Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 16

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 16
Ráðstefna um stofnun heilsustöðvar í Svartsengi: STÓRMERKAR HUGMYNDIR UM HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU OG ATVINNUUPPBYGGINGU Laugardaginn 26. nóvember s.l. var boðað til ráðstefnu um stofnun heilsustöðvar í Svartsengi. Það var fjötmenn og virðuleg ráðstefna, sem væntanlega á eftir að verða hvati að stórframkvæmd í að byggja upp heilsustöð til hagsbótafyrir íbúa Suðumesja og til heilsubótar fyrir fjölda fólks, sem þjáist afkvillum sem Bláa lónið og hverahitinn virðist geta ráðið bót á. / jólablaði Faxa var sagt frá ráðstefnunni í stuttu máli og lofað að gera nánar grein fyrir henni síðar. Nú hafa nokkriraf þeim fyrirlestrum er þar voru fluttir verið sendir blaðinu og verða þeir birtir hér. Ekki er vist að þeir komist allir í þetta blað en þá koma þeir í npesta blaði. Niðurstaða ráðstefnunnar var sú, að leggja bæri áherslu á að vinna markvisst að framgangi þessa merka hagsmuna og hugsjóna málefnis, sem fjöldi sjúkling bindur vonir við að nái fram að ganga sem fyrst og þeim er til ráðstefnunnar boðuðufalið að hefja undirbúning að stofnun undirbúnings- hóps er síðan boðaði til stofnfundar félags um byggingu og starfrækslu slíkrar heilsustöðvar. Valdimar Ólafsson, formaður SPOEX, setti ráðstefnuna og fól Ellert Eiríkssyni sveitarstjóra að stjóma umræðum. VALDIMAR ÓLAFSSON Ágætu ráðstefnugestir: Ég vil fyrir hönd undirbúnings- nefndar þessarar ráðstefnu bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin. Eftir að „Bláa lónið“ myndaðist kviknaði áhugi manna fyrir því að notagildi þess yrði kannað með til- liti til lækningamáttar þess, því mönnum duldist eigi að hér er um mjög óvenjulegt fyrirbrigði að ræða. Þelr aðilar sem létu þetta mál sig mestu varða, það er að segja Hitaveita Suðurnesja, Sam- band sveitarfélga á Suðumesjum svo og Samtök psoriasis og exem- sjúklinga, ákváðu að setja nefnd í málið og varð að ráði að einn full- trúi frá hver jum þessara aðila sæti í nefndinni. Völdust til þessa starfs þeir Ingólfur Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Hitaveitu Suður- nesja af hálfu hitaveitunnar, Eiríkur Alexandersson, fram- kvæmdastjóri Sambands sveitarfé- laga á Suðumesjum af þess hálfu og ég, Valdimar Olafsson, for- maður Samtaka psoriasis og exem- sjúklinga af samtakanna hálfu. Nefndin komst fljótt að þeirri Valdimar Ólafsson. niðurstöðu að heppilegast yrði að boða alla þá aðila sem áhuga kynnu að hafa á máli þessu til sér- stakrar ráðstefnu, bæði til að kynna málið svo og til að kynnast viðhorfum allra þessara aðila. Til- gangurinn er svo auðvitað sá að umræður þær er á ráðstefnunni spynnust yrðu gott veganesti til að taka ákvarnir. Við leyfðum okkur því að senda boð til ráðstefnunnar til allra þeirra er við töldum að áhuga hefðu á málinu - en hklegt er að okkur hafi yfirsést og við gleymt einhverjum sem gjaman hefði hér viljað vera og biðjumst við velvirð- ingar á því ef svo er. Eins og sjá má af dagskrá ráð- stefnunnar er hún í raun þrískipt: í fyrsta lagi verða erindi flutt og mun sá liður verða fram að há- degisverði, en kaffihlé mun verða gert samkvæmt mati fundarstjóra, sennilega um kl. 10.30. Annar þáttur ráðstefnunnar verður strax að hádegisverðarhléi loknu, en hann er sá að umræður fara fram í umræðuhópum og skiptast þeir í þrjá hópa. Umræðuhópur I fjallar um heilsuþátt, umræðuhópur II um atvinnumálaþátt stöðvarinnar og þriðji hópurinn um ferðamála- þáttinn. Ég vil biðja ráðstefnugesti að innrita sig í þann hópinn sem þeir vilja starfa í, í kaffihléinu, en fundarstjóri mun upplýsa okkur um hvar í hótelinu hópamir verða staðsettir. Þessum þætti ráðstefn- unnar mun ljúka um kl. 14.30., en þá hittumst við hér öll aftur og þá hefst þriðji liður dagskrárinnar, það er panelumræður. Umræðum stjómar fundarstjórinn, Ellert Eiríksson, sveitarstjóri í Gerða- hreppi, en ásamt honum verða á panel Ingólfur Aðalsteinsson, Arnbjöm Olafsson, Ingibjörg Steingrímsdóttir, Eiríkur Alex- andersson, Jón Unndórsson, Tómas Tómasson, Ormar Þór Guðmundsson, Lúðvíg Hjálmtýs- son og ég. Aður en panel umræður hefjast munu umræðustjórar um- ræðuhópanna lesa upp álit eða niðurstöður er fram koma í hverj- um hópi. Lagðar verða fyrir hvem hóp spumingar og svör við þeim verður innlegg í niðurstöðurnar. Að því loknu hef jast almennar um- ræður, bæði þeirra er á panel sitja svo og ykkar hinna. Ég vil biðja menn að liggja ekki á liði sínu í umræðunum. Aætlað er að ráð- stefnunni ljúki um kl. 16.00, en þá er ráðstefnugestum boðið til öku- ferðar að Svartsengi í boði Hita- veitu Suðurnesja. Ekið verður til baka hingað og verðum við vænt- anlega komin um kl. 19.00 til kl. 19.30. Ég held ég hafi orð þessi ekki öllu lengri, en vonast til að við eig- um eftir að eiga saman ánægjuleg- an dag. Ein breyting hefur orðið á dag- skránni, en það er varðandi lið 5. í stað Björgvins Guðmundssonar mun kona hans, Ingibjörg Stein- grímsdóttir, flytja erindið. Ég vil biðja ykkur um að leiðrétta þetta á dagskránni sem þið hafið fengið. Eins og ég gat um áður, verður EHert Eiríksson fundarstjóri hér í dag. Ég segi ráðstefnuna setta. Valdimar Ólafsson, formað- ur Samtaka psoriasis og ex- emssjúklinga er löggiltur endurskoðandi og starfar sem slíkur við eigið fyrir- tæki, Endurskoðunarmið- stöðina h.f. —N. Mancher. SJÓMENN Myndbandadreifing Sjómannasam- bands íslands er á skrifstofu Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og ná- grennis Hafnargötu 80. Opið alla virka dagafrákl. 13-19. Verkaiýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis 16-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.