Fréttablaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 83
LAUGARDAGUR 10. september 2011 47 Flugvirkjun Flugskóli Íslands/Tækniskólinn og Lufthansa Resource Technical Training bjóða nýtt nám í flugvirkjun. Leyfi og viðurkenning náms er á vegum Lufthansa Resource Technical Training, sem er viðurkenndur þjálfunaraðili, Part 145. Námið er viðurkennt af íslenskum flugmála- yfirvöldum. Kennt er í tvær annir í staðbundnu námi og fjarnámi. Að loknu námi, gefst nemendum kostur á að sækja um að fara í starfsþjálfun hjá viðurkenndu viðhaldsfyrirtæki. Námið hefst með staðbundinni lotu 14. nóvember. Kynningafundur verður í Flugskóla Íslands Bæjarflöt 1-3, mánudaginn 12. september kl. 20:00. Allar nánari upplýsingar eru hjá Flugskóla Íslands á flugskoli.is eða í tölvupóst á flugvirki@flugskoli.is. www.flugskoli.is Vertu vinur okkar á facebook, www.facebook.com/flugskoli Tónleikar ★★★ Þriðji píanókonsert Rakmaninoffs og fimmta sinfónía Sjostakóvitsj Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. Eldborgarsalur Hörpu Oft glæsilegt Þeir eru margir píanókonsertarnir sem gera miklar kröfur til einleikarans. En Everestfjallið í píanóheiminum er líklega þriðji konsertinn eftir Rakmaninoff. Hann er svínslega erfiður. Ofurhraðar, flóknar nótnarunur eru óteljandi; heljar- stökkin eftir hljómborðinu eins og áhættuatriði í geimtrylli. Konsertinn hefur verið fluttur nokkrum sinnum á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Hann fékk að hljóma enn á ný á upphafstónleikum vetrarins núna í vikunni. Að þessu sinni var Víkingur Heiðar Ólafsson í einleiks- hlutverkinu, en stjórnandi Vladimir Ashkenazy. Ashkenazy er sjálfur hættur að spila á píanó, en hann var óumdeilanlega einn mesti píanóleikari heims. Ef ég man rétt eru til þrjár mismunandi upptökur á plötum með honum þar sem hann spilar þriðja konsertinn eftir Rakmaninoff. Þær eru hver annarri magnaðri. Að leika einleik í þessum konsert, þar sem hljómsveitarstjórinn er slíkt ofur- menni, og gera það skammlaust, er afrek í sjálfu sér. Víkingur var með langflest á hreinu, allskyns tækniatriði voru prýðilega af hendi leyst. Hann lék skýrt og af öryggi. Margt í öðrum kaflanum var flott og ofsafenginn hraði síðasta kaflans var aðdáunarverður. Það var samt ekki allt sannfærandi. Þótt túlkunin hafi vissulega skartað töfrandi augnablikum var hún býsna dauf í það heila í fyrri hluta verksins. Stígandin hefði oft mátt vera markvissari. Flutningurinn var dálítið svarthvítur, ýmist algerlega innhverfur eða allt var á fullu. Fyrir bragðið gerðist ekki nóg í tónlistinni. Heildaryfirbragðið var svo litlaust. Það vantaði spennuna sem myndast þegar listamaðurinn leyfir frásögninni í tónlistinni að byggjast upp í trylling – án þess að flýta sér að gera það. Útkoman var mun betri eftir því sem á leið. Segja má að Víkingur hafi virkilega komist í gang í seinni hluta konsertsins. Þá var líka gaman! Hitt verkið á efnisskránni, fimmta sinfónían eftir Sjostakóvitsj, var almennt betur heppnað. Ashkenazy nær einstaklega vel að segja sögu í tónum, og í rússneskri tónlist er hann á heimavelli. Í þessu verki er dramatíkin allsráðandi, frá afar þunglyndislegum ládeyðuköflum upp í rafmagnaða hápunkta. Hljóm- sveitin spilaði af fagmennsku, strengirnir voru flottir, málm- og tréblásturinn hnitmiðaður, og allt annað eins og best verður á kosið. Samhljómurinn var líka fallegur og ég dáðist sérstaklega að bassalínunum, sem komu sérlega vel út. Helst mátti finna að því að undiraldan í rólegu köflunum var ekki nógu ógnandi. Túlkunin var ef til vill of stílhrein, Ashkenazy vissi nákvæmlega hvað hann vildi og hann kom því fumlaust til skila. En af of mikilli skynsemi. Fyrir bragðið greip tónlistin mann ekki. Jónas Sen Niðurstaða: Ég hef farið á skemmtilegri tónleika um ævina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.