Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 9

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 9
sinnum minni heldur en Gísli Árni. Við settum í hann 90—100 lestir, en Gísli Árni ber allt að 550 lestum.“ Berdreyminn — þægilegt að vita um aflabrögðin fyrirfram. Á þesum árum og jafnvel enn í dag heyrast sögur um yfirnáttúrlega hæfi- leika Eggerts til að finna fiskinn í haf- djúpinu. Drýgstu aðstoðina á hann að fá í gegnum drauma. „Ekki veit ég hvort draumarnir hafa orðið mér beinlínis til hjálpar við fiskleitina, en ég er ber- dreyminn og það er óneitanlega þægi- legt og gerir lifið léttara að vita að afli er framundan. Einu sinni man ég þó eftir að draumur hefur beinlínis bent mér hvert átti að halda. Það var þegar ég reri mína fyrstu sjóferð sem skip- stjóri á línu. Mig dreymdi stefnuna, sá á áttavitann, aust-norðaustur af Garð- skaga. Við rótfiskuðum, og gaman var að koma 1 höfn með drjúgan afla í frumrauninni sem skipstjóri." Draumur stýrimannsins kom honum á sporið. Ekki kann Eddi neina skýringu á því hvað veldur berdreyminni, nema helst að hugurinn sé svo einskorðaðuru við starfið, að undirvitundin tekur til starfa strax og hann festir blund, en hann fer ekki einungis eftir sínum eigin draum- um, heldur líka annarra, eins og Stebba Jó. „Hann hafði alveg sérstaklega góð áhrif á mig og það er ekki svo lítið atriði að hafa slíka menn um borð sem maður getur verið samstilltur með. Aflaárið áðurnefnda, 1959, átti hann ekki hvað minnstan þáttinn í velgengn- inni með lagni sinni, útsjónasemi og lipurð. Sérstaklega man ég eftir einum draumi hans þegar öll skipin voru á vestursvæðinu, að hann dreymdi að við værum staddir rétt utan byggðar á Raufarhöfn. Fundum við þar belju- skrokk með fiskflökum í, hvort tveggja skínandi fallegt. Við töldum flökin og þau reyndust jafnmörg og landanirnar fyrir austan, því um leið og Stebbi hafði sagt mér drauminn, sigldum við tafarlaust austur, einskipa, og fylltum dag eftir dag út af Raufarhöfn." Slæm byrjun — góður endir. „Auðvitað þarf maður að vera í góðu sálarástandi til að geta beitt sér að fullu á sjónum. Svo aftur sé minnst á glansárið ’59, þá byrjaði það afar illa, var ég á besta aldri, 32 ára. Hugurinn hefur sennilega verið mikið heima. Konan átti von á barni svo taugarnar hafa sennilega verið eitthvað spenntar, og ég átti erfitt með að einbeita mér, en svo fékk ég skeyti, 29. júní, um að drengur væri fæddur, og móður og barni liði vel. Þá var eins og allt breytt- ist. Jafnvægi kom á sálina og sumarið varð samfelldur gleðitími." Rétt um leið og Eggert sleppir orð- unum, kemur stálpaður piltur inn í boð- stofuna og ávarpar föður sinn. Þetta var einmitt sonurinn, sem fæddist 1959, Ólafur, námsmaður í menntaskóla, sá einn sona Eggerts sem helst langaði að gera sjómennskuna að ævistarfi, en sjónin kemur í veg fyrir það. Já, árin eru fljót að líða og börnin að stækka. Nú, en við ræðum aðeins meira um drauma. „Nei, ég kann enga skýringu á því hvernig á því stendur að ég fæ þennan fyrirvara á aflabrögðum, hvers vegna ég fer einmitt á þennan blettinn en ekki hinn. Kannski er ég bara svona mikill slembilukkumaður, og þó.“ Egg- ert styður höndum undir kinnar, með olnbogana á borðröndinni og setur í herðarnar. „Jah, ég veit ekki, —* það er næsta ótrúlegt hvernig þetta snýst. Til dæmis núna þarna vestur frá, það var hreint ótrúlegt hvernig við slömp- uðumst á loðnuna, í álnum á milli Græn- •lands og Islands. Svæðið er ekki beint skemmtilegur staður, en við höfðum heppnina með okkur hvað veðriði snerti, svo að allt fór vel.“ Fátt er svo með öllu illa. Þótt síldin hafði verið stór þáttur í sjómennsku Eggerts, má ekki gleyma, að hann reri margar vertíðar á línu frá Sandgerði á sínum yngri árum. Margir bátar sóttu þá á sömu mið, svo oft var þröngt á þingi og sú almenna regla gilti, að gangbesti báturinn gat valið um bestu miðin. Kannski hefur þjóð- sagan um Eggert sem yfirnáttúrlegan aflamann hafist þá. „Víðir, áður Hug- inn, var með þeim gangverstu sem réru frá Sandgerði, en fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Af því að við vorum á gagnlitlum báti kom það af sjálfu sér, að við urðum að leita miklu meira fyrir okkur eftir fiski held- ur en hinir, sem áttu allskostar við okk- ur á gangmiklu bátunum. Fyrir bragð- ið fékk ég góða þjálfun í fiskileit og við komumst því oft á fiskislóðir á und- an öðrum og þetta varð mér til góðs þegar á leið.“ Neyddir út í dýpið. „Þannig var það og er kannski enn, að þar sem fiskurinn fékkst einn dag- inn, þangað flykktist allur flotinn þann næsta. En fiskurinn er nú þannig sinn- aður að hann heldur sig ekki lengi á sama blettinum, er á hreyfingu, og svo eyðist sem af er tekið. Mér var því hjartanlega sama þó við kæmumst ekki aftur á sömu mið tvo daga í röð, eftir kannski 30—40 skippunda afla. Ég reyndi líklega staði utan flotans og Framhald á bls. 57 FAXI — 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.