Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 21

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 21
fram í tímann væri gagnslítil og erfitt að áætla eða spá fyrir svo langan tíma með nokkru öryggi. Samt er nauðsynlegt að kanna alla hluti sem að gagni mega verða svo vel sem unnt er og með svo mikilli nákvæmni sem unnt er og treysta rekstur stofnunarinnar eins og kostur er fyrirfram. Því er ekki að neita að fyrirtæki sem slík heilsustöð, sem hér ætti að koma, er mikið verk og kostnaðar- samt og ekki þarf að efa úrtölur ýmissa aðila og afturhaldsafla, sem velta hverri krónur tveimur eða þremur sinnum fyrir sér áður en þeir láta hana af hendi og úr ýms- um hornum munu heyrast rama- kvein, áður en lýkur, en við slíkum hljóðum ber að skella skolleyrum og það eru þeir aðilar sem hér eru nú samankomnir, það er að segja Samtök psoriasissjúklinga og exemsjúklinga, Samband sveitar- félaga á Suðurnesjum og Hitaveita Suðumesja, sem hér eiga að hafa frumkvæðið að þessu þarfa og góða máli og halda því áfram og láta ekki deigan síga, fyrr en það er leyst og myndarleg heilsustöð ris- in við Svartsengi og það er von mín og vissa að þess muni enginn iðrast enda er mér ekki kunnugt um að nokkur slík stöð hafi nokkurn tíma verið reist nokkurs staðar, sem ekki hefir orðið til góðs og fengið nteira en næg verkefni. En það er eitt sem við verðum alltaf að hafa í huga, þegar rætt er um heilsustöð við Svartsengi. Það er að við megum ekki láta glepjast af orðinu lækningamáttur vatns- tns. Við vitum gjörla um samsetn- mgu vatnsins og við vitum einnig gjörla að böð og sund og ýmiskon- ar æfingar í vatni eru nauðsynleg hjálp fyrir ýmsa, sem meðferðar eða endurhæfingar þurfa. Við niegum ekki trúa því að vatnið við Svartsengi búi yfir duldum krafti, sem geri menn heila meina sinna a yfirnáttúrulegan hátt. En við eigum að nota þá aðstöðu og þau tækifæri, sem til eru við Svartsengi til þess að koma þar upp eins full- kominni alhliða endurhæfingar- stöð, þar sem unnið er eftir og í samræmi við þá þekkingu, sem nú er til og best er. Sé það gert, þá þurfum við ekki að óttast að stöðin komi ekki að gagni. Varðandi það atriði, hvort líkur seu til þess að útlendingar kynnu að sækja heilsustöð við Svartsengi, þá held ég að það byggist einungis ó því, hversu vel tekst að gera stöð- ina úr garði og hversu góða og hversu vel tekst að auglýsa hana utanlands. Eg hef nú stiklað mjög á stóru, farið víða og látið hugann reika um ýmis svið, svo að þessi tala mín líkist öllu meira spjalli um daginn og veginn, heldur en erindi um ákveðið verkefni, en hér er líka um að ræða fyrstu umræðu um mikið verkefni. Eg hefi velt þessu verkefni tals- vert fyrir mér allt frá því að fram- kvæmdir við Svartsengi bar fyrst á góma og eftir því sem ég hugsa meira um þetta, þeim mun ljósara sýnist mér að við Svartsengi eigi sem fyrst að rísa fullkomin endur- hæfingarstöð, sem byggi starfsemi sína á þeirri bestu þekkingu, sem nú stendur til boða og hafi sérhæft starfslið á hverju sviði. Og ég óska þess að lokum að þessi ráðstefna verði upphafið en ekki endirinn á meiri framkvæmd- um en til þessa hafa orðið á íslandi á þessu sviði. TÓMAS TÓMASSON í allmörg ár áður en Hitaveita Suðurnesja var stofnuð höfðu menn á Suðurnesjum bollalagt um mögleika á þvf að nýta hin um- fangsmiklu jarðhitasvæði í ná- grenninu til húsahitunar - nefndir höfðu starfað og hitaveitumál ver- ið rædd í sveitarstjómum og víð- ar. Með samstilltu átaki sveitarfé- laganna á Suðurnesjum og ríkis- valdsins var Hitaveitunni síðan hrundið af stokkunum á gmndvelli laga um fyrirtæki frá því í desem- ber 1974, og hefur dreifikerfi nú verið lagt í öll sjö sveitarfélögin auk Keflavíkurflugvallar. Eitt Tómas Tómasson. mikilvægasta hagsmunamál Suð- umesjamanna var orðið að veru- leika, þjóðhagslega þýðingarmik- ið fyrirtæki, sem sparar um 30 milljón olíulítra á ári. En strax og við Suðurnesja- menn fórum að sjá hinn mikla árangur og ávinning af þessu orku- veri okkar, og þegar mönnum varð ljóst að meiri orku væri að hafa þama, heldur en beinlínis væri nauðsynleg til húshitunar, þá hef- ur umræðan snúist um það í vax- andi mæli, á hvern veg hagkvæm- ast mætti nýta orkuna íbúum Suð- urnesjasvæðisins til sem mestra hagsbóta, og þá auðvitað þjóðar- búinu jafnframt til sem mestra nota. Margt hefur verið drepið á í þessari umræðu. Nefnt hefur verið ilræktarver, fiskeldi, alls konar iðnaður, bæði sem notaði hráefni frá sjávarútvegnum svo og marg- háttað annað hráefni, iðnaður, sem ýmist myndi nota varmaorku gufunnar beint eða þá rafmagn unnið í orkuverinu. Bæði hugsan- lega stóriðju eða smáiðnað fyrir innlendan markað, eða til útflutn- ings, en nú þegar er unnið mark- visst að því á vegum Fél. ísl. iðn- rekenda að selja íslenskan iðn- varning á heppilegum og viðráðan- legum erlendum mörkuðum. Við Suðumesjamenn bindum því vissulega miklar vonir við nýt- ingu orkunnar í Svartsengi og ann- ars staðar á svæði okkar, sem grundvöll að framtíðar atvinnu- uppbyggingu og þar með velfam- aði íbúa svæðisins. Ekki hvað síst er okkur þetta ofarlega í huga nú, þegar svo mjög kreppir að í aðal- atvinnuvegi okkar, sjávarútvegn- um, eins og svartar skýrslur bera vott um. Rafmagnsframsleiðsla er þegar nokkur í orkuverinu, 8 MW, og gæti verið meiri. Mér er sagt, að þessi rafmagnsframleiðsla í orku- verinu sé ódýrasta framleiðsla á raforku í landinu. Skýtur því skökku við, þegar það er upplýst, að við Suðurnesjamenn búum við hæsta rafmagnsverð í landinu. En þetta á rót sína að rekja í rangsnú- ið, miðstýrt einokunarkerfi raf- orkumála landsins, en um þetta fjalla ég ekki nánar á þessum vett- vangi. Við gætum hugsanlega litið til bjartari tíðar, ef sveitarfélögin á Suðurnesjum bera enn gæfu til sameiginlegra átaka, og sameinast um eina orkuveitu fyrir svæðið, svo sem nú er unnið að. Um þessi GRINDAVÍK FASTEIGNAGJðLD Ákveöiö hefur verið aö skipta fasteignagjöldum niður á þrjá gjalddaga, þ.e. 15. janúar, 15. marz og 15. maí. Þeir gjaldendur er ætla aö notfæra sér þessa þrjá gjalddaga, verða aö standa skil með hvern gjald- daga, annars falla öll gjöldin í eindaga. Bæjarsjóður - Innheimta. FAXI-21

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.