Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 39

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 39
EINAR KRISTINSSON Hlutdeild Suðurnesja fer vaxandi Flest útgerðarfyrirtæki eru að mestu rekin fyrir lánsfé og er vaxtabyrðin þeim algjörlega ofviða. Ég tók með mér skýrslu um síðustu veðsetningu hjá því fyrirtæki sem ég veiti forstöðu. Þar er um framleiðslu að ræða frá 21. til 31. október síðastliðinn. Það sem veðsett er; Freðfiskur fyrir 4.454.000 Skreið 488.000 Saltfiskur 202.000 Freðsíld 422.00 Seðlabankalán samt. 5.566.000 Viðskiptabankal. 28% 1.558.000 Samtals 7.124.000 Keyptur afli í þessa framleiðslu var kr. 6.808.210. Er þá mismunur á keyptum afla og afurðalán kr. 316.000 — umbúðir eru teknar af veðsetningu kr. 407.000. Vinnulaun við framleiðslu úr þessum afla voru kr. 1.7000.000. Vantar þá kr. 1.791.000 til að hægt sé að greiða afla og vinnulaun. Eins og á þessu sést er útilokað að halda rekstrinum gangandi nema með óeðlilegum skuldum við viðskiptamenn. Það hefur áreiðanlega einhverntíma verið sett á laggirnar nefnd, sem hefur haft óverðugra verkefni en að rannsaka hvernig hægt er að halda svona rekstri gangandi. Mér er það sönn ánægja að sjá al- þingismenn Reykjaneskjördæmis hér á þesum fundi, því að sennilega vita þeir ekkert um þá erfiðleika sem við erum að reyna að skýra frá um ástandið hjá sjávarútveginum á Suðurnesjum, — að minnsta kosti hef ég ekki orðið var við, að þeir hefðu miklar áhyggjur af ástandinu. Benedikt Jónsson Þar sem mér hefur verið falið að hafa framsögu hér á þessum fundi um ástand og horfur í fiskvinnslu á Suðurnesjum, þá vil ég hefja mál mitt á saltfiskfram- leiðslunni. Árið 1975 voru 60 saltfiskverkendur hér á Suðurnesjum, sem verkuðu um 17 þúsund tonn af saltfiski. Þar af voru 2000 tonn af fullverkuðum fiski og rúm- lega 1.200 tonn af ufsaflökum. Heildar- framleiðsla landsmanna nam um 44.000 tonnum og varð því hlutdeild Suður- nesja 32%. Árið 1975 náði framleiðslan að komast í 48% af heildarframleiðsl- unni. Hér sést glöggt, hversu þorskafli hefur minnkað hin síðari ár. Saltfiskurinn hefur ekki náð því verði sem hann var í 1974 og er það um 121/2% lægra í dag miðað við banda- ríkjadollar. Þrátt fyrir þessa lækkun hefur tekist. að halda uppi arðbærum rekstri á þorSkfiskframleiðslunni, þann- ig að hún getur staðið við allar skuld- bindingar, sem hún verður að taka á sig á hverjum tíma. Þessu ber að þakka að allir framleiðendur hvar sem er á landinu hafa sömu hagsmuna að gæta, og með samheldni hefur þeim tekist cð tryggja rekstrarafkomu í þessari grein. Árið 1968 var saltfiskurinn tekinn inn í Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins, og er inneign saltfiskdeildar nú um 2,7 millj. Ef til kæmu einhverjar verðsveiflur á næsta ári, þá ætti saltfiskurinn að geta haldið sínum hlut í fiskvinnslunni. Full- verkaður saltfiskur hefur síðustu tvö árin átt við mikla erfiðleika að etja og hefur þar verið um hallarekstur að ræða. Hlutdeild Suðurnesja í verkuðum saltfiski hefur farið vaxandi á undan- förnum árum og var komin upp í 72,4% af þurrfiskframleiðslu landsmanna. Árið 1976 hófst að nýju skreiðarverk un í stórum stíl eftir áralangt hlé vegna markaðserfiðleika í Nígeríu, en þá höfðu gamlar birgðir af skreið legið hér um árabil og skapað framleiðendum mikla erfiðleika, en afskipanir til ítalíu höfðu gengið eðlilega. Árið 1975 var framleiðslumagn um 1.200 tonn og gekk sala og útflutningur framleiðslunnar mjög vel.. Var þá einnig hægt að af- setja allar gamlar birgðir á góðu verði, þannig að útlit fyrir skreiðarverkun á þessu ári var mjög gott. Þetta nýttu framleiðendur sér, sem sést best á því, að á vetrarvertíð 1976 voru framleidd 2.700 tonn af skreið, en 1975 tæp 700 tonn. Þar sem skreiðarverkun hafði svo til legið niðri um árabil, þá þurftu fram- leiðendur að endurnýja og byggja upp hjalla, þar sem eðlileg endurnýjun og viðhald hafði legið niðri um árabil. Þessi endurnýjun var fjárfrek og framleiðend- ur lögðu sig alla fram til þess að koma hjöllum upp. Þá var talið að andvirði skreiðar kæmu óskert til framleiðenda. Því kom það flatt upp á menn, þegar skreiðin var tekin inn í Verðjöfnunar- sjóð s.l. vor, en ekki var reiknað með því fyrr en á árinu 1977. Slíkar ákvarð- anir þarf að taka í byrjun vertíðar, en ekki í vertíðarlok, eins og þarna gerð- ist. Sölur í ár gengu eðlilega framan af árinu, en nú er svo komið að innflytj- endur í Nígeríu hafa ekki tilskilin leyfi og hefur því innflutningur þangað legið niðri um tíma. Eðlileg afskipun hefur átt sér stað til ítalíu. Nígeríu-markað- urinn mun skýrast á næstu vikum, þeg- ar fulltrúar framleiðenda koma þaðan aftur, en þeir fóru til Nígeríu út af FAXI — 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.