Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1976, Page 58

Faxi - 01.12.1976, Page 58
Þarna er verðugt verkefni fyrir mat- vælafræðinga og annað menntað fólk á þeim sviðum. Spærlingurinn heldur sig í hafsvæðinu milli Skotlands og ís- lands. Oft höfum við rekist á hann fyrir austan í nótina, geysimikið magn, og einnig kemur hann í togveiðafæri allt árið. Þarna eigum við í Seli. Menn kalla spærlinginn skítfisk, bræðslufisk, en gæti hann ekki komið að góðu gagni í matvælahringrásinni? Orðið góð nær- ing handa skepnum sem við étum kjötið af, þótt auðvitað væri hentugast að geta nýtt hann beint.“ Ofveiði og misheppnað klak olli síldarleysinu. Að framan sagði Eggert að síldar- stofninn væri vaxandi, svo að beinast liggur við að spyrja hann nánar um þann fisk, sem einu sinni var kallaður silfur hafsins, — af hverju hvarf hann, réttir hann við, getum við sótt í hann án ofveiði? Þarna komum við ekki að tómum kofanum. „Síldin hvarf vegna ofveiði og ytri skilyrða í sjónum. Austfjarðarsíldin og sú sem var fyrir norðaustan, færðist sífellt austar og austar út í hafið, og gekk því minna að landinu vegna ytri skilyrða í sjónum. Árgangarnir voru sterkir,sem gengið var í miskunnarlaust, bæði við og Norðmenn, svo og Rússar, en þeir voru ekki margir. Útslagið á því að hún hvarf kom frá Norðmönn- um, þeir drápu ungviðið á fyrstu tveim- ur árunum, tveggja ára síld, þurrkuðu hana upp við Norður-Noreg. Ofan á þetta bættist svo að klakið mistókst við Noreg í nokkur ár, vegna óhagstæðra skilyrða í sjónum. Stofninn er samt ekki útdauður. Hann er að rétta við aftur, en tíminn leiðir í ljós hve sterkur hann verður. Algert bann er nú við því að veiða þennan norsk-íslenska stofn, sem gengur eftir vetrarhrygninguna við norsku ströndina hingað til íslands í ætisleit og við vorum að veiða á sumrin fyrir norðan, þessi stóra fallega síld.“ Kemur norðurlandssíldin aftur? Hvort síldin kemur aftur í sinni gömlu mynd, í vaðandi torfum, fyrir Norðurlandi, eins og á gömlu góðu dög- unum, er erfitt að spá. En ef við fjöllum svolítið nánar um síldina, þá er fjögurra ára síld orðin um 30 cm. og þá síld ættum við að geta veitt hér við land, en styrkleiki stofnsins fer auð- vitað eftir því hvernig klakið hefur tek- ist við Noreg. Þar í landi er mikið deilt um stærð norsk-íslenska stofnsins. Kunnugir halda því fram, að stofninn sé sterkari en fiskifræðingarnir ætla, enda er mjög erfitt að ákvarða stærð- ina, því síldin er dreifð. Margir halda því fram, að síldin sé öðrum fiskum viðkvæmari fyrir breyttum skilyrðum í sjónum, — um það vil ég ekki fjöl- yrða, en það er ekkert öðru vísi með síldina og önnur kvikindi, hún sækir þangað sem ætið er, fer á sínar hefð- bundnu hrygningarstöðvar og dreifir sér síðan.“ Til manneldis, en ekki bræðslu. ,,Við ísland gengur síldin frá suð- austur-horninu austan úr bugtum, — íslenski stofninn, þar sem hún heldur sig á veturna, og að suðvesturhorninu, aðallega í Faxaflóa, út af Garðskaga og Ssndgerði, þar sem hún hygnir. Að því búnu þokast hún austur aftur og heldur sig yfir veturinn mest í Meðal- landsbug og Mýrarbug, við Hrollaugs- eyjar að Ingólfseyjar. Togararnir hafa orðið varir við síldina út af fætinum, sem kallað er, við Reyðarfjarðardýpið, þar á kantinum í troll, sem var loðið af stórsild. Þar gæti verið um norsk- ísl. stofninn að ræða; þetta var á þeim árstíma og á þeim slóðum sem síldin hélt sig, — á þeim stað sem kallaður var „rauða torgið", — syðst á því,. Undir ströngu eftirliti, eins og verið hefur, ætti ekkert að vera því til fyrir- stöðu að mikil síld verði hér við land, en þá verðum við líka að nýta hana til manneldis; mér finnst ekki til greina koma að veiða hana í bræðslu.“ Tvö hundruð mílurnar og trollin. Friðun, fiskvernd og landhelgin eru orð sem tíðum hafa heyrst koma af vörum fólks á undanförnum mánuðum. Varla er hægt að Ijúka svo rabbi við Edda, án þess að drepa örlítið á þessa þætti. „Tvö hundruð mílurnar hafa þegar sannað mikilvægi sitt; það kom strax fram á meðan á þorskastríðinu stóð. Bretarnir héldu sig þá mikið fyrir aust- an, eins og menn muna, en þá jókst aflinn stórlega fyrir vestan og hefur verið með mesta móti. Ástandið fyrir austan var hins vegar hörmulegt, enda drápu þeir hvern einasta titt sem þeir komust í færi við út af norð-austur og austurlandinu. Hvað okkur sjálfa áhrær- ir, þá verðum við að fara gætilega með veiðitækin á uppeldis- og hrigningar- svæðunum. T.d. eins og með dragnót- ina. Hún er mjög umdeild, en ef það er hægt að drepa kolann eingöngu án þess að spilla lífríkinu eða ungviðinu, er ekkert við því að segja, en sannanlega hefur Faxaflóa verið mikil bölvun að > dragnótinni. Þegar hún var allsráðandi þurrkaði hún svo til allan fisk í flóanum, en þegar hún hefur verið leyfð af og til eftir friðun, koma alltaf dauðir kaflar. Samt má ekki ætla að Faxaflói sé eina uppeldistsöðin. Fiskurinn gengur sólar- sælis kringum landið eftir hrigninguna við suðvesturlandið, og berst með haf- straumum inn í firði og voga á leiðinni. Mér sýnist fiskgengd vera mikil í Faxa- flóa, það sýnir aflinn sem smábátarnir komu með að landi í sumar.“ Skuttorgararnir hafa komið að miklu gagni. „Fyrst við erum búnir að fá 200 mil- urnar svo gott sem viðurkenndar, er togaraflotinn ekki of stór. Skuttogar- arnir hafa sýnt að þeirra var full þörf. Atvinnulífið hefur dafnað mjög mikið út um landið með komu þeirra, sérstak- lega þeim stöðum sem áttu í erfiðleik- um eftir að síldin hvarf. Deila má kann- ski um stærðir þeirra og hagkvæmni, en ég er andvígur þeim hugsunarhætti, sem er áberandi í okkar þjóðfélagi, að vera á móti þeim atvinnugreinum eða tækjum sem aðrir reka eða eiga. Ég hef aldrei hugsað mér að gerast tog- araeigandi eða skipstjóri, en mér finnst gott til þess að vita, að þeir koma að miklu gagni í þjóðarbúskapnum.“ Kröfuharðari á veiðarfæri á eigin útgerð en annarra. Eggert hefur lifað hin ýmsu skeið í útgerð. Verið skipstjóri hjá öðrum, en nú á hann Gísla Árna að hálfu leyti, hvort hlutskiptið finnst honum betra? „Ég hef aldrei verið neitt annað en sjómaður, þótt ég eigi helminginn í ^ bátnum, og ég hugsa ávallt eins og sjó- maður en ekki sem útgerðarmaður. Kannski hef ég skaðast á því peninga- lega, en ég hugsa ekki um slíkt. Eftir að ég eignaðist hlut í bátnum, hef ég verið mun frakkari í veiðarfærakaupun- um og viljað meira til hlutanna en áður, þegar ég var skipstjóri hjá öðrum. Ég sanka þessu að mér, alveg öfugt við þá FAXI — 58

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.