Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 3

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 3
ÆVINTÝRI í NÍGERÍU Við fréttum, að Ævar Guð- ntundsson, Krossholti 12, Kefla- Vlk væri nýkomin frá Nígeríu, en hann er flugvélstjóri hjá Arnar- flugi. Við báðum hann að segja °kkur frá ferð sinni og dvöl þar. Hvenœr fórstu til Nígeríu? Eg flaug til Amsterdam í Hol- landi 12. febrúars.l. ogþaðandag- inn eftir með hollenska flugfélag- lnu KLM til Lagos í Nígeríu. Hvernig leist þérá Lagos? Maður fyllist óhug og undrun, Þegar maður sér borgina fyrst. Hún er óhrein og óhrjáleg, en þar búa milljónir manna. Ruslahaug- ar> bflflök, bárujámshreysi og brak er meðfram öllum akreinum úl og frá borginni svo og í borginni sjálfri. Geturðu ekki sagt okkur eitt- hvað um Lagos? Lagos er mesta hafnarborg H'geíu. Þar liggja gjaman yfir uundrað skip á flóanum fyrir utan °g bíða affermingar og hafa sum skipin beðið þar svo mánuðum skiptir vegna greiðsluerfiðleika heimamanna. Það er talað um að þarna sé mik- ‘ð um gjaldeyrisbrask. Er það rétt? •lú, það er rétt. Gjaldeyrisbrask er landlæg plága vegna þess að stjórnvöld ofmeta gjaldmiðil sinn, ^em heitir Naira. Gildi einnar Nairu er ein á móti einum dollar, en braskarar selja Nairuna á 2,80 á móti einum dollar og reyna svo að koma þessu ólöglega fé sínu í hanka erlendis, því efnahagur •andsins stendur mjög völtum fót- utn. Hvað getur þú sagt okkur um skfeiðina, sem við seljum til Hígeríu. Er hún til sölu á almenn- u,n markaði? Maður heyrir mikið talað um skreiðarsölu íslendinga og Norð- manna til Nígeríu, en ég verð að segja eins og er, að ég hef ekki séð Ueina skreið til sölu þama undan- farið. Pó hef ég farið um útimark- aði borgarinnar. En hefur þú haft spurnir af því hvernig þeir matreiða skreiðina? Jú, skreiðin er matreidd á dálít- ið sérstæðan hátt. Hún er sett í pott og soðin þar til flakið skilst frá beinunum. Síðan er það tekið og hrært í kássu ásamt miklu af kryddi og laukjurtum. En fékkst þú að smakka þennan rétt? Nei. Ég hef ekki smakkað þenn- an herramannsrétt þeirra Nígeríu- manna. Hvernig er aðstaða ykkar A rnar- flugsáhafna í Lagos? Við búum á hóteli, sem heitir Graz og er ekki langt frá flugvell- inum. Það er í frekar ófriðsælu hverfi og eru innbrot og rán ekki ótíð í grenndinni. Vistarverur hótelsins eru frekar óhrjálegar og óhreinar. Mikið um kakkalakka og flær og sést stöku húsvön rotta skjótast þar milli skúmaskota. Matseðillinn býður ekki uppá marga rétti, en eitt eiga þeir allir sameiginlegt. Peirem óætir. Hvernig er dagskráin hjá ykkur á hverjum degi fyrir sig meðan þið eruð í Nígeríu? Vinnudagurinn er langur hjá okkur. Við vöknum kl. 06.30 og förum í morgunmat, sem er einn bolli bleksvart kaffi, grjóthörð ristuð brauðsneið, klípa af smjöri og klípa af marmelaði (nígerískur árbítur). Þaö er lagt af stað kl. 07.20 út á flugvöll. Áætlaður brottfarartími er kl. 08.30. Áhöfn- in fær ekkert að borða, fyrr en komið er aftur á hótelið. Það er um kl. 21.00. Stundum getum við þó fengið gosdrykki eða vatn. Við er- um keyrð til og frá vinnu af þel- dökkum bflstjóra. Regla dagsins er að gefa í á fullu, bremsa á fullu, svína sér, smeygja sér, skjóta sér, troða sér, mjaka sér, liggja á flaut- unni og hlæja að öllu saman, líkt og um mjög skemmtilegan leik væri að ræða. Við komum loks á hótelið rennblaut af svita og bíð- um í ofvæni eftir að sjá rétt dagsins og meðlæti. Hver er flugáœtlunin yfir dag- inn? Hún er alltaf sú sama. Til Port Harcourt, Enugu og aftur til Lagos. Hvað geturðu sagt okkur um íbúa Nígeríu? Fólkið í landinu er yfirleitt létt og skapgott, en það vill ekki kljást við vandamál. Ef eitthvað smámál kemur upp, þá er jafnan gert úr því stórmál, sem allir geta tekið þátt í, því allir geta leyst það, en ef eitt- hvað alvarlegt er uppi á teningn- um, þá segja þeir gjaman, „ekkert vandamál“, og þá er vitað mál, að eitthvað mikið er að og láta þarf málið til sín taka og það strax. Margt skemmtilegt fólk hefur orð- ið á vegi mínum. Einu sinni sat ég til borðs með lögreglumanni. Hann spurði mig hvaðan ég væri. Er ég hafði sagt honum það með ýmsum landfræðilegum punktum, svo sem Norðurpólnum, sagðist hann vita hvar ísland væri. Hann hafði lesið töluvert um sögu Norð- urlanda. Hann spurði hvaða álit ég hefði á landi hans og þjóð. Ég taldi landið gjöfult, en ábúendur vart hæfa til að nýta það. Hann sagðist ekki efast um sannleiksgildi þessara orða, en ég yrði að gera mér grein fyrir því, að fyrir 80 árum síðan hefðu þeir getað labbað að næsta tré og étið fylli sína, en með hvíta manninum, læknishjálp, fækkun villidýra, olíu og bflum, vorum við þrifin inn í 20. öldina í einu vet- fangi. Það mun taka okkur einn til tvo mannsaldra að skilja þetta allt saman og mæta því, eða gekk ykkar íslensku landnemum vel að halda sér og sínum lifandi eða misstu þeir hjarðir sínar og húsdýr, þar sem þeir höfðu ekki reiknað með hörð- um vetri og aflað vetrarfóðurs. Það kenndi ykkur að gera áætlanir fram í tímann, en til þessa dags höfum við Nígeríumenn ekki þurft þess, en sá tími er nú kominn, að við erum í sömu förum og víking- arnir, er þeir námu ísland. Geturðu ekki sagt okkur frá skemmtilegum samskiptum eða samræðum við Ntgeríumenn? Jú. Einn dag er við vorum í Port Harcourt gerðum við okkur ferð til að skoða aðstæður á flugvellin- um. Við skoðuðum flugtuminn og flciri staði. Við hittum að máli flugvallarstjórann, sem erMúham- eðstrúarmaður og hinn málhreyf- asti. Ræddum við stjómmál, við- skiptamál, málefni OPEC og trú- mál. Hann bar okkur dýsætt te að Múhameðstrúrarmanna sið. Er við kvöddum tók hann í hönd mína, brosti og sagði: ,,En segðu mér eitt Ævi. Því gátuð þið kristnir menn ekki veitt okkur Múhameðs- trúarmönnum sömu umbun og við veittum ykkur?“ Ég horfði á hann forviða og er hann sá undmn mína sagði hann: „Kóraninn segir Jesús frá Nasaret einn af spámönnum Allah. Að vísu ekki stóran, en spá- mann samt. Ef Biblían hefði nú nefnt Múhameð sem spámann og gert Múhameðsguðspjall, því báð- ir trúum við á hinn eina sanna guð og það eina, sem okkur deilir á um er um veginn. Hugsaður þér hversu mörgum hörmungum og blóðugum sytrjöldum hefði verið afstýrt, ef þið hefðuð ekki verið svona stórir upp á ykkur og gert Múhameð að spámanni í Biblí- unni. Ekkert stóran, en spámann samt.“ Við kvöddumst með virkt- um og þessi ágæti maður veifaði til okkar er við gengum burt, sem minnir mig á Hussein vin minn í Trípoh' í Líbýu. Hann sagði: „Ef þú lærir arabísku hefur þú forskot á aðra, þegar Arabamir taka yfir á Vesturlöndum og allir verða að tala arabísku.“ Við þökkum Ævari fyrir þetta spjall og óskum honum alls góðs í framtíðinni. S.B. FAXI-63

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.