Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 14

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 14
MINNING Ástríður Þórarinsdóttir FÆDD 2. ÁGÚST1908 DÁIN 7. DESEMBER 1983 Þann 7. desember sl. lést amma mín, Astríður Þórarins- dóttir frá Brautarhóli í Höfnum, rétt rúmlega 75 ára að aldri en hún var fædd 2. ágúst 1908. Mikinn hluta sl. árs lá hún á sjúkrahúsi og var hún þess sér meðvituð að við sjúkdóm hennar yrði ekki ráðið. Amma tók örlög- um sínum með jafnaðargeði og vildi láta allt ganga sem eðlilegast fyrir sig, eftir sem áður. Þegar hún gat og heilsan leyfði fékk hún að dvelja heima, en þar virt- ist henni alltaf h'ða best. Þegar hún dvaldi heima á Brautarhóli í síðasta skiptið, heimsótti ég hana, henni var þá tíðrætt um ætt sína og forfeður okkar. Vildi hún endilega koma því til okkar, en kvað fáa vilja hlusta og hafa áhuga á shku. Okkur kom saman um að ég kæmi fljótlega aftur og myndi þá hafa meðferðis upp- tökutæki og við ræða saman um fortíðina og forfeðurna. Eða öllu heldur myndi hún fræða okkur um bemsku sína á hinu mikla heimili í Kotvogi í Höfnum og rekja ættir okkar eftir því sem hún gæti. En áður en af þessu gat orðið fór amma síðustu ferð sína á sjúkrahúsið. Foreldrar ömmu hétu Ingi- gerður Jónsdóttir fædd í Junk- aragerði 17. júlí 1864 og Þórarinn Tómasson fæddur 9. mars 1859 á Hvalsnesi, ættaður úr Mosfells- sveit, en þau voru bæði heimilis- menn í Kotvogi. Hún vinnu- kona, en hann vinnumaður. Ingi- gerður var dóttir Jóns Ketilsson- ar ygri (1824 - 1884) og seinni konu hans Gróu Jónsdóttur (1829 - 1887). Jón Ketilsson yngri var sonur elsta Ketils í Kotvogi og þá bróðir mið Ketils, sem tók við Kotvogsbænum eftir lát Önnu Jónsdóttur þriðju konu föður þeirra. Hún var frá Höskuldarkoti í Njarðvík. Kotvogsbærinn var geysilegur að stærð og án efa einn allra stærsti bær á íslandi, alls sextán hús og mörg stór segir í lýsingu um hann. Þá er þess og sérstak- lega getið í Litla skinninu, einni bóka séra Jóns Thorarensen, að í bænum hafi verið margs konar úrvalsviður, m.a. úr skipinu „James Town“, sem rak mann- laust inn Kirkjuvog árið 1881 og strandaði við Hestaklett. Um foreldra ömmu segir Jón Thorarensen í Litla skinninu: „Ingigerður var vinnukona og eldakona í Kotvogi árið um kring. Það var mikið starf. Hún var grönn kona vel vaxin og lag- leg. Allur matur úr hennar hönd- um var afbragð. Hún var afburða vinnugarpur við hvað eitt, sem hún tók höndum til. Hún sam- einaði fjölhæfa verkþekkingu og húsbóndahollustu. “ Um Þórarinn Tómasson segir hann: „Þórarinn var vinnumað- ur er hugsaði um veiðarfærin. Hann reið netaslöngumar, bætti notuð net, eða felldi þau, fléttaði utan um kúlur endurbætti lóðar- ása o.fl. Sterkur og góður sjó- maður var hann og heitfengur við öll sjávarstörf í frosthörkum. Hann var afbragðs sláttumaður og fjölhæfur alla tíð, kvikur og laginn við öll verk hvort heldur var á sjó eða landi. Hann var fjörmaður mikill og sagði sögur af mestri list og með þeim sann- færingarkrafti sem ógleymanleg- ur var þeim, er á hlýddu." En amma var alin upp hjá Katli frænda sínum Ketilssyni, yngsta Katli og Hildi Jónsdóttur Thorarensen í Kotvogi ásamt fjórum öðrum bömum. Hin vom Jón Thorarensen, Lára Thorar- ensen, Ragna Bjamadóttir og Fanney Guðlaugsdóttir. Auk þess átti amma tvo hálfbræður, þá Jón Asmundsson og Karl Jónsson, en þeir em báðir látnir. Eg má til með að minnast á þátt Jons TTiorarensen uppeldis- bróður ömmu, hún vitnaði oft í hann. Og reyndar var ég svo lán- samur að fá að hlusta á þau rifja upp bemskuminningu í síðustu heimsókn minni á spítalanum hjá ömmu. En við Jón voru þar hjá henni ásamt öðmm. Sú minning var tengd Kotvogstúninu. Allt sem Jón hefur fært í letur um Suðurnesin og sérstaklega Kot- voginn og Hafnirnar verður seint fullþakkað. Saga þessa svæðis verður til um aldur og ævi og ná- kvæmlega skráð, niðjum þessa fólks til fróðleiks og ánægju. Um fólkið í Kotvogi í tíð yngsta Ketils segir Jón Thorar- ensen: „Vinnufólkið í Kotvogi var úrvalsfólk að vinnuþekk- ingu, fjölhæfni, dugnaði og trú- mennsku. Þetta var úrvalsfólk. Friður og samheldni í öllum verkum var hin daglega venja. Þetta var fólk sem skapaði hina miklu reisn Kotvogsheimilisins. Það var hollur skóli fyrir ungl- inga, sem gátu lært þar alla þjóð- hætti og verkmenningu, reglu, nýtni og aðhald. Amma Ásta giftist 2. nóvem- ber 1929, manni sínum, Vil- hjálmi Magnússyni en afi er ætt- aður frá Traðhúsum í Höfnum. Hann var í mörg ár farsæll for- maður og sjómaður í húð og hár. Þau byrjuðu fyrst búskap í Kot- vogi, mannmörgu heimili. En ár- ið 1939 brann Kotvogsbærinn og sluppu margir við illan leik úr brunanum og nokkrir létust. Þennan dag var afi á sjó, en amma heima með fjögur börn, sluppu þau öll naumlega út. Þetta atvik tók mjög á ömmu og gekk nærri heilsu hennar, því hún fékk slæma reykeitrun og varð upp frá þessu vanheil í Iung- um. Eftir þetta bjuggu þau á loft- inu í Traðhúsum hjá foreldrum afa um tíma, á meðan þau byggðu nýtt hús, Sólbakka. En lánið lék ekki við þau, því þau misstu húsið eftir skamma bú- setu og fluttu eftir það að Ós- landi og bjuggu þar í kjallaranum þar til ráðist var í aðra byggingu. Þau héldu sem sagt ótrauð áfram og byggðu sér nýjan bústað að Brautarhóli, það varð hamingju- staður margra. Á Brautarhóli hafa amma og afi ætíð búið síð- an. Þau eignuðust fimm börn: Ketil, Hildi, Jón Bjöm, Garðar Má og Magnús Marel. Þeir tveir síðastnefndu voru tvíburar og lést Magnús á öðru ári, en Garð- ar árið 1976. Auk þess ólu þau upp dótturson sinn Vilhjálm Nikulásson. Afkomendur afa og ömmu eru í dag 38 talsins. Amma Ásta erfði ýmsa hæfi- leika og nam aðra, enda frá mannmörgu heimili. Hún hafði margt í fari sínu er gat átt við lýsingu móður hennar eða föður. Amma var afburða hagleikskona hvort heldur var til matargerðar eða hannyrða, mikil fjörkona og sagði sögur af mikilli list. Enda kunni hún til flestra verka hinna gömlu búskaparhátta sem nú eru að mestu að gleymast og hverfa. Ég minnist með þakklæti allra þeirra ánægjulegu daga er ég dvaldi hjá þeim ömmu og afa um lengri eða skemmri tfma. í huga mínum koma upp ýmis atvik sem vert væri að segja frá, því sleppi ég nú. En hluti þeirra atvika sem best lifa í huga mínum hafa og munu ganga til barna minna. Þess vegna er það að í hverri ferð í Hafnirnar rifjast eitt og annað upp, þegar spurt er úr mörgum áttum. Amma á stóran hlut í þessum minningum sem tengj- ast lífi þeirra beggja, atvinnu afa, róðrunum, skrínukostinum, gljánni, þekkingu á kennileitum og örnefnum, sögum, sendiferð- um til Keflavíkur, fólkinu á staðnum, dýrum og stjórnmál- um. Eflaust væri hægt að halda lengur áfram, en hér skal látið staðar numið. Amma hvílir nú í Kotvogs- kirkjugarði og var jarðsungin frá þeirri kirkju sem forfeður okkar reistu drottni vorum og Guði til dýrðar. Við ættingjar þökkum öllum þeim er styrktu og glöddu ömmu í veikindum hennar. Sér- stakar þakkir á þó dóttir hennar Hildur, sem annaðist hana á einn og annan hátt síðustu mán- uðina hvort heldur var heima á Brautarhóli eða á sjúkrahúsinu. Við stöndum í ævarandi þakkar- skuld við Díu fyrir fórnfýsi henn- ar á þessum erfiðu tímum. Ég bið algóðan Guð að blessa og styrkja afa og blessa minningu góðrar ömmu minnar. V.K. 74-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.