytt og bætt líðan – Fit pilates byrjenda og hefðbundið Upplýsingar í síma 891 6901 eða e.berglind@simnet.is KÓPAVOGI HEILSURÆKT FYRIR OKKUR ALLAR Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is fyrir íslenskt vísindasamfélag Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins og hefur umsjón með opinberum samkeppnissjóðum s.s. Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun og gerir áhrif þeirra á þjóðarhag sýnileg. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Siðareglur H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Rannís óskar eftir samstarfi við vísindamenn, rannsakendur og fræðimenn til að skapa íslensku vísinda- og rannsóknarsamfélagi sterka siðferðilega umgjörð. Rannís hefur að beiðni Vísinda- og tækniráðs sett fram tillögur sem er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir vönduð vinnubrögð í vísindum. Allir sem telja sér málið skylt eru hvattir til að kynna sér það nánar á heimasíðu Rannís, www.rannis.is/sidareglur og koma á framfæri athugasemdum á netfangið sidareglur@rannis.is fyrir 15. október 2011. Leikkonan Eva Longoria er trúlof- uð kærasta sínum, Eduardo Cruz, eftir aðeins sex mánaða samband. Eduardo þessi er yngsti bróðir leikkonunnar Penelope Cruz. Cruz bað sinnar heittelskuðu í júlí er þau voru í fríi á Marbella á Spáni ásamt systur hans og eig- inmanni hennar, Javier Bardem. Samkvæmt heimildarmönnum er fyrirhugað brúðkaup síðar á árinu. „Eftir bónorðið stukku þau í saman í sjóinn. Þau voru mjög hamingjusöm. Þau hafa fundið sálufélaga sinn hvort í öðru,“ var haft eftir innanbúðarmanni. Fann ástina á ný HAMINGJUSÖM Eva Longoria er trúlofuð kærasta sínum, Eduardo Cruz. Hann er bróðir Penelope Cruz. NORDICPHOTOS/GETTY Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er lítið hrifinn af tísku straumum þeim sem viðgangast meðal bresks hefðarfólks. Hann segir fötin óklæðileg og ósmekkleg. Í nýlegu viðtali var Lagerfeld spurður út í brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Kötu og kjólana sem gestirnir klæddust við það tilefni og sparaði hönnuðurinn ekki stóru orðin. „Léleg snið, ljótir hattar og allt of stutt pils á feitum fótleggjum. En konungs- fólkið er mikið í tísku í dag, ekki satt? Þetta er afturhvarf til gam- alla tíma. Fólki finnst þau spenn- andi,“ sagði Lagerfeld sem stýr- ir bæði hinum virtu tískuhúsum Chanel og Fendi auk eigin línu, Karl Lagerfeld. Gagnrýnir hefðarfólk GAGNRÝNINN Karl Lagerfeld er ekki vanur að sitja á skoðunum sínum. Hann er ekki hrifinn af tísku bresks hefðarfólks. NORDICPHOTOS/GETTY Vöruhönnuðurinn Sesselja Thorberg rekur ráðgjafar- fyrirtækið Fröken Fix, sem sérhæfir sig í innanhúss- og skipulagsráðgjöf fyrir heimilið. Fyrirtækið stofn- aði hún í fyrra og síðan þá hefur hún haft í nægu að snúast. Sesselja Thorberg hafði verið að gefa fólki ráð í nokkurn tíma en eftir að henni var sagt upp hjá arkitektastofu í kjölfar kreppunn- ar nýtti hún tækifærið og lét gaml- an draum rætast og stofnaði Frök- en Fix. Fyrirtækið hefur blómstrað síðan þá og nú hefur Sesselja ráðið til sín annan starfsmann og flutt sig í nýtt húsnæði. „Það kom mér á óvart hvað þetta hefur gengið rosalega vel, ég hef enn ekki getað tekið mér sumarfrí og það er full- bókað hjá mér næstu tvo mánuðina. Ég hef samt svo ofboðslega gaman af þessu að ég lít varla á þetta sem vinnu, þetta er mitt áhugamál og mín ástríða og fólk virðist ánægt, ég hef fengið þakkarbréf og faðm- lög frá viðskiptavinum,“ segir Sess- elja, sem hyggst þó taka sér gott og langþráð jólafrí. Hún segir viðskiptavini sína vera úr öllum stéttum þjóðfélagsins og verkefnin ólík. „Ég hef aðstoðað námsmann við að taka salernið sitt í gegn á ódýran og hagkvæman hátt og einnig endurhannað heilu herbergin fyrir efnameira fólk, þannig að verkefnin eru mörg og ólík,“ segir hún og bætir við að kreppan hafi ekki komið að sök, fólk vilji enn hafa fallegt í kring- um sig. „Konur fara enn og kaupa sér hælaskó eða fara í strípur og ég held að þetta sé bara spurning um hvort þú viljir eyða í heimilið eða eitthvað annað,“ segir hún að lokum. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér starf Sesselju betur er bent á heimasíðuna www.frokenfix.is. sara@frettabladid.is Fær faðmlög frá viðskiptavinum STÆKKAR VIÐ SIG Sesselja Thorberg vöruhönnuður rekur ráðgjafarfyrirtækið Fröken Fix. Fyrirtækið hefur blómstrað undanfarið ár og nú hefur hún bætt við sig starfsmanni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.