Fréttablaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 4
10. september 2011 LAUGARDAGUR4
þeirra
sem tóku
afstöðu
í könnuninni styðja ríkis-
stjórn Samfylkingar og Vinstri
grænna.
26,5%
KÖNNUN Innan við helmingur
þeirra sem tóku þátt í skoðana-
könnun Fréttablaðsins og Stöðvar
2 á fimmtudag, 48,8 prósent, sagð-
ist myndu kjósa einhvern þeirra
flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi.
Þetta bendir til þess að óánægja
með hefðbundna þingflokka sé
síður en svo á undanhaldi, enda
hlutfallið talsvert lægra en í síð-
ustu skoðanakönnunum.
Svo lágt svarhlutfall þýðir að
skekkjumörk í könnuninni eru
hærri en ella, og taka verður
niður stöðum hennar með fyrir-
vara. Þó vekur athygli að um 80
prósent svara könnuninni, svo um
30 prósent þeirra 800 sem hringt
var í eru ýmist óákveðnir, ætla að
kjósa aðra flokka, myndu sleppa
því að kjósa eða skila auðu.
Af þeim sem tóku afstöðu til
flokka sögðust 50,3 prósent styðja
Sjálfstæðisflokkinn. Stuðningur
við flokkinn eykst úr 44 prósent-
um í síðustu könnun Fréttablaðs-
ins, sem gerð var snemma í apríl.
Fengi Sjálfstæðisflokkurinn
svo mikið fylgi í kosningum fengi
hann hreinan meirihluta á þingi
með 33 þingmenn. Flokkurinn er
með 16 þingmenn í dag.
Fylgi Vinstri grænna virðist
samkvæmt könnuninni í frjálsu
falli. Flokkurinn nýtur samkvæmt
henni stuðnings 12,4 prósenta kjós-
enda. Stuðningurinn mældist 17,7
prósent í apríl, en flokkurinn fékk
stuðning 21,7 prósenta í síðustu
kosningum. Vinstri græn fengju
miðað við þetta sjö þingmenn, en
er með tólf í dag eftir afföll á yfir-
standandi þingi.
Stuðningur við Samfylkinguna
virðist minnka lítillega milli
kannana. Um 22,6 prósent segjast
myndu kjósa flokkinn nú, en hann
naut stuðnings 24,8 prósenta í síð-
ustu könnun. Samfylkingin fengi
Fáir taka afstöðu til flokka
Tæplega helmingur þeirra sem tóku þátt í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 styður einhvern af flokkun-
um fimm sem eiga fulltrúa á Alþingi. Ríflega helmingur þeirra sem taka afstöðu styður Sjálfstæðisflokkinn.
Aðeins rúmur fjórðungur þeirra sem afstöðu taka í skoðanakönnun
Fréttablaðsins og Stöðvar 2 segist styðja ríkisstjórn Samfylkingar-
innar og Vinstri grænna. Þrír af hverjum fjórum styðja ekki stjórnina.
Alls segjast 26,5 prósent styðja stjórnina, sem er lægra en hlutfall
þeirra sem segjast ætla að kjósa annan hvorn stjórnarflokkanna.
Um 73,5 prósent sögðust ekki styðja stjórnina.
Stuðningur við stjórnina hefur dalað mikið frá því í mars í fyrra.
Þá sögðust 38,9 prósent styðja stjórnina en 61,1
prósent studdi hana ekki.
Um 83,8 prósent stuðningsmanna Sam-
fylkingarinnar styðja stjórnina, og 88,2 prósent
stuðningsmanna Vinstri grænna. Staðan er
önnur meðal stuðningsmanna annarra flokka.
Aðeins 7 prósent stuðningsfólks Framsóknar-
flokksins styðja stjórnina, og 4,4 prósent þeirra
sem kjósa myndu Sjálfstæðisflokkinn ef kosið
yrði nú.
Spurt var: Styður þú núverandi ríkisstjórn?
Alls tóku 84,8 prósent afstöðu.
Þrír af fjórum styðja ekki ríkisstjórnina
Fylgi stjórnmálaflokkanna
Heimild: Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2
50
40
30
20
10
%
29,8
44,0
50,3
22,6
13,8
1,3
12,1
24,8
17,7
9,4
4,1
25
. a
pr
íl
20
09
28
. j
úl
í 2
00
9
15
. o
kt
. 2
00
9
7.
ja
nú
ar
2
01
0
18
. m
ar
s
20
10
23
. s
ep
t.
20
10
19
. j
an
. 2
01
1
24
. f
eb
. 2
01
1
6.
a
pr
íl
20
11
8.
s
ep
t.
20
11
Ko
sn
in
ga
r
23,7
21,7
14,8
7,2
miðað við þetta 14 þingmenn, en er
með 20 í dag.
Hreyfingin mælist nú með 1,3
prósenta fylgi, samanborið við
4,1 prósent í apríl. Það myndi
ekki skila flokknum neinum þing-
manni, en hann hefur þrjá þing-
menn í dag.
Stuðningur við Framsóknar-
flokkinn eykst á milli kannana, og
mælist nú 13,8 prósent. Í könnun
í apríl mældist fylgi flokksins 9,4
prósent. Miðað við þessa niður-
stöðu fengi Framsóknarflokkurinn
9 þingmenn, sama fjölda og hann
er með í dag, eftir að Guðmund-
ur Steingrímsson alþingismaður
sagði sig úr flokknum.
Umræður um nýtt framboð Guð-
mundar og skoðanasystkina hans
virðast lítil áhrif hafa haft enn
sem komið er, og segist lítið brot
þeirra sem afstöðu tóku ætla að
kjósa aðra flokka.
Hringt var í 800 manns fimmtu-
daginn 8. september. Þátttakend-
ur voru valdir með slembiúrtaki
úr þjóðskrá. Svarendur skiptust
jafnt eftir kyni, og hlutfallslega
eftir búsetu og aldri.
Spurt var: Hvaða lista myndir
þú kjósa ef gengið yrði til kosn-
inga í dag? Ef ekki fékkst svar
var spurt: Hvaða flokk er líkleg-
ast að þú myndir kjósa? Ef ekki
fékkst svar var að lokum spurt:
Er líklegra að þú myndir kjósa
Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern
annan flokk? Alls tóku 48,8 pró-
sent afstöðu. brjann@frettabladid.is
Styður þú
ríkisstjórn-
ina?
Já
26,5%
Nei
73,5%
Kannastu við óöryggi, að hafa áhyggjur af áliti annarra, að
forðast félagslegar aðstæður eða að draga þig í hlé?
Þá er þetta námskeið fyrir þig!
Kvíðameðferðarstöðin, í samstarfi við Stofuna - sálfræðiþjónustu,
stendur fyrir 12 vikna námskeiði við félagskvíða unglinga. Unnið er
markvisst að því að draga úr kvíða og óöryggi um leið og áhersla
er lögð á þjálfun í félagsfærni, ákveðni, lausn vandamála og
auknu sjálfstrausti. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku foreldra, m.a. er
foreldrum boðin fræðsla og handleiðsla þeim að kostnaðarlausu
samhliða námskeiðinu.
Skráningar og fyrirspurnir: símar 5340110, 8487619 og 8625572, kms@kms.is
Nánari upplýsingar: www.kms.is
LÁTTU Í ÞÉR
HEYRA!
Námskeið fyrir unglinga með
félagskvíða hefst 28. september
Umsjón:
Hrund Þrándardóttir og
Margrét Birna Þórarinsdóttir, sálfræðingar
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
31°
29°
23°
20°
27°
29°
20°
20°
28°
24°
31°
27°
31°
17°
28°
21°
16°
Á MORGUN
10-18 m/s.
MÁNUDAGUR
10-18 m/s.
6
6
5
5
6
3
10
10
10
9
7
4
7
5
8
7
5
3
5
6
10
5
17
6
6
7
13
11
7 6
8
11
14
BJART OG FALLEGT
Bjart víðast hvar á
landinu í dag og
skaplegt veður fyrri
partinn. Hvasst við
suðausturströndina
í fyrstu en vaxandi
norðaustanátt ann-
ars staðar er líður
á daginn. Ákveðin
norðaustan átt
næstu daga með
vætu einkum
austan til en þurrt
vestra.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
DÝRALÍF Brandugla leit við um
borð hjá Valbirni ÍS í vikunni
þegar hann var á rækjuveiðum
við Öxarfjörð. Uglan flakkaði á
milli skipa á svæðinu og staldr-
aði stutt. Frá þessu var greint á
fréttavef Bæjarins besta.
Finnbjörn Elíasson skipstjóri
segir uglur um borð sjaldgæfa
sjón. „Fálkar koma stundum, en
það er sjaldan að við fáum uglur.
En hún var falleg, greyið,“ segir
hann. „Hún kom og settist fyrst
á annað skip og var þar mynduð
í bak og fyrir. Svo kom hún til
okkar og leyfði okkur að mynda
sig áður en hún flaug burt.“ - sv
Sjaldgæf sjón á skipi:
Brandugla um
borð í Valbirni
BRANDUGLAN Í VALBIRNI Uglan sveim-
aði á milli skipa og leyfði áhöfnunum að
mynda sig í bak og fyrir.
MYND/FINNBJÖRN ELÍASSON
DÓMSMÁL Réttarhöldin í hand-
rukkunarmálinu gegn tveimur
liðsmönnum vélhjólagengisins
Black Pistons tóku óvænta stefnu
í gær þegar halda átti áfram
aðal meðferð þess í Héraðsdómi
Reykjavíkur. Í ljós kom að fórnar-
lambið hafði bendlað þriðja mann-
inn við hrottafengna árás á sig og
hefur ákæra verið gefið út á hend-
ur honum vegna málsins.
Þriðji maðurinn er rétt tæplega
sautján ára, og var áður á lista
yfir vitni í málinu. Vitað var að
hann hefði verið viðstaddur árás-
ina á heimili eins hinna ákærðu,
Ríkharðs Júlíusar Ríkharðssonar,
forsprakka Black Pistons.
Í vikunni tók lögregla enn eina
skýrsluna af fórnarlambinu, og
bar það þá til tíðinda í framburði
þess að árásarmönnunum hafði
fjölgað úr tveimur í þrjá; sá ungi
sem áður hafði bara fylgst með
árásinni var skyndilega orðinn
þátttakandi.
Hann var í kjölfarið hand tekinn
og yfirheyrður og hefur, sam-
kvæmt heimildum Frétta blaðsins,
gengist við að hafa tekið einhvern
þátt í árásinni. Ekki hefur náðst í
piltinn til að birta honum ákæruna.
Fyrirhugað er að aðalmeðferðin
haldi áfram að viðbættum hinum
nýja sakborningi 12. október. - sh
Réttarhöld í handrukkunarmáli Black Pistons-manna taka óvænta stefnu:
Unglingur bætist í hóp ákærðu
MÆTA Í DÓM Ríkharð Júlíus Ríkharðs-
son og Davíð Freyr Rúnarsson eru ekki
lengur einu sakborningarnir í málinu.
Ranghermt var í blaðinu í gær að
Magnús Scheving hefði selt hlut sinn í
Latabæ. Hið rétta er að Magnús hefur
ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði
Melsteð, lagt hlut sinn að fullu inn í
nýtt félag sem þau eiga ásamt Turner
Broadcasting System. Engin peninga-
greiðsla kemur fyrir en þau geta selt
hlut sinn að þrem til fjórum árum
liðnum, að uppfylltum skilyrðum.
ÁRÉTTING
VIÐSKIPTI HF Verðbréf hafa auglýst
allt stofnfé Sparisjóðs Norðfjarðar
til sölu. Söluferlið er opið fjár-
festum sem uppfylla hæfniskilyrði
laga um verðbréfaviðskipti.
Stofnfé Sparisjóðs Norðfjarðar
var 625,8 milljónir í lok árs 2010
og er fjöldi stofnfjáraðila 86.
Bankasýsla ríkisins fer með hlut
ríkissjóðs í sparisjóðnum en hann
nemur 49,5 prósentum af stofnfé.
Heildareignir sparisjóðsins voru
metnar á um 5,223 milljarða króna
í lok árs 2010. Var eiginfjárhlutfall
hans 20,3 prósent. - mþl
HF Verðbréf annast söluferlið:
Selja Sparisjóð
Norðfjarðar
GENGIÐ 09.09.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
217,9881
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
116,51 117,07
185,63 186,53
160,72 161,62
21,579 21,705
21,393 21,519
18,116 18,222
1,4983 1,5071
183,55 184,65
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is