Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 16

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 16
Víðir Matthías Hallmannsson minnist gamalla félagafrá sjómannsárum sínum Eins og aö líkum lætur hefur maður ekki komist hjá því að kynnast mörgum og þá um leið misjöfnum mönnum bæði á sjó og landi. Sumarið 1933 var ég á báti sem hét Víðir. Eigendur voru Finnbogi Halldórsson á Siglufirði og Guðmundur Kolbeinsson úr Reykjavík. Við stunduðum sfld- veiði með herpinót og var Finn- bogi nótabassi og skipstjóri. Um vorið, eftir suðurlandsvertíð vor- um við á þorskveiðum með línu og öfluðum vel, en eins og fyrri dag- inn varðekkertúraflanum. Þegarí land kom þá gat kaupandinn nefnt það verð sem honum þóknaðist og á móti því varð ekki staðið. Ekki bætti það úr skák að kaupandinn sem var örvasa af elli, og þar að. auki hálfblindur, tók að sér að meta fiskinn uppúr bátnum og út- koman var um 80% í númer 2 og 20% í númer 1. Þetta var rothöggá úthaldið hjá okkur en við urðum að hlíta þessum dómi. Við kærð- um þetta fyrir yfirmatinu en feng- um enga áheyrn hjá þeim herrum. Þeir sögðust ekki rengja það sem þessi maður gerði, jafnvel þó hann sæi ekki það, sem hann var að gera. Þessi áratugur, sem hefði með sanni mátt kallast framsókn- aráratugur vegna mikilla umsvifa Framsóknarflokksins, var hörmu- legur tími fyrir íslensku þjóðina, en það var ekki framsókn að kenna. Rætur þess meins lágu dýpra. Kreppan, sem átti upptök sín í Bandaríkjunum, N-Ameríku haustið 1929, hafði nú lagt undir sig allan hinn vestræna heim. Al- heimsauðvaldið lét sig ekki muna um að brenna komið en á sama tíma svalt fólkið undir veggjum korngeymslunnar. Falleg saga, eða hvað. Eg vildi gjaman sjá framan í þann sem segir þetta lýgi. Af þessari kreppu vomm við ís- Iendingar að súpa seyðið. Allar okkar útflutningsvömr vom ekki seljanlegar og ef eitthvað seldist þá var það fyrir smánarverð, og þó skipin kæmu hlaðin að landi á hverjum degi, þá var þaðekki fyrir Matthías Hallmannsson. kostnaði, svo alvarlegt var málið. Nóbelsskáldið okkar hefur skrif- að: Það er ekki aðeins að Guð hafi gefið okkur allt sem við þurfum, heldur gnægðir alls. Hið eina sem oss vantar á þessari jörð en skyn- samlegt stjórnarfar, (Alþýðubók- in 4. útgáfa 1955 bls. 84) Nú eru liðin 50 ár eða vel það síðan þessi orð voru skrifuð samt fínnst mér sem þau gætu verið skrifuð í dag. Stjórnarfarið í ver- öldinni, hefur ekki batnað, frekar hefir það versnað. Ég gat þess í upphafi þessa þáttar að ég hefði kynnst mörgum mönnum á þeim tíma, sem ég stundaði sjóinn, um 12-13 ára bil, og að sjálfsögðu voru mennirnir misjafnir. Mig langar til að minnast eins manns sem ég kynntist á Víði sum- arið 1933. Þessi maður hét Júlíus Lúðvíksson Kemp. Hann var Skagfirðingur, fæddur á Hafragili í Skefilsstaðahreppi í Skagafjarðar- sýslu 5. feb. 1913. Ekki man ég hvers vegna hann réðist um borð í Víði þetta sumar, en hann var að- eins 2 vikur þar um borð. Hann var búinn að vera í millilandaförum nokkurn tíma á e/s Heklu, en ein- hvem túr mun hann hafa tekið frí. Við lentum saman á vakt. Það var strax auðheyrt og fundið að hann var þjálfaður sjómaður, nákvæm- ur að mæta á glasi sem kallað var. Júlíus er einn af þeim fáu mönnum sem ég man vel enn, þó liðin séu 50 ár frá okkar kynnum og þau voru ekki nema 2 vikur. Vatnsenda- Rósa kvað: Allt sem prýða má einn mann mest af lýðum bar hann. Júlíus var einn af þeim, sem hændi menn að sér með hlýju við- móti og óþvingaðri framkomu. Hann hafði oft orð á því við mig að ég ætti að koma mér á fraktskip. Hann hét mér því að útvega mér skipsrúm á því skipi, sem hann var á. Hann gat þess einnig að losna myndi skipsrúm þar, og taldi mjög líklegt að ég kæmist í það, en það kom margt til, að ég sinnti ekki þessu boði, en aðalástæðan fyrir því, að ég hafnaði þessu var sú, að einmitt þetta sumar kynntist ég stúlku vestan af fjörðum, sem vann við sfldarsöltun á því plani, sem við lönduðum á þetta sumar. Pétur Bóasson rak þetta plan nokkur sumur. Pétur var góður karl og skemmtilegur. - Nú liðu árin. - Svo var það, að ég fór á síld norður sumarið 1937. Þaðvargott síldarár. Verðið var 8 kr. fyrir mál- ið, sem er 135 kg. Það þótti upp- gripaverð og saltsfldin var einnig í góðu verði. Svo var það eitt sinn þetta sumar, að við hittum á sfld út af Kálfshamarsvík og vorum þar einskipa. Þá var söltuð sfld á Skagaströnd og var aðstaðan við löndun allgóð. Þarna söltuðum við tæpar 2000 tunnur og þótti okkur það góð búbót. Þarna sá ég mann, sem mér þótti forvitnilegur. Ég spurði mann sem vann þama, en ég hafði kynnst honum í Sand- gerði, hver þessi maður væri. Hann sagði að þetta væri Lúðvík Kemp, vegavinnuverkstjóri með meiru. Ég vatt mér að honum og heilsaði og tók hann kveðju minni glaðlega. Við settumst á sfldar- tunnur og tókum tal saman, margt bar á góma og þar kom samtali okkar, að ég spurði hann hvort hann ætti son sem Júlíus héti. Hann játaði því,en spurði um leið hvers vegna ég spyrði, svo ég sagði sem var að ég þekkti piltinn. „Hann er alltaf á sjónum og tók skipstjórapróf frá sjómannaskól- anum í fyrra vor,“ sagði Lúðvík. Mér kom þetta ekki á óvart, því ég vissi að Júlíus var bæði viljasterkur og skarpur í hugsun. - En nú liðu mörg ár. - Svo er það að ég tók mér ferð á hendur norður í land. Þá gengu áætlunarbflar Norðurleiðar ekki lengra suður en á Akranes, fóru ekki fyrir Hvalfjörð. Þetta var sumarið 1948. Þá var bátur þarna í förum milli Reykjavíkur og Akra- ness, sem hét Laxfoss. Þegar við vorum komin opin Hvalfjörð fóru stýrimenn að innheimta fargjöld- Grindvíkingar Annar gjalddagi fast- eignagjalda var 15. mars s.l. Þriðji gjalddagi útsvara er 2. apríl. Greiðið á réttum gjalddögum til þess að forðast dráttar- vexti. INNHEIMTA GRINDAVÍKURÐÆJAR 76-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.