Fréttablaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 102
10. september 2011 LAUGARDAGUR66 Öryggi í samskiptum -námskeið við félagsfælni Hef opnað stofu í Domus Medica sem sjálfstætt starfandi heimilislæknir. Opið verður fyrir nýskráningar sjúklinga í takmarkaðan tíma. Tímapantanir í síma 5631038 Lárus Þór Jónsson Vox academica óskar eftir söngfólki, körlum og konum, í allar raddir. Megin verkefni vetrarins eru veraldleg og kirkjuleg tónlist frá endurreisnartímanum á haustmisseri og Messa í G dúr e. Poulenc á vormisseri. Áhugasamir hafi samband við kórstjóra, Egil Gunnarsson, s. 659-4888, eða egill@skoli.eu PERSÓNAN „Þetta er mikill heiður,“ segir myndlistarmaðurinn Katrín Sigurðar dóttir. Metropolitan-safnið í New York hefur keypt listaverk henn- ar Boiserie sem var sett þar upp á síðasta ári. Metropolitan er eitt stærsta listasafn heims og því um mikla upphefð fyrir Katrínu að ræða. Ekki er vitað til þess að safnið hafi áður keypt verk eftir Íslending. „Þetta er eins góð útkoma og nokkur getur óskað sér þegar safn hefur áhuga á verkinu manns. Sér- staklega safn eins og hér um ræðir sem geymir marga af mikilvæg- ustu listmunum og listaverkum sem mannkynssagan geymir,“ segir Katrín. Hún sýndi tvö verk í safninu undir yfirskriftinni Boiseries og voru þau sérstaklega unnin fyrir safnið. Sýningin sjálf hét Katrin Sigurdardottir at the Met. Katrín, sem er búsett í New York og í Reykjavík, er þekkt fyrir endur gerð og túlkun á stöðum, bæði raunverulegum og ímynduðum. Innsetningar hennar á safninu voru endurgerðir í fullri stærð á tveim- ur frönskum herbergjum frá 18. öld sem eru varðveitt í Metropolitan- safninu. Spurð um hvers vegna hún ákvað að endurgera herbergin segir Katrín: „Við það að fá tækifæri til að sýna í þessu safni var mjög eðli- legt að maður beindi sjónum sínum að safninu sjálfu og öllum þessum stórkostlegu listaverkum sem eru þar. Að velja þessi herbergi hefur líka töluvert með það að gera að mitt áhugasvið liggur mjög oft í stöðum og staðsetningum. Það er þess vegna sem ég valdi að endur- gera þessi herbergi frekar en að endurgera málverk, búninga eða postulínsstyttur.“ Katrín vill ekki gefa upp hvað Metropolitan borgaði fyrir lista- verk hennar en síðasta fimmtudag spjallaði hún við gesti Listasafns Reykjavíkur um sýninguna í New York ásamt Anne L. Strauss, sýn- ingarstjóra Metropolitan. Rúmlega 173 þúsund gestir komu að sjá sýningu Katrínar í Metropolitan-safninu sem er magnaður árangur og ólíklegt að nokkur annar Íslendingur hafi fengið jafnmarga á einkasýningu sína. Sýningin stóð yfir frá október í fyrra þangað til í júní síðastliðn- um. Fjölmiðlar fóru afar fögr- um orðum um Katrínu og verkið hennar, þar á meðal The New York Times, The New Yorker og tíma- ritið Artforum. freyr@frettabladid.is KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR: EINS GOTT OG NOKKUR GETUR ÓSKAÐ SÉR Metropolitan-safnið keypti listaverk Katrínar Sigurðar SELDI TIL METROPOLITAN Myndlistarmaðurinn Katrín Sigurðardóttir hefur selt verk sitt Boiserie til Metropolitan-safnsins í New York. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BOISERIE Verkið sem Metropolitan-safnið keypti af Katrínu. „Við viljum gefa þjóðinni tækifæri til að segja hvaða lagahöfunda hún vill fá,“ segir Þórhallur Gunnarsson. Landsmönnum gefst í fyrsta skipti kostur á því að tilnefna þann tónlistarmann sem þeir vilja sjá í Söngva- keppni Sjónvarpsins en Þórhallur fer fyrir nefnd sem er að endurskoða hana. Fyrirkomulagið á keppninni í ár verður breytt. Ekki verður kosið á milli laganna í undankeppnum eins og undanfarin ár held- ur fara þau beint í einn stóran úrslitaþátt. Þau verða hins vegar frumflutt í sérstökum undanþáttum. RÚV er þegar byrjað að aug- lýsa eftir lögum en þau verða að hafa borist á geisladiski þann 10. október. Rás 2 stendur síðan fyrir áðurnefndri könnun og í kjöl farið mun RÚV fara þess á leit við við komandi aðila að þeir semji lag. Þórhallur vonast til að listamenn taki vel í þá bón. „Það hlýtur að vera eftirsóknarvert að semja lag sem er spilað á laugardagskvöldi fyrir alla þjóðina í beinni útsendingu.“ Ekki er þó komið á hreint hversu mörg lög RÚV hyggst fá eftir þessari leið. Og Þórhallur bendir á að lögin sem hafi verið samin fyrir Söngvakeppnina undanfarin ár hafi mörg hver öðlast sjálfstætt líf þrátt fyrir að hafa ekkert endilega sigrað sjálfa keppnina. Enda eigi það að vera aukaatriði, aðalatriðið sé að fá sem flest og best íslensk lög úr ólíkum áttum. „Menn eiga að sjá hana sem tækifæri fyrir sig til að koma lögum sínum á framfæri.“ - fgg Engar undankeppnir í Eurovision BREYTT FYRIRKOMULAG Þórhallur Gunnarsson vonast til að hægt verði að lokka bestu tónlistarmenn landsins til að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Það voru Vinir Sjonna sem unnu keppnina í fyrra. Stephan Stephensen úr hljómsveitinni Gus Gus, öðru nafni President Bongó, er nýjasti liðs- maður Knattspyrnufélagsins Mjaðmar sem er skipað ýmsum landsþekktum lista- spírum. Bongó hefur æft með félaginu að undanförnu og þykir hafa sýnt fína takta, enda taktfastur maður með eindæmum. Fyrir í KF Mjöðm er félagi hans úr Gus Gus, Högni Egilsson, sem nýlega gekk til liðs við sveitina. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta er þá bara þáttur sem stendur undir nafni, týnda kynslóðin er þá bara fundin,“ segir Pálmi Guð- mundsson, framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs 365 miðla. Skemmtiþátturinn Týnda kynslóðin, sem þau Björn Bragi Arnarsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir stýra, tók við af Sveppa og Audda á föstudagskvöldum í vetur á Stöð 2. Mikið hefur verið lagt í þáttinn en áhorfið hefur ekki náð þeim hæðum sem búast mátti við. Samkvæmt síðustu fjölmiðlakönnun Capacent Gallup mældist þátturinn með 9,3 prósent áhorf í aldurs hópnum 12-80 ára en náði ekki inn á lista hjá aldurshópnum 12-49 ára. Það eru því frekar eldra fólkið sem horfa á unga fólkið. „Það er auðvitað bara þannig að áhorfendur eru að skila sér úr fellihýsunum þannig að það er allt- of snemmt að dæma áhorfið,“ segir Pálmi sem hefur mikla trú á þættinum. „Eftir tvær vikur verðum við komin með betri mynd á þetta,“ segir Pálmi. - fgg Týnda kynslóðin fundin FYRIR ELDRA FÓLKIÐ Það er frekar eldra fólkið sem horfir á Týndu kynslóðina með þeim Birni Braga og Þórunni Antoníu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Karen Björk Björgvinsdóttir Aldur: Þrítug. Starf: Danskennari. Fjölskylda: Eiginmaður og barn. Búseta: 210. Stjörnumerki: Hrútur. Karen er meðal dómara í nýjum dans- þætti í Ríkissjónvarpinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.