Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 5

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 5
HELGIHOIM Á mjög skemmtilegan hátt var frá því sagt, aö þegar fyrstu eim- vagnarnir brunuðu meðfram ökr- um og beitilöndum, þá hafði það þvQík feikna áhrif á búendur og búfé, að nytin datt úr kúnum og búendur hlupu í felur. Iðnbyltingin mikla, sem hófst á Englandi á ofanverðri 18. öld hafði miklar breytingar í för með Ser- Atvinnutækifærum fjölgaði hl muna og fleiri urðu bjargálna. Þannig leiddi eitt af öðru, hin aukna tækni veitti fleirum tekjur, °g aukin fjárráð alls almennings juku til muna eftirspum eftir hvers konar varningi. Af ýsmum ástæðum hefur þessi Þfóun orðið mjög mismunandi í hinum ýmsu heimshlutum. íbúar Evrópu og Norður-Ameríku urðu hvað fljótastir til að tileinka sér tæknina og framfarir á flestum sviðum sáu dagsins ljós. Því miður fylgdi ekki alltaf forsjá kappi og því urðu ýmsar þjóðir illa úti í kreppunni á árunum eftir 1930. Afleiðingarnar urðu mikill aftur- kippur á sviði framfara og tækni. hað tók þó ótrúlega stuttan tíma aó rétta aftur úr kútnum og má eflaust rekja það til þess, að þjóð- lrnar réðu yfir öflugum og afkasta- miklum tækjum. Smátt og smátt hefur tæknivæð- 'ngin breiðst út til flestra heims- hluta. Oft er deilt um, hvað gott leiði af aukinni tækni, bæði hvað snertir vinnu fólks og til lífsþæg- mda. Ég tel þó ljóst, að fáir vildu skipta á þægindum daglegs lífs í flag og því sem t.d. íslendingar þekktu fyrr á öldum. í þessu sambandi er kannski rétt að velta Því fyrir sér, hvernig nú væri um- horfs á meðal jarðarbúa, ef ekki hefði orðið þessi tækniþróun. Eitt er öruggt. Maðurinn hefur oftast farið illa með þau tækifæri sem honum hafa gefist. Vonandi kem- Ur að því, að honum lærist. Það var einkenni á iðnbylting- Unni, að menn fundu upp vélar, Sern gátu leyst manninn af hólmi við hin erfiðari verk. Hráfenisöfl- Un hvers konar varð öflugri og framleiðsla jókst verulega. Þetta gilti ekki hvað síst við aárnugröft og í flutningum. Ráðist var í byggingu skipaskurða, skipin voru búin vélum og aðrar sam- góngur bötnuðu. Þessi þróun hef- Ur stöðugt haldið áfram, ekki hvað sist eftir að flugi óx fiskur um hrygg. Tæknibylting okkar tíma Margir telja, að í dag sé runnin upp ný bylting - tæknibylting -. Undirstaða þeirrar byltingar er til- koma tölvunnar og þróun hennar. í sögunni um Ali Baba var töfra- orðið: „Sesam, Sesam, opnist þú“. í dag er töfraorðið ,,Tölva“. Allt í kringum okkur heyrum við setningar sem þessar: „Tölvan gerði þetta, ég get ekkert gert.“ Þetta lýsir viðhorfi til tölva og um leið vanþekkingu. Enn er það þannig, að tölvur vinna aðeins eft- ir fyrirsögn mannsins. Það má vel vera, að í framtíðinni geti maður- inn framleitt tölvur, sem geta unn- ið algjörlega sjálfstætt. Þetta er ekki hægt í dag. Aftur á móti er tölva geysilega öflugt hjálpartæki, sem gerir ýmsa hluti framkvæman- lega, og það á mun skemmri tíma en áður þekktist. Hvað er tölva? í fyrstu var tölva reiknivél, sem gat reiknað þúsund sinnum hraðar en aðrar reiknivélar. Það var árið 1946, að sagt var frá því í New York Times, að vísindamönnum hefði tekist að smíða svo full- komna reiknivél, að hún slægi öll- um öðrum við. Tölvuöldin var hafin. Sá galli var þó á gjöf Njarð- ar, að tölvan tók svo mikið pláss, að notkunargildi hennar var tak- markað. Þessi fyrsta tölva tók upp pláss eins og þriggja herbergja íbúð. Á þessu varð þó skjót breyt- ing, og í dag taka hinar fullkomn- ustu tölvur sáralítið rými. Munurinn á tölvu og öðrum vél- um er fyrst og fremst sá, að notuð eru elektronisk boð, fyrir tölvuna að vinna úr. Hraði slQcra boða er svo ótrúlegur, að tölva getur unnið úr 50 milljón boðum á sekúndu. Erfitt er að átta sig á, hvemig slíkir hlutir geta raunverulega gerst. En tölva er mikið meira en bara reiknivél. Með því að mata tölvu á ákveðnum upplýsingum og gefa henni ákveðnar fyrirskipanir, þá er hægt að láta hana vinna og skila frá sér hinum margvíslegustu verk- efnum. Ég nefni sem dæmi, mann- tal, bókhald, vísindalega útreikn- inga, sjúkdómslýsingar og prentun bóka. Þessi upptalning gæti haldið Eigum úrval af snyrtivörum til fermingargjafa á hagstœðu verði. Bourjois eru litir ungu stúlkunnar. Gloss ífallegum litum. Apótek Keflavíkur Sími 1280 FAXI-65

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.