Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 13

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 13
Fyrsla ulanlandsferd Karls var með Gullfossi, fyrsta millilanda farþegaskipi Islendinga og fyrsta skipi Eimskipafélags Islands. næsta nágrenni við konungshöll- ina. Við fyrsta tækifæri fórum við svo á stúfana til að skoða bátinn í skipasmíðastöðinni, en hún var í borginni Korsör fyrir utan Höfn, út við Stórabelti. Við urðum nú heldur betur fyrir vonbrigðum þegar við sáum hversu stutt á leið smíði bátsins var komin. Það var aðeins búið að leggja kjölinn og reisa stefnið og böndin en ekkert byrjað að byrða. En þess má þá geta hér í leiðinni að þama í skipa- smíðastöðinni var á sama tíma verið að byggja Geir goða og stóðu þeir þarna hlið við hlið Geir goði og Aliance báturinn, sem hlaut nafnið Valborg, eftir dóttur skip- stjórans. Þriðji báturinn var þama einnig í smíðum og stóð hann fyrir fram- an hina. Sá bátur var sveinsstykki eins skipasmiðsins, sem þama var að læra. Bátur sá fékk nafnið Patrekur. Seinna varð það m/b Arni Árnason. Örlög þess báts urðu þau að hann sökk undir Krýsuvíkurbergi árið 1944. Eftir að við höfðum komist að raun um, hversu skipasmíðin var skammt á veg komin, lá ekki annað fyrir en að búa sig undir langa dvöl þama úti, því engin tök vom á því að fara aftur heim. Eftir viku dvöl hjá H jálpræðishemum tókst mér að fá húsnæði hjá piparjómfrúm, - þrem systrum. Þar vom svo strang- ar húsreglur að ég varð að vera kominn inn kl. 10 á kvöldin. Ein- hverju sinni var ég heldur of lengi úti, og sat þá ein systranna við úti- dyrnar þegar ég kom heim og kvartaði við mig og sagði að slíkt næturdroll gæti sko alls ekki geng- íð. Eg fékk fæði þama á öðrum stað hjá matselju og það var gott og nóg að borða. Svo var það dag nokkum um vorið, þegar trén vom tekin að bmma og blómin að springa út, þá fómm við á skemmtistað, sem hét Sommerlyst og var úti í skógi, skammt frá Korsör. Það var mesta sportið að fara í hestvagni þama út í Sommerlyst og kostaði farið 25 aura hvora leið. Svo þegar ég var að ganga heim til mín eftir skemmtiferðina, þá tíndi ég nokk- ur villt blóm og ætlaði mér að færa systrunum þau þegar heim kæmi. Þá vill svo til að ég geng fram hjá glugga og þar er lítil stúlka að horfa út - gullfallegt bam. Ég fer eitthvað að rabba við hana og rétti henni svo blómin. Þá rís upp kona fyrir aftan hana og ég held ég verði að segja að það sé það allra falleg- asta konuandlit, sem ég hef augum litið á ævinni og var konan móðir telpunnar. Konan býður mér inn °g þigg ég það. Svo kemur maður- inn hennar heim litlu síðar. Mað- urinn var skraddari og áttu þau hjónin tvær dætur ungar. Við fór- um þarna að rabba saman og þar kemur, að hún fer að spyrja mig hvemig mér líki að búa hjá gömlu konunum og varð hún all kímin á svipinn. Ég sagði nú að það væri ágætt því þær væru ágætar, ég yrði bara að vera kominn snemma heim á kvöldin. ,,Já, mig gmnaði það“, segir hún. ,,En hvað segirðu nú um“, segir hún, ,,að fá leigt héma hjá okkur.“ ,,Ja, ég veit nú ekki“, segi ég. ,,Ég ræð nú ekki mínum vemstað, það er nú skip- stjórinn, sem verður að ráða því hvar ég bý.“ Segir hún mér svo að það sé autt herbergi hjá þeim, sem bróðir hennar hafi haft, en hann væri á Grænlandi yfir sumarið og mundi ekki koma heim fyrr en með haustinu, og væri mér vel- komið að fá herbergið. Mér leist ljómandi vel á að flytja mig, svo ég segi skipstjóranum frá þessu næst þegar við hittumst. Skipstjórinn segist nú þurfa að líta á herbergið. Við fömm svo saman til skradd- arahjónanna og þar var tekið á móti okkur með kostum og kynj- um. Niðurstaðan varð svo sú að skipstjórinn féllst á, að ég flytti mig og það voru meiri viðbrigðin að vera eftir það frjáls að því hvenær komið var heim á kvöldin. Skipstjórinn minn, sem ég hef hér rætt um hét ÓlafurTeitsson. Hann var meira en miðaldra maður þeg- ar þetta var, og er nú látinn. Eins og áður er búið að koma fram var um það samið að bátur- inn ætti að vera tilbúinn til heim- siglingar 25. mars, en hann var ekki tilbúinn fyrr en í júlí, þegar til kom. Við vomm fimm, sem sigld- um bátnum heim og þar af vomm við fjórir sem fylgst höfðum með smíðinni. Sá sem ráðinn var til heimsiglingarinnar í viðbót var Pálmi Loftsson, sem síðar varð forstjóri Skipaútgerðar ríkisins. Hann hafði afmunstrað sig af dönsku skipi, sem hann hafði verið á og sigldi svo heim með okkur. Valborgin var mæld 40 tonn og í henni var tveggja strokka 50 hest- afla Hein vél. Gekk báturinn í reynslusigiingunni 8 mílur. Mikið var lagt upp úr því að hægt væri að sjósetja bátinn á laugardegi og til þess að það gæti tekist varð að sjó- setja hann stýrislausan. En vélin hafði verið vandlega rétt af og prufukeyrð á þurru. Strax eftir helgina var svo komið með krana og tvöfaldri vírstroffu slegið undur hælinn á bátnum og honum lyft upp úr sjó tíl að koma stýrinu fyrir á sínum stað. Þegar þessu var lokið setti ég í gang en þá kom í ljós að öxullinn var orðinn mikið hærri en vélin. Báturinn var sem sagt ekki búinn KEFLAVÍK FASTEIGNAGJðLD Álagningu ársins 1984 er lokið og var fyrri gjalddagi 15. janúar sl., en síðari gjalddagi er 15. maí n.k. Góðfúslega greiðið helming gjaldsins nú og forðist þar með álagningu dráttarvaxta. Innheimta Keflavíkurbæjar FAXI-13

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.