Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1984, Síða 28

Faxi - 01.01.1984, Síða 28
MINNING MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR Fædd 20. mars 1899 — Dáin 28. desember 1983 Amma er dáin... Síðustu dagana, sem ég heim- sótti ömmu á spítalann, bað ég til guðs, að hann tæki til sín þá stærstu gjöf, sem hann hafði gefið okkur systkinunum, sem hann og gerði á hægan og þjáningarlausan hátt. Þegar móðir mín, Bergey Jó- hanna Júlíusdóttir, féll frá í svefni, öllum að óvörum fyrir aldur fram 24. nóvember 1979, var í raun, sem hún hefði tekið ömmu með sér, slíkt var henni áfallið, eftir það varð hún bjargarlaus og lagðist inn á Sjúkrahús Keflavíkur skömmu seinna, naut hún góðrar aðhlynn- ingar starfsfólksins síðustu 4 ár ævinnar. Nú þegar amma er dáin, og ég nýbúinn að biðja guð að taka það sem hann gaf, tekur við söknuður og minningamar ná svo sterkum tökum á mér, að ég vildi helst af öllu upplifa þær aftur. Þegar ég lít til baka geri ég mér grein fyrir því að mikil kaflaskil hafa orðið í lífi mínu á mínum uppvaxtarárum á Tjamargötu 6. Auk þess að vera hjartahlý amma og ráðagóð vann hún fyrir sér lengst af, fyrst í skúr- ingum í kaupfélaginu og um árabil í Alþýðubrauðgerðinni, en þaðan minnast hennar margir á mínu ald- ursskeiði. Það leið vart sá dagur, að við krakkamir kæmum ekki við í Al- þýðunni hjá ömmu og fengjum marsipan eða negrakoss. Auk þess að vera okkur hjarta- hlý amma og stunda vinnu sína, átti hún ætíð aflögu tíma fýrir líkn- arstörf sem var í mínu minni h júkr- un, var þá sprautuverkið oftast með í ferðinni auk þess sat hún oft yfir dauðvona sjúklingum þar til yfir lauk. Kom líkinu fyrir í kist- unni, skreytti kistuna í kirjunni og setti blóm í vasa, sama hvað til féll í þessum óeigingjömu hknarstörf- um hennar, þáði hún aldrei neitt, hvorki fyrir útlögðum kostnaði né vinnu. Þessi fómfýsi hefur, eftir því sem mér hefur verið sagt, ein- kennt hennar æviskeið. Dreg ég nú upp stutta mynd af því sem drifið hefur á daga hennar fyrir mína tíð. Auk þeirra hknarstarfa er ég hefi þegar nefnt hefur hún komið víða við... Var í sóknamefnd um 46 ára skeið eða þar til hana þraut kraftur til og hlaut viðurkenningar fyrir störf sín þar og í systrafélag- inu. Var einn af forvígismönnum, ásamt afa, um söfnun fjár til bygg- ingar sjúkrahússins, meðal annars með því að fá sérstakt ieyfí til kaupa á bíl er notaður var sem vinningur í happadrætti til fjáröfl- unar. Var í stjórn, og virkur þátt- takandi, í slysavarnafélaginu. Vom þá oft ýmsar uppákomur á lokadaginn í fjáröflunarskyni. Auk þess að undirbúa jarðar- farir og messur í kirkjunni aðstoð- aði hún við fermingarundirbún- inginn. Til marks um hjartahlýju henn- ar og ástúð er hún virtist finna í öllum er hún umgekkst vil ég nefna tvö dæmi. Frá Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavíkog Sjúkra húsi Keflavíkurlæknishéraðs: Símaþjónusta á Sjúkrahúsi Keflavík- urlæknishéraðs og Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík (vakt- og neyð- arþjónusta lækna) er með eftirfarandi hætti: Heilsugæslustöð: Alla virka daga, mánudaga til föstudaga kl. 08.00 til 17.00-Sími 3360. Alla virka daga frá kl. 24.00 til 08.00. Símsvari - Sími 3360. Símatími lækna: Kl. 08.30 til 09.30 og 12.30 til 13.30. Alla virka daga frá kl. 16.00 til 24.00. Auk þess helgidaga kl. 08.00 til 24.00 er sími 1400 - 1401 -1138, þ.e. símar á Sjúkrahúsi. Sjúkrahús: Alla virka daga, allan sólarhringinn. Sími 1400 -1401 -1138. Samband frá skiptiborði frá kl. 08.00 til 24.00. Símatími lækna á Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík Arnbjörn Ólafsson: Mánudagur: kl. 8.15-9.00 Þriðjudagur: kl. 8.15-9.00 og 12.15-13.00 Fimmtudagur: kl. 12.15-13.00 Föstudagur: kl. 12.15-13.00 Hreggviður Hermannsson: Mánudagur: kl. 13.00-13.45 Þriðjudagur: kl. 13.00-13.45 Fimmtudagur: kl. 9.00-9.45 Föstudagur: kl. 9.00-9.45 Jón A. Jóhannsson: Mánudagur: kl. 9.00-9.45 Miðvikudagur: kl. 9.00 - 9.45 og 13.00 -13.45 Föstudagur: kl. 8.15-9.00 og 13.00-13.45 Læknir: Mánudagur: kl. 12.15-13.00 Þriðjudagur: kl. 9.00-9.45 Miðvikudagur: kl. 8.15-9.00 og 12.15-13.00 Fimmtudagur: kl. 8.15-9.00 28-FAXI Ekkjumaður nefndur Lási í Lásabæ við Tjarnargötu og ráðs- kona hans, Ólöf Helga Ólafsdótt- >r, nefnd Lóa, lögðust bæði veik og hjúkraði hún þeim, yfirlegan varð það mikil að afi bauð ömmu að þau yrðu flutt heim til þeirra svo hún mætti hjúkra þeim betur. Lási lést úr þessum veikindum en Lóa gerðist fjölskyldumeðlimur upp frá því og lifði í mörg ár eftir það. 1944 lá amma á sjúkrahúsi í Reykjavík með ungri konu úr Eyjafirði, Elínu Ásu Jónsdóttur, nefnd Ella, mörgum Suðurnesja- manninum kunn sem Ella í Ellu- húð, er hún vann hjá verslun Nonna og Bubba. Er jólin nálguð- ust sá amma fram á dauf jól hjá Ellu og bauð henni að gista yfir jólin, sem Ella þáði. Gerðist hún þá ein af fjölskyldunni að Tjarnar- götu 6 næstu 5 árin, og alla tíð síðan hefur hún verið í Keflavík. Ellu kalla ég alltaf mömmu auk móður mjnnar sálugu og geri enn. María Guðmundsdóttir með yngsta af- komandann í fanginu. Af þessu má sjá að amma á stór- ar> þátt í mótun okkarsystkinanna, því lengst af bjuggum við í sama húsi auk foreldra minna, við 6 systkinin, amma, Ella og Lóa. En arin líða og guð gefur og guð tek- ur. Amma var gift Einari Guðberg Sigurðssyni, skipstjóra og bjuggu Þau allan sinn búskap í Keflavík, attu 5 börn, föður minn Gunnar, ekkjumann eftir móður mína, Guðrúnu, eiginkonu Bjöms Magnússonar og Ingimar, ekki Lórunnar Rafnar, er lést 2. febrúar I974, Lúðvík, er dó skömmu eftir fermingaraldur 1934, og Bergþóru Huldu, er dó 10 áragömul 1931. Amma mistti mann sinn 1947 er hann var á skipi sínu á miðunum, María Guðmundsdóttir ásamt fjórum œttliðum. Yngst er Stefanía Bonny Lúðvíksdótlir í fangi móður sinnar Jóhönnu Elínar Björnsdóttur. Næst er Bergjxira Hulda Gunnarsdóttir og Gunnar Einarsson, sonur Maríu. Myndin vartekin fáum vikumfyrir andlát Maríu. féll fyrir borð og drukknaði, um það leyti tók móðir mín við hlut- verki húsmóðurinnar á þessu stóra heimili sem amma hafði skapað. Lætur hún eftir sig 3 börn, 13 barnabörn, auk þeirra ól Guðrún, dóttir ömmu sveinbarn er lést innan I árs, 35 barnabarnaböm og 1 barnabarnabarnabarn. Vil ég að lokum, fyrir hönd okk- ar systkinanna nota hin hjartnæmu orð móður minnar sálugu sem hún notaði svo oft: VERTU GUÐI FALIN. Hin latiga þraut er liðin, nú loksins hlaustu fridinn, og allt er orðið rótl nú sæll er sigttr unninn og sólin hjört upp runnin á hak við dimma dauðans nótt. Einar Guðberg n. l f -Æ i'f Jw m wfSsBk & , JfZgSr f ta-... i . ■11011S (,(' XKJOÍcf' m- v* -c. , Suðurnesjamenn Konur - Karlar Enn aukum við úrvalið af snyrtivörunum. Nú getum við boðið hinar heimsþekktu vörur frá guerlain Berta Guðjónsdóttir snyrtifræðingur, aðstoðar og leiðbeinir á laugardögum. VERIÐ VELKOMIN í APÓTEKIÐ. Apótek Keflavíkur FAXI-29

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.