Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 17

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 17
Ellert Eiríksson, sveitarstjóri í Gardi, stjórnaði umrœðum á ráðstefnunni. INGÓLFUR AÐALSTEINSSON Það eru nú um það bil tvö ár síðan að nafnið Bláa lónið fór að hljóma í eyrum Suðumesjamanna og raunar alþjóðar. En hvað er Bláa lónið, sem mönnnum verður svo tíðrætt um og er jafnvel farið að vitna til í erlendum fréttaskrif- um? Það var árið 1981, sem psoriasis- sjúklingur kom til mín og bað um leyfi til þess að fara í bað í ,,Bláa lóninu". Eg minnist þess að mér kom þessi ósk á óvart, ég vissi að vísu af lóninu, en hafði ákveðna meiningu um að þar væri ekki hentugur staður til almennings- baða, enda vísast að slys, sem af því hlytust myndu skapa hitaveit- unni skaðabótaskyldu. Það þarf ekki að orðlengja það, að viðmæl- andi minn sannfærði mig um að hann tæki á sig allar skyldur, að- eins ef hann fengi að gera tilraunir með að baða sig í þessu litfagra lóni. Árið 1971 hófust fyrstu boranir eftir heitu vatni í Svartsengi og þá þegar var ljóst að vatnið, sem úr borholunni kom var salt og inni- hélt um það bil 2/3 af seltu sjávar, auk fjölmargra uppleystra efna, sem verða tíunduð af Sigurði Guð- mundssyni efnaverkfræðingi, hér á eftir mér. Frá þeim tíma hafa verið borað- ar 12 heitavatnsholur mismunandi djúpar, eða frá 240 m, sem var dýpt fyrstu holu og allt niður í 1800 m. Sameiginlegt er það öllum þess- um borholum að lögurinn, sem úr þeim kemur hefir nokkum veginn sömu eiginleika. Þetta vatn er óhæft til beinnar upphitunar, þar sem kísill myndi fylla allar leiðslur á skömmum tíma, auk þess sem tæringarvandamál (myndu) tor- velda eðilegan rekstur hitaveit- unnar. Holumar vom virkjaðar með hliðsjón af þessari staðreynd og upphitunarvandamálið leyst með því að setja upp varmaskipta, þar sem ferskt vatn er hitað upp með gufunni úr jarðsjónum, sem kemur úr holunum. Jarðsjórinn er þannig nýttur niður í 70°C, en við það hitastig er hann látinn renna út í hraun, og verður þar að náttúru- spjöllum eða prýði, allt eftir smekk skoðandans. Þegar jarð- sjórinn kemur út úr orkuverinu er selta hans trúlega orðin nálægt seltu úthafssjávar, þar sem talsvert magn upphaflegs vatns í formi gufu hefír nýst til upphitunar á ferskvatninu. Saltvatnið sem þannig rennur út frá varmaorku- verinu er allt að 1000 tonnum á klukkutíma, en það er þetta salt- vatn sem hefir nú myndað hið margfræga „Bláa lón“. Eins og áður sagði em ýmis efni uppleyst í vatninu, en að magni til er kísillinn mest áberandi, enda hefir innihald hans náð mettun við 140°C, sem þýðir að hann er í yfirmettun við 70°C og heldur því áfram að falla út eftir því sem vatnið kólnar í lón- inu. Utfelling kísilsins verður í ör- smáum ögnum, sem svífa í vatn- inu, áður en þær falla endanlega til Ingólfur Aðalsteinsson. botns. Það gætu verið þessar agn- ir, sem orsaka hinn blágræna lit lónsins, en stærð þeirra er trúlega slík að þær endurkasta litlu öðm en bláa ljósinu í dagsbirtunni. Tal- ið er að heildarmagn þess kísils sem þarna botnfellur á ári hverju sé um 4000 tonn. Nú þegarer kom- in kísilleðja á botn lónsins, sem er jafnvel fleiri metrar á dýpt en stærð lónsins er nú áætluð um 25.(XX) m2. Kísilleðjan fyllir upp allar smugur í botninum og stíflar frárennsli úr því og viðheldur þannig talsverðu dýpi í lóninu án nokkurrar mannvirkjagerðar. Það er sem sagt þetta lón og kísilleðja, sem psoriasismenn hafa verið að baða sig í að undanfömu. Frá leikmanns sjónarmiði er ekki óeðlilegt þótt lón sem þetta veki athygli húðsjúkdómasjúkl- inga — má þar einkum nefna að þetta mun vera eini staðurinn á landinu, þar sem hægt er að baða sig í heitum sjó. í öðm lagi er kísil- leðjan einkar þægileg til þess að smyrja henni á sig. í þriðja lagi er litur lónsins, en hann gefur lóninu og umhverfi öllu dularfullan blæ - og allt sem er dularfullt er líklegt til að draga að sér athygli. En ég tel mikilævgt að komast að hinu sanna um Iækningamátt jarðsjávarins í lóninu - en hvað sem honum líður er ekki að efa að Svartsengissvæðið er vel fallið til staðsetningar heilsustöðvar, sem gæti nýst fjölmörgum sjúklingum til hressingar og afslöppunar. Má í því sambandi benda á að landslag þama er fjölbreytilegt og gefur gott tækifæri til útiíþrótta. Auk þess trúi ég því að næg hitaorka sem á staðnum er geti vissulega orðið góð undirstaða undir heilsu- stöð. Um þessi atriði öll verður ein- mitt fjallað á þessari ráðstefnu, sem hér er að hefjast. Ég vil leyfa mér að vona að niðurstöður ráð- stefnunnar verði jákvæðar og hún sé einungis fyrsta skrefið að því marki, að byggð verði heilsustöð í Svartsengi, þar sem sjúkir geta sótt endurhæfingu og lækningu, en heilbrigðir notið fjölbreyttrar líkamsþjálfunar eða hvíldar. GÍSU KRISTJÁNSSON Þegar Valdimar Ólafsson fór fram á að ég ræddi um Bláa lónið, kom fyrst upp í huga mínum þakk- læti til starfsmanna Hitaveitu Suð- umesja og eiganda Svartsengis fyrir þann velvilja sem psoriasisfé- lögum hefur mætt við að skapa sér aðstöðu við lónið. Búningsaðstaða er að verða mjög góð, en ýmsar framkvæmdir þyrfti að gera við lónið sjálft til þess að auðvelda okkur notkun þess. Vandamálið er fyrst og fremst það, að hitamunur sem er í lóninu er of mikill og fer eftir veðri og vindi. Til dæmis þegar vindátt liggur þvert á vatnsúttökin kemur ekkert heitt vatn að húsi SPOEX en það er beint á móti vatnsúttök- Ingvar Agnarsson: Stormur Stormurinn stríði stefnir að landi. Lengi er að líða Ijósvana nótt. Stormurinn steðjar um strendur og voga, öskrandi œðir um eyjar og nes. Börnin í bœnum bifast afótta. Lengi er að líða Ijósvana nótt. INNRÖMMUN SF., NJARÐVÍK LOKAÐ 24. JANÚAR TIL 17. FEBRÚAR ðnmmmn.* HOhJSG'OJa 8 PðHRÐVDK * Sirm 26§8 ________rr^-3 ff FAXI-17

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.