Fréttablaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 72
10. september 2011 LAUGARDAGUR36
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
5
62
02
0
9/
11
* Innifalið: Flug með Icelandair ásamt flugvallarsköttum, gisting í tvíbýli á Hótel Absalon í 3 nætur með morgunverði, akstur til/frá flugvelli og á hótel ásamt
öllum öðrum akstri, skoðunarferð um gamla bæinn með Sigrúnu Gísladóttur, 1 aðgöngumiði í Tívolí , „julefrokost” á Kronborg og sigling um síkin með
Jazzbandi Michael Böving.
KAUPMANNAHÖFN
AÐVENTUFERÐIR
FYRIR ELDRI BORGARA
VERÐ 99.900 KR.*
Á MANN Í TVÍBÝLI
(AUKAGJALD FYRIR
EINBÝLI: 13.400 KR.)
Við ætlum að komast í sannkallaða danska
jólastemningu í aðventuferð eldri borgara til
Kaupmannahafnar 27. til 30. nóvember.
Icelandair skipuleggur ferðina í samstarfi við
Landssamband eldri borgara, Emil Guðmunds-
son og Hótelbókanir í Kaupmannahöfn. Þetta
verða fjórir indælir dagar þar sem við skoðum
okkur um í borginni og upplifum eitt og annað
skemmtilegt undir fararstjórn Emils
Guðmundssonar.
+ Bókanir á www.icelandair.is/hopar (númer
hópsins er 1344) og nánari upplýsingar hjá
hópadeild Icelandair í síma 50 50 406 eða
með því að senda tölvupóst á
hopar@icelandair.is
+ Athugið að félögum Vildarklúbbs Icelandair
stendur til boða að nota 15.000 Vildarpunkta
sem 10.000 kr greiðslu upp í pakkaferð.
Sjónarhorn
Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson
MEYPRINSESSA SPENGILEG … grimm, á köflum banvæn, orti Steinunn Sigurðardóttir um Heklu sem blasir
hér við þessum túnfífli frá bökkum Þjórsár. Deilt er um hvort virkja skuli við Neðri-Þjórsá en ef af því verður fara
fífillinn og umhverfi hans undir vatn.
Fyrir réttum 20 árum, hinn 10.
september árið
1991, gaf hljóm-
sveitin Nirvana
út fyrstu smáskíf-
una af væntan-
legri plötu sinni,
Nevermind. Það
var fyrsta plata
hljómsveitarinn-
ar eftir að hún
skrifaði undir
samning við risa-
útgáfuna Geffen,
en sveitin hafði
áður getið sér
gott nafn innan
hinnar blómlegu
tónlistarsenu í
kringum Seattle-
borg.
Lagið, Smells Like Teen Spirit, var í fyrstu ekki talið ýkja líklegt til
vinsælda, heldur ákjósanleg upphitun fyrir „alvöru hittarann“ Come
as You Are sem átti að koma úr nokkru síðar.
Raunveruleikinn varð þó annar því að Teen Spirit tók tónlistar-
heiminn með þvílíku trompi að sjaldan hefur annað eins sést.
Á nokkrum vikum jókst spilun lagsins stöðugt um allt land, og ekki
skemmdu vinsældir myndbandsins, sem MTV spilaði eins og tilvera
stöðvarinnar lægi við.
Velgengni lagsins varðaði leið fyrir aðra „jaðartónlistarmenn“ og
fylgdu ótal fleiri Seattle-sveitir í kjölfarið, svo sem og Pearl Jam,
Soundgarden og Alice in Chains, svo fáeinar séu nefndar.
Lagið sjálft var samið einungis nokkrum vikum áður en upptökur
á Nevermind hófust. Kurt Cobain samdi lagið með vísvitandi sterkri
skírskotun til sveitarinnar Pixies, þar sem erindin eru lágstemmd en
allt sett í botn í viðlögunum. Félagar hans í sveitinni, Krist Novoselic
og Dave Grohl, hjálpuðu honum að fínslípa lagið og er það því eina
lagið á plötunni sem þeir eru allir skráðir fyrir.
Nafn lagsins er þannig til komið að vinkona Cobains skrifaði á her-
bergisvegg hans, „Kurt smells like Teen Spirit“ og vísaði þar til nafns
á svitalyktareyði. Kurt misskildi brandarann en fannst frasinn passa
vel við lagið og lét af verða.
Ekki þarf að fjölyrða um framhaldið. Þegar komið var fram á
næsta ár var Nirvana orðin ein vinsælasta hljómsveit heims og seldi
milljónir eintaka af Nevermind og næstu plötum sínum, In Utero og
Unplugged in New York. Velgengnin varð þó ekki til að sefa innri
djöfla Cobains, sem barðist árangurslaust við eiturlyfjafíkn. Hann
svipti sig síðan lífi árið 1994 en lifir áfram sem ein af goðsögnum
rokksögunnar. Þó að fæstum hörðustu aðdáendum Nirvana finn-
ist Smells Like Teen Spirit skara fram úr lendir lagið jafnan í efstu
sætum þegar útbúnir eru listar yfir bestu rokklög allra tíma. - þj
Í ÞÁ TÍÐ: Árið 1991
Smells Like Teen Spirit skýtur
Nirvana upp á toppinn
Straumhvörf í rokksögu Bandaríkjanna með útkomu smáskífunnar.