Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 32
allra vinsamlegast, þegar við lögðum
leið okkar að Hátúni 4 í Keflavik, rúm-
um fjórum árum eftir þennan atburð og
inntum hana nánar að tildrögum þess
að hún tók lagið fyrir þjóðhátíðar-
gestina.
Sungum annað lag en Júdasarnir
„Við vinkonurnar stóðum fyrir neðan
hljómsveitarpallinn og sungum eins hátt
og röddin leyfði. Kannski höfum við
eitthvað truflað „Judasana" sem voru
að spila og syngja fyrir mannfjöldann.
Við sungum nefnilega annað lag en þeir
spiluðu. Allt í einu kallaði Maggi Kjart-
ans til okkar; „Stelpur, viljið þið ekki
RÆTT VIÐ RUT REGINALDS
Söng í kápunni með
ullarvettlinga á höndunnm
INN Á FVRSTU PLÖTUNA
„Vertu bara róleg góða mín,“ svaraði
Kjartan Sigtryggsson lögregluþjónn
þegar kona hans Rikey hringdi til hans
á varðstofuna, áhyggjufull vegna þess
að ein dóttirin hafði ekki skilað sér heim
á réttum tíma, „hún er þessa stundina
upp’ á pallinum að syngja með hljóm-
sveitinni „Júdas" sem er að skemmta
þjóðhátiðargestunum.”
Kjartan er gamansamaur í eðli sínu,
en Ríkey vissi hreint ekki hvort hún
ætti að taka þessu sem spaugi. Gat það
verið að telpan væri farin að troða upp
með hljómsveit, gaula eitthvað fyrir
fólkið sem var að njóta 17. júni hátíðar-
haldanna? Öllu geta krakkar svo sem
tekið upp á. Ríkey snaraði sér niður í
bæ til að gá að telpunni. Þegar hún
nálgaðist útisamkomusvæðið gat hún
ekki heyrt betur, en að rödd dótturinnar
ómaði um alla götuna. Kjartan hafði þá
ekki verið að spauga, en hvernig gat
telpunni komið annað eins í hug og
þetta, að arka upp á pallinn og syngja
fyrir hundruð manna, án foreldranna
samþykkis. Hver var svo ónærgætinn að
láta slíkt líðast, af þeim sem samkom-
unni stjórnuðu? Þessar og margar fleiri
spurningar flugu gegnum huga móður-
innar, sem óttaðist að stelpan hefði orð-
ið sér til minnkunar.
En óttinn var ástæðulaus. Fólkið tók
hinum unga og óvænta skemmtikrafti
með fögnuði. En hvernig atvikaðist það
að þessi litla hnáta, hún Rut, prílaði
upp á pallinn og hóf upp raust sína með
hljómsveitinni? Enginn getur svarað því
gleggra en hún sjálf og það gerði hún
FAXI — 32