Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1984, Síða 26

Faxi - 01.01.1984, Síða 26
Sjómannablaðið Víkingur Sjómannablaðið Víkingur hefur verið aufúgsugestur á heimilum og vinnustöðum sjómanna í tæp 45 ár. 8. tölublað 1983 er nýútkomið. Miklar útlitsbreytingar hafa verið gerðar á blaðinu og er blaðið í heild mun líf- legra og nútímalegra en fyrr. Efni blaðsins er fjölbreytt að vanda og má nefna m.a. Greinaroglitmynda- syrpa í tilefni 90 ára afmælis Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Old- unnar. Viðtöl við Guðjón Pétursson, gamlan Oldufélaga, Gunnar Gunnars- son, stjómarmann í Öldunni og Lauf- eyju Halldórsdóttur, ekkju Guð- mundar H. Oddssonar. Laufey var fyrsti formaður kvenfélags Öldunnar. Þá eru greinar um Lífeyrissjóðinn Hlíf, um fund forsvarsmanna-stýri; mannaskóla á Norðurlöndum, Tölvu- ratsjáin ARPA er kynnt, Ásgeir Matthíasson ritar grein um blóðgun og slægingu bolfisks. Stefán Þórarinsson ritar grein um ýmsa mikilvæga þætti sem hafa ber í huga þegar rætt er um endumýjun fiskiskipaflotans. Kjartan Bergsteinsson fjallar um aukabúnað við örbylgjustöðvar. Smásagan er eftir Hafliða Magnús- son frá Bíldudal. Myndasyrpa og kynning frá björgunaræfingu í m/s Skaftá. Föstum þáttum mun fjölga nokkuð í næstu tölublöðum, en tveir slíkir em þegar komnir á sinn stað í blaðinu. Þeir em ,,Eg skipti“ þar sem leitað er svara við spumingum les- enda. í þessu blaði var spurt um flutn- ing eiturefna, og ummæli sjvarútvegs- ráðherra, um að lögleiða frídag sjó- manna. Hinn þátturinn nefnist ,,Við kabyssuna" og er ætlunin að kynna margvíslega matreisiumöguleika á sjávarréttum. Nú er hart vegið að sjómannastétt- inni og því aldrei brýnna en einmitt nú að standa vörð um hagsmuni hennar. Sjómannablaðið Víkingur er eina mál- gagn Far- og fiskimannasambandsins. Á 31. þingi þess í nóv. s.l. var sam- þykkt að stórefla blaðið. Nú stendur Unnið að björgun báta, sem rak upp í fjöru í Sandgerði íóveðrinu. Myndin er af starfsliði blaðsins. Frá vinstri: Elísabet Þorgeirsdóttir rit- stjóri, Kristín Einarsdóttir auglýs- ingastjóri og G. Margrét Óskarsdótt- ir útgáfustjóri. yfir mikil herferð í útbreiðslu þess, bæði hvað varðar áskrift og lausasölu. Það hefur vakið nokkra athygli að þeir 3 starfsmenn sem vinna við blaðið eru konur, Elísabet Þorgeirsdóttir rit- stjóri, Kristín Einarsdóttir auglýsinga- stjóri og G. Margrét Óskarsdóttir út- gáfustjóri. Setningu, umbrot og prentun annast Prentstofa G. Benediktssonar. Rit- stjóm, afgreiðsla og auglýsingar er í Borgartúni 18, sími 29933. Fárveður f veðrafárinu sem gekk yfir mikinn hluta landsins í fyrstu viku ársins varð víða stórtjón á eignum, en manntjón varð hvergi svo vitað sé. Sums staðar lá þó nærri að svo yrði er menn unnu að björgunarstörfum t.d. í Sandgerði. Þar slitnaðu 11 bátar frá landfestum og rak upp í fjöm. Þrír þeirra em dæmdir ónýtir. Er Svavar Ingibersson, skipstjóri, ætlaði að bjarga báti sínum frá fjömgrjótinu sem hann lamdist við, með því að festa í vörubifreið og draga bátinn aftur út að bryggjunni, en í sömu svipan gekk mikið ólag yfir bryggjuna, sem þeytti bflnum út í höfnina. Rólegheit Svavars hafa vafalaust bjargað honum. Hann beið meðan hús bifreiðarinnar nær fylltist, en þá gat hann skrúfað niður bflrúðuna og komst þar út, svamlaði að bryggju þar sem tveir sjómenn björg- uðu honum. Svavar var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík, þar sem hann hresstist fljót- lega. Friðrik aftur sölukóngur Hann seldi 100 jóla-Faxa og þurfti meira en þá var blaðið uppselt í af- greiðslunni. Leifur Isaksson, sveitarstjóri. Stálfélagið h/f All mörg ár em liðin síðan farið var að ræða um að koma á fót Stálbræðslu hér á landi. Árlega fellur mikið til af brota- jámi, sem hingað til hefur ýmist verið flutt út til endurvinnslu eða að það liggur hér hist og her, til óþurftar og óþrifa. Lengi vel var talið að brotajám þetta nægði ekki til að arðbært teídist að endurvinna það hér. Mikil fólks- fjölgun (tvöföldun á 40 ámm) og stór aukin umsvif leiða til mikillar aukning- ar brotajáms og því lflcur fyrir að arð- semi aukist. Formlegt félag hefur nú verið stofnað og því valið heimilisfang í Vatnsleysustrandarhreppi - kannske ekki að ástæðulausu þar sem hreppur- inn hyggst leggja til 20% af hlutafénu. Á aðalfundi í haust var svo Leifur ísaksson, sveitarstjóri í Vogum kosinn formaður stjómar, en hann hefur reynst dugmikill og vökull sveitarstjóri og því líklegur til að búa Stálfélaginu traustan gmndvöll. Þegar maður hefur ekið um Kúa- gerði síðustu vikumar, hafa þunga- vinnuvélar og mannskapur sést þar að verki og nú nýverið var búið að móta þar fyrir húsgmnni. 26-FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.