Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 28

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 28
gengir varpfuglar eru sandlóa, tjaldur, kría og æður. Örfá þórshanapör hafa orpið á svæðinu fram á síðustu ár. Þórshana hefur þó ekki orðið vart að undanfömu og er ágangi erlendra fuglaskoðara kennt um. 5. Friða þarf fjörur og strandlengju fyrir jarðraski." Veiðibjallan er sem kunnugt er mjög gráðugur fugl. Vflar hún h'tt fyrir sér að ráðst til atlögu á ótrúlegustu stöðum, ef hún heldur að matar sé von. Hún er þess vegna mjög á verði við ræsi og ruslahauga. Fyrir nokkru bar svo við, að maður einn úr Keflavík eða Njarðvík, var við veiðar á trillu sinni, skammt undan Vatnsnesi, að í áttina til hans flaug veiðibjalla. Slíkt er þó tæplega í frásögu færandi á sjó enda veitti maðurinn fuglinum ekki athygli fyrr en hann féll í sjóinn með skvampi miklu skammt frá bátnum. Sá hann þá h var stór og mikil rotta synti út úr fuglinum, sem virtist vera dauður. Óhugguleg er þessi saga, en sýnir betur en annað græðgi veiðibjöllunnar. Jón Jónsson, jarðfræðingur hefur varið mörgum árum til rann- sókna á Reykjanesskaga. En furðu hljótt hefur þó verið um þær rannsókn- ir hans og lítt verið minnst á þær hér í Faxa. 1978 Gaf Jón út fjölritað rit um rannsóknir sínar. Trúlega er það nú í fárra höndum. En mjög er æskilegt að hann gefi það síðar út á prenti, svo að flestir eigi aðgang að þeim upplýsing- um, sem þar eru. Hér verða birtir ör- stuttir kaflar úr riti Jóns, sem fjalla um fjöllin á skaganum næst okkur. Þorbjamarfell (243 m) vekur athygli fyrst og fremst af því hvað það er mikið brotið og verður að því nánar vikið síðar. Fellið er úr bólstrabergi og móbergsþursa með bólstrum á víð og dreif, en lítið er um blágrýtisæðar í því það séð verður og hraun eru þar engin. Bergið í fellinu hefur ekki verið athugað nánar. Að norðaustan er það mjög ummyndað af jarðhita. Þorbjarnarfell hefur án efa myndast við gos undir ís meðan jöklar huldu landið. Vestur úr Þorbjamar- felli gengur hæðarbunga, sem Lágafell heitir. Það er fom eldstöð, líklega frá því seint á síðasta jökulskeiði. Ennþá sér fyrir hrauni og nokkrum gígum kringum hann ásamt gjalli, en engin merki sjást til þess að jökull hafi geng- ið þar yfir. Lágafell virðist vera yngra en Þorbjarnarfell. Norðaustur af Þor- bjamarfelli liggur Selás og tengir það við Hagafell og Svartsengisfell. Þessi fell em að langmestu leyti úr bólstra- bergi og kemur það sérstaklega vel fram í Gálgaklettum í Hagafelli, en þeireru misgengi, sem brýtur fellið um þvert. Stór björg hafa losnað og hrap- að ofan á hraunið. Er þar þægilegt að grannskoða bólstraberg. Norðan undir Gálgaklettum er svæðið þakið hraun- um upp að SvartsengisfeUi (206 m), sem svo er nefnt af Grindvíkingum, en á kortinu er það nefnt Sýlingafell og mun það hafa verið málvenja í Vogum og á Vatnsleysuströnd. Hið neðra Svartsengisfell að mestu úr bólstra- bergi og þursa en efst á því er gígur allstór eða raunar öllu heldur tveir samhangandi gígir og grágrýtishraun kringum þá. Fjallið er því sennilega byggt sem stapi og mjög unglegt, hefur sennilega verið virkt seint á síðasta jökulskeiði. Vestan í fjallinu em gos- myndanir, sem samanstanda af ösku og vikri, og hefur það efni verið unnið um árabil, og er svo enn. Sú myndun hverfur inn undir fellið sjálft. Mis- gengissprunga liggur um fellið þvert með stefnu norðaustur-suðvestur og ummyndun eftir jarðhita er þar mikil enda er virkur jarðhiti (háhiti) við ræt- ur fjallsins. Ummyndunina má rekja um norðanverðan Sélháls yfir í Þor- bjamarfell eins og áður var drepið á. Tengist þessi ummyndun jarðhita- svæðinu Svartsengi. (Bls. 31-32). Stóra-Skógfell (188 m) er um 1,5 km austur af Svartsengisfelli- Það er algjörlega úr bólstrabergi. Litla-Skógfell er um 3 km austar og einnig það er úr bólstrabergi, en ólíkt er það berginu í Stóra-Skógfelli. (Bls. 32). Fagradalsfjall (385 m) er byggt upp sem stapi, hið neðra úr bólstrabergi, brotabergi og túffi, en með hettur úr grágrýti. Líta verður á f jallið sem dyngju og er gígurinn nyrst í fjallinu. Hefur það að mestu leyti byggst upp undir ís og virðist ekki ólík- legt að jökull hafi legið að því norð- austanverðu fram til þess að eldvirkni hætti. Mætti ætla að jökull hafi legið umhverfis það, þegar grágrýtishraun, sem þekja það, runnu, en þau eru frá áðumefndum gíg komin og hafa runn- ið til suðurs og suðvesturs en ekki norðurs. Norðurendi fjallsins er úr móbergsbrotabergi allt frá toppgígn- um og niður úr svo langt sem sér. f gíg Fagradalsfjalls er ennþá grágrýtis- hraun. (Bls. 34-35). Til skýringar fyrir þá sem ekki þekkja Fagradalsfjall, skal þess getið, að það er aflangt, ekki ólíkt hval í laginu, séð frá Keflavík. Er gígurinn í þeim hluta fjallsins sem fjær veit bænum. Skóg- fellin eru á vinstri hönd úti í hrauninu þegar ekið er til Grindvíkur. Keilir (379 m) er frægastur fjalla á Reykjanesskaga. Norðaustan við hann em þrír hnúkar, sem nefndir em Keilisböm. Þeir eru úr lagaskiptu móbergstúffi og raunar er það sums staðar í Keili sjálfum að neð- anverðu. f þessu túffi má víða finna báruför, sem sýna að efni þetta hefur sest til í vatni. Utlit þeirra bendir til að um gmnnt vatn hafi verið að ræða. Milli Keilis og Keilisbarna er hringlaga dalur. Víða má sjá að túfflögum hallar inn að þessum dal. Grágrýti er í tonn- um á Keili og sums staðar utan í honum virðist það koma fram og gæti það ver- ið berggangur. Sennilega er þetta hraun í gosrás fjallsins því ekki er að efa að Keilir er eldstöð frá jökultíma. (Bls. 41). ★ Félagsforingjaskipti Verkaskipting varð í fomstusveit Skátafélagsins Heiðarbúa Eydís Eyjólfsdóttir, sem verið hefur félagsforingi í nokkur ár baðst undan kosningu og var þá Jakob Árnason, byggingameistari, kosinn félagsforingi en Eydís verður aðstoðarfélagsforingi- FJÓRBÝLISHÚS f GARÐI Til sölu 3 þriggja herbergja íbúöir í fjórbýlishúsi viö Silfurtún í Garöi. íbúðirnar eru 87 og 105 fermetrar og seljast fokheldar. Afhendingartími er 1. ágúst 1984. Húsiö verður fullfrágengið aö utan, meö sér inngangi og frágenginni lóö. Einnig 158 ferm. fok- helt einbýlishús við Klapparbraut, ásamt grunni aö bílskúr. Upplýsingar gefur Tómas í símum 7107 og 7160.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.