Fréttablaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 22
10. september 2011 LAUGARDAGUR22
Jörundur: „Leikararnir koma mjög
snemma inn í ferlið og þetta tekur allt
sinn tíma, en það er nauðsynlegt ef það
á að gera hlutina vel.“
Jóhann Ævar: „Á einhverjum tíma-
punkti var ein af hugmynd af mörgum
sú að láta Bjarnfreðarson, kvikmyndina
sem kom í kjölfarið á Vaktaþáttunum,
enda á geðdeild þar sem Georg hefði
verið vistaður. Myndin endaði öðruvísi
að lokum, en hugmyndin var það góð að
hún lifnaði við, varð afleggjari og í raun
rótin að Heimsendi.“
Jörundur: „Svo sagði Jón Gnarr
okkur líka margar sögur af því þegar
hann starfaði á geðdeild, meðal annars
í Arnarholti en líka á Kópavogshæli og
víðar. Við söknum Jóns auðvitað því
hann er ótrúlega frjór og skemmtileg-
ur maður að vinna með, en ferlið gekk
mjög vel án hans og við erum mjög
ánægðir með þættina. Þetta er frekar
stór og mikil framleiðsla með fullt af
leikurum og starfsliði og allir virtust
hreinlega vera í toppformi.“
Skrýtnir hlutir
Er hægt að setja Heimsendi í ákveðinn
flokk sjónvarpsefnis?
Jóhann Ævar: „Mér finnst dálítið ljótt
að setja ákveðinn miða á þessa þætti.
Ég hugsa að þeir feti svipaða línu og
Vaktaþættirnar á þann hátt að þarna
eru einstaklingar sem gera skrýtna
hluti.“
Jörundur: „Það er erfitt að skilgreina
Heimsendi sem gamanþætti þótt í þeim
sé vissulega húmor. Ætli það sé ekki
best að kalla þetta spennuþætti?“
Jóhann Ævar: „Jú, enda tókum við
mið af fyrstu Die Hard-myndinni. Það
eru skýr tengsl milli Bruce Willis og
Péturs Jóhanns, enda eru þeir alveg
eins. Tvífarar.“
Þættirnir
endurspegla
alls ekki
lífið á
geðdeild í
dag. Sumir
halda því
fram að
geðdeildir, í
þeirri mynd
sem við
þekkjum
þær í dag,
verði horfn-
ar eftir tíu
ár.
H
eimsendir er nafnið
á nýrri þáttaröð sem
hefur göngu sína á
Stöð 2 í næsta mánuði.
Vaktagengið svokall-
aða stendur að þátt-
unum og semur handritið, þeir Ragn-
ar Bragason leikstjóri, Jóhann Ævar
Grímsson handritshöfundur og leikar-
arnir Jörundur Ragnarsson og Pétur
Jóhann Sigfússon, að undanskildum
borgarstjóranum Jóni Gnarr sem hefur
haft öðrum hnöppum að hneppa síð-
ustu mánuði. Blaðamaður settist niður
með þeim Jörundi og Jóhanni Ævari og
fræddist um gerð Heimsendis.
Nokkurs konar endastöð
Hvert er umfjöllunarefni Heimsendis?
Jóhann Ævar: „Í stuttu máli fjallar
Heimsendir um afskekkta geðdeild úti
á landi sem heitir Heimsendi, en er
kölluð Heimsendir af þeim sem líta ver-
öldina dekkri augum en aðrir. Á geð-
deildinni er mikið úrval af áhugaverðu
fólki, bæði vistmönnum og starfsfólki,
og stundum er erfitt að greina mun á
því hvort er hvað. Inn í þessa kreðsu
kemur nýr vistmaður, Einar, sem leik-
inn er af Halldóri Gylfasyni. Einar er
allt annað en sáttur við að vera nauð-
ungarvistaður á geðdeildinni eftir
alvarlegt taugaáfall og byrjar að gera
athugasemdir við starfshættina og
umhverfið. Þessar athugasemdir Ein-
ars leiða aftur til byltingar á Heims-
enda, þar sem vistmennirnir taka yfir
hælið. Bókstaflega.“
Jörundur: „Öll sagan á sér stað á
nokkrum dögum um og í kringum
verslunarmannahelgina árið 1992 og
inn í hana fléttast svo margar aðrar
sögur. Áhorfendur fá að kynnast ansi
mörgum persónum náið, bæði starfs-
fólki og vistmönnum.“
Jóhann Ævar: „Við reynum eftir
fremsta megni að forðast klisjur í
framsetningunni á vistmönnunum. Það
var atriði sem skipti okkur miklu máli
persónulega. Að þetta væru ekki sjúk-
dómar með nöfn heldur fólk af holdi og
blóði með sínar baksögur, minningar og
innra líf. Þetta eru vistmenn á geðdeild
og kynlegir kvistir, en á sama tíma eru
þetta manneskjur.“
Jörundur: „Helsta ástæða þess að
Einar, nýi vistmaðurinn, er ósáttur við
að vera sendur á Heimsenda er sú að
þessi geðdeild er umtöluð sem nokk-
urs konar endastöð. Tökur á þáttunum
fóru fram í Arnarholti, geðdeild sem
var lokað fyrir nokkrum árum. Arnar-
holt hafði þetta orðspor á sér og sagt
var að þegar einhver færi þangað væri
engin von fyrir hann lengur. Við töl-
uðum við marga sem höfðu verið vist-
menn í Arnarholti og þeir staðfestu að
umtalið hefði verið á þann hátt.“
Reynum að forðast klisjur
Hefur einhver ykkar starfað á geðdeild?
Jörundur: „Nei, en það tók okkur
níu mánuði að skrifa handritið og þar
af tvo mánuði eingöngu í rannsóknar-
vinnu. Við töluðum við fjölda fólks,
lækna og fyrrverandi og núverandi
starfs- og vistmenn og fleiri, til að
kynnast þessum heimi frá sem flestum
hliðum. Allir voru fúsir til að spjalla og
veita okkur upplýsingar. Eini veggur-
inn sem ég rakst á var þegar ég sóttist
eftir því að fá að fara inn á geðdeild og
virða fyrir mér starfið og daglegt líf í
návígi. Það hefði verið hægt fyrir tutt-
ugu árum en ekki lengur, sem er mjög
skiljanlegt. Reglurnar hafa breyst og
einkalíf vistmanna hefur verið sett í
öndvegi.“
Jóhann Ævar: „Við reyndum að
fræðast um eins margt og við mögu-
lega gátum, til að mynda sjúkdóms-
greiningar, lyfjagjafir og þau áhrif
sem geðsjúkdómar hafa á fjölskyldur
vistmanna. Þetta er mjög víðfeðmt við-
fangsefni. Öll höfum við haft kynni af
einhverjum sem á við geðræn vanda-
mál að stríða. Í vikunni las ég til dæmis
frétt um að fjörutíu prósent allra
Evrópu búa þjáist af geðsjúkdómi ein-
hvern tímann um ævina. Það vekur upp
spurningar um hversu óeðlilegir geð-
sjúkdómar eru í raun, hvort þeir séu
ekki hreinlega hluti af eðlilegu lífi og
hvort ekki þurfi að færa viðbrögðin við
þeim í eðlilegt horf til að skilja þessa
sjúkdóma á öðrum grundvelli.“
Rödd framtíðar frá Danaveldi
Hvers vegna gerast þættirnir árið 1992?
Jóhann Ævar: „Það eru ýmsar ástæð-
ur fyrir því. Til að mynda er þægilegra
að hún gerist í fortíðinni þar sem ekk-
ert internet, GSM-símar og slíkt eru
til staðar til að skemma fyrir ákveð-
inni einangrun sem sagan þarfnast, en
líka sú staðreynd að það hefur rosalega
margt breyst í geðheilbrigðismálum á
þessum stutta tíma.“
Jörundur: „Eftir þetta komu aðrar
áherslur og nýjar aðferðir. Nú til dags
hafa vistmenn líklega öllu meira um
meðferðir sínar að segja. Þættirnir
endur spegla alls ekki lífið á geðdeild í
dag. Sumir halda því fram að geð deildir,
í þeirri mynd sem við þekkjum þær í
dag, verði horfnar eftir tíu ár.“
Jóhann Ævar: „Áður var einangrun
talin hjálpa mikið en núna er áherslan á
þátttöku í samfélaginu. Maður er manns
gaman og við læknum hvert annað, þótt
auðvitað séu tilfellin mismunandi og
varasamt að alhæfa um þessi mál.“
Jörundur: „Ein persóna í þættinum,
Lúðvík, sem leikin er af Pétri Jóhanni
Sigfússyni, er einmitt hlynntur þeirri
aðferð að leyfa vistmönnum að aðlagast
samfélaginu. Hann er iðjuþjálfi, mennt-
aður frá Danmörku, og töluvert fram-
sæknari en samstarfsmennirnir á
Heimsenda. Nokkurs konar rödd fram-
tíðarinnar á þeim tíma.“
Jóhann Ævar: „Lúðvík er líka að berj-
ast á mörgum vígstöðum. Hann vinnur
með fyrrverandi eiginkonu sinni, henni
Sólveigu sem Nína Dögg Filippus dóttir
leikur, og fjórtán ára dóttur þeirra lang-
ar mun frekar til Eyja um verslunar-
mannahelgina en að vera með pabba
sínum á geðdeild.“
Jörundur: „Persónan sem ég leik,
Margeir, er rúmlega þrítug. Hann
hefur verið á geðdeild meira og minna
síðan á unglingsárum og þekkir fátt
annað. Hann á erfitt með að átta sig á
hver hann er eða hver hann á að vera og
hermir mikið eftir fólki.“
Hugmynd sem lifnaði við
Hvernig var handritgerð og persónu-
sköpun í Heimsendi háttað?
Jóhann Ævar: „Kjarnahópurinn, ég,
Jörundur, Ragnar og Pétur Jóhann,
vinnum saman að söguþræðinum,
vinnum rannsóknarvinnu og slíkt, og
þegar grunnur er kominn að atburðarás
og persónum hittum við leikarana. Þeir
bæta við og persónurnar vaxa til muna
í samvinnu við þá.“
Ekki sjúkdómar með nöfn
Vaktagengið svokallaða, að undanskildum Jóni Gnarr, ber ábyrgð á Heimsendi, nýrri þáttaröð sem gerist á geðdeild og hefur göngu
sína á Stöð 2 í október. Kjartan Guðmundsson ræddi við þá Jörund Ragnarsson og Jóhann Ævar Grímsson um gerð þáttanna.
MANNVAL Fríður hópur leikara fer með hlutverk í Heimsendi, þeirra á meðal Halldór Gylfason,
Pétur Jóhann Sigfússon, Jörundur Ragnarsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Brynhildur
Guðjónsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson og þær Nína Dögg Filippusdóttir og
Bára Lind Þórarinsdóttir, sem hér sjást í hlutverkum sínum.
LANGUR UNDIRBÚNINGUR Það tók Jörund og Jóhann Ævar, ásamt leikstjóranum Ragnari Bragasyni og leikaranum Pétri Jóhanni Sigfússyni, níu mánuði að semja
handritið að Heimsendi. þar af fóru tveir mánuðir í rannsóknarvinnu og viðtöl við vistmenn og starfsfólk geðdeilda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA