Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1976, Page 41

Faxi - 01.12.1976, Page 41
Söngfuglinn minn er floginn á burt í bláinn, og blómin sem glóðu hnigin í gljúpan svörð. Er regnskúrir haustsins falla á fölgræn stráin þau fagna ei lengur, en drúpa að votri jörð. Sumar er liðið, haustið við hús þitt stansað, hamingjuvonin fjötruð við rökkvað hvel. Samt ef þú spyrð, þá eigi þér verður ansað. — örlög þíns lífs, við fæðingu búið hel. Úrsvalir vindar blása að barmi þínum, og bera þér fregn að runnið sé gróskuskeið. En vorþrána flestir bera í brjóstum sínum og birtu sem innra fellur á gengna leið. Jóhann Jónsson Þrátt fyrir að afli sé nú vel unninn, þá má enn bæta við fullnýtingu hans. Það þarf að vera skilningur og velvild hjá öllum, sem standa að sjávarútvegi að leysa hvert vandamál, sem upp kem- ur hverju sini, án þess að landshluta- orjur og pólitík skipi aðalsess þess. lögð fram á fundi um sjávarútveg Suðurnesjamanna 7. nóvember 1976 1. Taka ber niðurstöður fiskifræð- inga, um ástand fiskistofna, af fyllstu alvöru. Allra ráða verður að leita til þess að draga úr sókn í þorskstofninn og þá fyrst og fremst með því að beina flotan- um í veiðar á öðrum fiski. 2. Tryggja verður að allur sjávarafli sé nýttur sem allra bezt, og koma verð- ur tafarlaust í veg fyrir að verðmætum eins og lifur, hrognum og svokölluðum úrgangsfiski sé hent í sjóinn. 3. Allt eftirlit með veiðum sé gert virkara en verið hefur, og tryggt að settum reglum um veiðar og veiðarfæri sé stranglega framfylgt. Flotvörpuveið- ar á þorski verði nú þegar bannaðar. 4. Nefnd skipuð aðilum frá veiðum, vinnslu, Hafrannsóknarstofnun og Fiski- félagi Islands, sé starfandi til ráðgjafar fyryir sjávarútvegsráðuneytið, varðandi reglugerðir o.fl., sem að fiskveiðum lýt- ur. 5. Nú þegar verði gerðar ráðstafanir til að létta af sjávarútveginum óbæri- legum álögum, svo sem söluskatti og tolli af vélum og tækjum til fiskvinnslu, háum vöxtum og óhóflegum trygginga- iðgjöldum o.fl. 6. Fundurinn krefst þess, að nú þeg- ar verði þeirri öfugþróun snúið við, sem hefur orðið í launamálum seinni ár. Fólk í framleiðslugreinum ber sífellt minna úr bitum miðað við opinbera starfs- menn og þá sem vinna við framkvæmdir á vegum þess opinbera. Óðaverðbólga og dekur við hvers kon- ar kröfuhópa, gera sífellt óraunhæfara, að laun þeirra einna, er starfa við sjáv- arútveginn séu miðuð við útflutnings- verðmæti. Fundurinn telur nauðsynlegt, að sjáv- arútvegsfólkið í landinu, en þá er átt við sjómenn, útvegsmenn, fiskverkend- ur og verkafólkið í fiskvinnslunni, myndi með sér órofasamstöðu um stór- bætta aðstöðu sjávarútveginum til handa svo hann verði fær um að greiða hæstu fáanlegu laun á vinnumarkaði launamanna. 7. Útvegsmenn og fiskverkendur á Suðurnesjum hafa á undanförnum ár- um lagt stóran skerf af mörkum í þeirri uppbyggingu og framþróun, sem átt hefur sér stað vítt og breitt um landið. En það hefur valdið miklum erfið- leikum að stefna ráðamanna, ásamt framgöngu þingmanna um stefnuna í svonefndri byggðaþróun, hefur ekki náð til Suðurnesja. I því sambandi minnir fundurinn á stöðvun lána úr byggða- sjóði til skipakaupa og endurbóta á fiskverkunarstöðvum Suðurnesjamanna um langan tíma. Þessi mismunun olli því, að Suður- nesjamenn áttu vart kost á öðru en kaupa notaða báta frá þeim stöðum, sem notið höfðu fyrirgreiðslu sam- kvæmt þessari svokölluðu byggðaþróun. Þetta er ástæðan fyrir því, að á Suður- nesjum er nú hæstur meðalaldur báta í landinu. Um árabil hafa Suðurnesjamenn, möglunarlítið unað því, að vera settir hjá varðandi uppbyggingu í sjávarút- vegi. Nú er svo komið, að rekstur veiða og vinnslu á þessu svæði, er kominn í algjört þrot. Fundurinn beinir því þeirri eindregnu áskorun til sjórnvalda, að þau nú þegar geri ráðstafanir til þess að útvega fjár- magn, svo sjávarútvegur Suðurnesja- manna megi komast yfir þetta erfið- leikatímabil, sem með rökum hefur ver- ið sýnt fram á, að bitnar með meiri þunga á þeim en öðrum landsmönnum. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Verzl. Þorstcinsbúð, Keflavík FAXI — 41

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.