Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 18

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 18
Gísli Kristjánsson. unum, en ca. 50 metrar eru á milli bakka þvert yfir lónið. Það gerir það að verkum að aðeins fullfrískt fólk er fært um að stunda Iónið daglega þar sem langar leiðir þarf að ganga fáklæddur til að finna hæfilegan hita og er það oft hrá- slagalegt í því verðurfari, sem við þekkjum hér á landi. Þess vegna finnst mér það vera mjög aðkall- andi að ráðast í að leiða heita vatnið að SPOEX-húsinu og væri hægt að gera það með sams konar flotlögn og notuð er til þess að veiða olíu af yfirborði sjávar. Við þetta myndi skapast sú að- staða sem hefði úrslitaþýðingu til að könnun geti farið fram í lóninu og þeir sem stunda lónið að stað- aldri gætu treyst á þægilegan hita í vatninu. Setja þyrfti fleiri göngufleka út í lónið og afmarka þá staði, sem hættulegir eru. Þá þarf að koma upp hitapotti með vatni úr lóninu og þarf hann að vera yfirbyggður og þannig fyrir komið að eldra fólk ætti mjög auðvelt með að komast í hann. Tel ég þetta vera í verka- hring psoriasissamtakanna, með leyfi hitaveitunnar. í framtíðinni mætti svo huga að göngubraut kringum vatnið. Mikið hefur verið rætt um þann árangur sem fólk hefur fengið við að baða sig í vatni lónsins. Meðan ég dvaldi við lónið í 15 daga sam- fellt komu menn frá Noregi, Sví- þjóð og Bandaríkjunum og þegar ég ræddi við þetta fólk kom þeim öllum saman um að þau hefðu fengið umtalsverðan bata og sýndu öll áhuga á að koma aftur. Kona frá Svíþjóð skrifaði mér eftir að hún hafði verið í lóninu og sagði að læknir hennar hefði verið undrandi á því hve húð hennar hefði styrkst. Þann tíma sem ég stundaði lónið hafði mér batnað mikið og það varð til þess að ég kom mér upp aðstöðu heima og sæki ég mér vatn úr lóninu um hverja helgi, sem ég fer í daglega. Ég vil taka það fram hér að ég var búinn að vera í ljósa- böðum áður en ég byrjaði að stunda lónið og virtust þau ekki hafa áhrif á mig. í dag er sjáanleg- ur bati eftir 30 - 35 skipti og vonast ég til að ég geti haldið sjúkdómn- um niðri með þessari aðferð. Ég tel að nú þegar getum við farið að byggja á reynslu þeirra sem hafa sótt lónið og þegar við finnum út hvemig best er að með- höndla sjúklinga svo bestur árang- ur náist. Kæmi mér það ekki á óvart að í kringum Svartsengi risi kraftmikil heilsustöð. INGIBJÖRG STEIN- GRÍMSDÓTTIR Ég hef verið beðin um að segja hér frá reynslu okkar hjónanna af böðum í Bláa lóninu. Það er fleira en að fara í lónið sem hér kemur til tals. Ekki veit ég hvort heilbrigt fólk gerir sér grein fyrir þeim erfiðleikum sem em því samfara að vera með psoriasis. Þetta er sjúkdómur sem allflestir fela, því ekki emm við með fallega húð, ef við höfum þá húð en ekki eitthvað hreistur. Við emm svo ,,heppin“ hjónin að vera „alveg í stíl“ eins og bömin segja. Bæði með psoriasis, sem þýðir sameigin- legt vandamál að losna við hreistr- ið og kláðann. Margt hefur verið reynt með misjöfnum árangri. Við vomm bæði slæm þegar við frétt- um um að það væri reynandi að baða sig í lóni Hitaveitu Suður- nesja. Þessi frétt var rædd af Tilkynning Sjúkrasamlag Njarðvíkur mun frá og með 1. janúar 1984 flytja starfsemi sína og þjónustu til bókhaldsskrifstofu Jóns Ásgeirsson- ar, Brekkustíg 35, Njarövík, sími 2925. Njarðvík, 29. desember 1983. Bæjarstjóri. Ingibjörg Steingrímsdóttir. heimilisfólkinu og pabba og mömmu veitt leyfi til að fresta kvöldmat, þegar bömin færu á skíði eftir skóla. Svo nú var hafist handa að skipuleggja heimilishaldið upp á nýtt. Við hjónin í Bláa lónið og börn- in í Bláfjöll. Sennilega hefðu þau ekki farið svona oft á skíði ef lónið hefði ekki komið til. Það var því bamanna hagur líka. Og þá er ég loksins komin að aðalmálinu. Við fómm í Iónið á hverjum degi í 3 mánuði sleitu- laust. Það er skemmst frá því að segja að eftir 1/2 mánuð tókum við eftir því að við klómðum okkur af vana en ekki af þörf. Kláðinn var horfinn. Svo leið mánuðurinn og þá fóru blettimir að hverfa einn af öðmm. Þegar við byr juðum var ég sjálf með bletti á handleggjum og fótum, hársvörðurinn þakinn og náði ófögnuðurinn fram á enni og niður á háls. Einnig var ég með slæma bletti á ,,afturendanum“. Maðurinn minn var allur þakinn í blettum. Varla nokkuð heilt skinn á honum, sennilega höfum við verið óálitlegustu hjónin á landinu „húðlega séð“. f dagþurf- um við ekkert að fela, því nú emm við eins og hinir. Þetta þökkum við engu öðm en lóninu. Það er samt ekki til skaða að nota ljósalampa með, þegar sólin skín ekki. En bestur er árangurinn ef Iegið er á volgum grynningum og láta nærri vatna yfir sig og láta svo sólina baka sig. Hún var bara svo skolli treg í sumar. Ég tel lónið hafa veitt mér best- an batann. Um lækningu er ekki að ræða, fyrr en læknar hafa fund- ið orsök sjúkdómsins en á meðan við bíðum tel ég okkar stærstu von vera að komið verði upp heilsu- hæli í Svartsengi fyrir psoriasis- sjúklinga og aðra þá er gætu haft gott af vatninu í lóninu. Hafið þið nokkum tíma hugleitt hvaða fólk þetta er, það er að segja psoriasissjúklingar? Það er fólkið sem alltaf er í lang- erma fötum, hvemig sem viðrar, því það er hrætt við ykkur, þessi með heilu húðina. Það emð þið sem ekki leyfið þessu fólki að vera með. Það er rekið úr sundlaugun- um, það þorir ekki í h'kamsræktar- stöðvar því alls staðar fínnur það fyrir andúðinni, sem þó er öll á misskilningi byggð. Því psoriasis smitar ekki frekar en freknur. VALUR MARGEIRSSON Ég er psoriasissjúklingur og er búinn að vera það í 24 ár. Ég hef notað ýmsar aðferðir við að halda honum í skefjum með áburðum og einnig hef ég lagst inn á Húðsjúk- dómadeild Landspítalans og farið til sólarlanda. Fyrir um það bil tveimur ámm var ég mjög slæmur af psoriasis, var líkaminn allur út- Valur Margeirsson. steyptur. Ég fór þá til Sæmund- ar Kjartanssonar, húðsjúkdóma- læknis og fékk hjá honum smyrsl. Notaði ég smyrslin um tíma en þau virtust slá lítið á sjúkdóminn, því að nýir blettir mynduðust þegar aðrir hurfu. Um þetta leyti las ég viðtal við verkfræðing H.S. í Vík- urfréttum þar sem hann kom inn á að psoriasissjúklingar gætu fengið einhverja bót meina sinna í affalls- lóni H.S. í Svartsengi (Bláa lón- inu) og þar sem ég var mjög slæm- ur af psoriasis á þessum tíma og lá ekkert annað fyrir hjá mér en að leggjast inn á Húðsjúkdómadeild- ina, ákvað ég að hafa samband við hitaveitustjóra til að ræða þann möguleika að ég fengi að baða mig í lóninu til að sjá hvort að það slæi ekki á sjúkdóminn. Tók hann mjög vel í það og vildi allt fyrir mig gera þegar ég hafði skýrt fyrir hon- um íyrirætlun mína. Bað hann mig að hafa samband við yfirvélstjóra H.S. í Svartsengi. Fórégsíðan upp í Svartsengi og hitti hann og geng- 18-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.