Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 26

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 26
Á hverju eru bæjarfram- kvæmdir byggðar? Fjárhagsáætlanir byggðarlaga eru jafnan mikið til umræðu í lok hvers árs. Margt og mikið er fyrirhugað að gera á komandi ári - enda kröfur miklar um hittogþetta. Stórum hluta tekna er fyrirfram ráð- stafað með lögboðnum greiðslum og í launagreiðslur fastra starfsmanna. Því sem þá er eftir af ráðstöfunarfé er deilt niður á ýmsar framkvæmdir og verða þá oft skiptar skoðanir um forgang. Úr því þurfa sveitar- og bæjarstjórnar- menn að leysa á þann hátt sem flestir geti við unað. Margt er það sem hefur áhrif á hvemig til tekst. Fjármálin - innheimta útsvara og fasteignagjalda og aðrar tekjur, sem til falla eru megin stoðir að framgangi góðra mála og uppbyggingu hvers byggðarlags. Það er því eðlilega nokk- ur eftirvænting hjá fólkinu, sem annast innheimtuna. Það er stuðpúði milli gjaldenda og sveitarstjómarmanna. Það verður 'að fylgja fast eftir kröfum húsbænda sinna, viðbúið að veita snerpu við þá erfiðu og skuldseigu, en lipurð við þá er búa við erfiðleika eða vangetu - þurfa að þekkja alla og vita verulega um hagi allra. Hér skoða þeir línurit um gang fjármála s.l. ár í Njardvíkurbœ, bæjarstjórinn Alberl K. Sanders til vinstri og bæjarritarinn Sigurður Olafsson til hægri og hafa línurit ársins 1982 tilsamanburðar. Efmyndin prentast vel, má greinilega sjá að þeir hafafulla ástæðu til ad vera ánægðir og horfa björtum augum til nýbyrjaðs innheimtuárs. 4 Skúli Magnússon hefur allt frá unglingsárum leitast við að grafa upp fróðleik frá fyrri tíma. Þar sem um sögulegar og menningarlegar heimildir er að ræða, sem oft hafa verið utan vit- undar almennings, hefur þarna ver- ið um fræðslu að ræða, opnuð sýn til liðins tíma og genginna kynslóða. Stundum hefur hann rakið sögu fé- lagsmála, fræðslumála, uppbygg- ingu byggðar hér, gang atvinnuhátta eða eins og hér fer á eftir, sagt frá kennileitum og athygliverðum fögr- um stöðum á Skaganum okkar. Þrátt fyrir það að hann er enn kornungur hefur honum tekist að leggja til hag- anlega steina í þá hleðslu sem nefnd verður „Saga Suðumesja". Auk þ skrifa í Faxa og önnur Suðumesja- blöð hefur hann skrifað í víðlesnari blöð, bæði í Reykjavík og á Akur- eyri, og með jákvæðum skrifum sín- um fært landslýð Ijósari mynd af okkur útnesjafólkinu en gjarnan hefur áður hangið þar í dökkum ramrna. Skúli á því þakkir skilið fyrir framtak sitt. A A bæjarskrifstofunni í Keflavík þyrpisl fólk að innheimtuborðinu og greiðir gjöld sín til að forðast dráttarvexti. Þar má þekkja forstjóra og fyrirfólk, en innan borðs er tölvuvætt eftirlit með skilvísi manna. Tölvuniðurstöður skoðar Ásdis Óskarsdótlir, gjaldkeri og er greinilega í innheimtuham, enda staðin upp frá skerminum. Kolbrún Jónsdóttir, ritari, er nœst á myndinni og les torráðna skrift einhvers viðskiptamanns, en lengst til vinstri er yfirmaður deildarinnar, Ögmundur Guð- mundsson innheimtustjóri, og ,,pœliríþví" hvort þarnasé um gúmmítékk að ræða, sem barst honum með bréfi. / Grindavík byggist öll afkotna á sjávarafla. Aflatakmarkanir eru þvímikið áhyggju- efni þar, eins og annarsstaðar í byggðum Reykjanesskagans. í skrifstofu Grinda- víkurbœjarsitja þau ÁsgerðurÁgústa Andreasen ogJón Hólmgeirsson, bæjarstjóri, íhugandi og áhyggjufull. 86-FAXI Myndir J. T.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.