Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 34

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 34
anda, nóg til þess, þó lítið sé, að auka talsvert skaðvæni þessara drykkja. Um ölið er ávallt sagt að það sé nærandi, og það er líka satt, en ekki hefur það meira í sér en 5% af næringarefnum og er þess vegna afar dýr fæða. Ætli fullorð- inn maður að lifa eingöngu á öli mundi dagfæðið kosta hann mikið ef farið er eftir ölverði hér á landi og hverjum vænum munnbita af ölfæðu fylgir sem því svarar staup af brennivíni; svo mikið áfengi er í ölinu í samanburði við næringar- efnin. í öðrum löndum hefur reynslan sýnt að þá er öldrykkjan vex eykst brennivínsnautnin að sama skapi. Olið æsir löngunina í brennivín og aðra sterka drykki. Ofnotkun — misnotkun Margir neyta áfengis. Flestir drekka tiltölulega sjaldan og svo lítið að það veldur ekki sannan- legu tjóni. Engu að síður getur verið gagnlegt að gera sér grein fyrir að h'til áfengisneysla getur líka verið misnotkun. 1. Ofdrykkjumadur er áfengis- neytandi sem drekkur meira og oftar en aðstæður leyfa. 2. Drykkjusjúklingur er ofdrykkju- maður sem orðinn er líkamlega háður áfengisneyslu þannig að hann fær fráhvarfseinkenni þeg- ar áfengismagn minnkar í hlóð- inu eftir drykkju. (Fráhvarfseinkenni nefnast þau einkenni eða ástand, sem fram kemur þegar töku vímugjafa er hætt). Það er misnotkun ef einhver drekkur áfengi svo mjög að áhrifin verða sýnileg, að hann verði ölvað- ur. Það er líka misnotkun ef ein- hver drekkur áfengi þannig að töluvert áfengismagn er í líkama hans í meira en 5 - 6 klst. samfellt, - jafnvel þótt áhrifin séu aldrei sýnileg. Sá sem neytir áfengis get- ur aldrei verið öruggur um að hann verði ekki háður því. Það verður oftast vegna ávanamyndunar. Fyrr eða síðar getur hann misst vald á „áfengismagninu eða drykkju- tíðninni eða hvoru tveggja.“ Líklegt er að um 20% allra þeirra er neyta áfengra drykkja verði ofdrykkjumenn og þar af helmingur drykkjusjúklingar. ,,EF TIL VILL ER ÖLL NEYSLA VÍMUGJAFA MIS- NOTKUN“. Það er misnotkun, ef lyf eru not- uð umfram lækningalega nauðsyn. Menn eru sammála um, að alkohól og aðrir vímugjafar eru misnotaðir ef notkun þeirra skaðar verulega heilsu neytandans, fjárhag hans, félagslegar aðstœður eða fjölskyldu hans og aðra, sem hann umgengst. Slík misnotkun getur veriö með tvennu móti: Annað hvort tekur neytandinn ofstóra skammta íeinu þannig, að hann veldur sjálfum sér og öðrum tjóni með framferði sínu í vímunni eða hann tekur efnið svo oft eða svo lengi í einu, að hann skaðar heilsu sína, fjárhag eða vanrækir skyldur sínar. Orsakir Orsaka drykkjusýkinnar, eins og raunar allrar ásóknar í vímu, er að leita hjá einstakingnum sjálf- um, í vímugjafanum og í umhverf- inu Meginorsök liggur auðvitað hjá manninum sjálfum, sem sækist jafnan eftir einhverri sælu. Flestir vilja fá sæluna fljótt og án fyrir- hafnar, og þá er ein auðveldasta leiðin að renna í einhvern vímu- gjafa og nærtækast er áfengi. Væri áfengið ekki fýrir hendi, mundi auðvitað ekki verða nein drykkju- sýki, en þá væri hætta á, að ein- hverjir leituðu á náðir annarra vímugjafa. Flestir geta orðið sér úti um áfengi, eins og dæmi ljósast sanna, hvort sem þeir hafa aldur til eða áfengisútsölur eru í næsta ná- grenni. Því greiðari sem aðgangur að áfengi er, því almennari og meiri verður neyslan. Þurfi veru- lega að hafa fyrir því að ná í áfengi, verða alltaf nokkrir, sem ekki telja sæluna þess virði. Aðrir eru tilbún- ir að leggja á sig hvað sem er til þess að komast yfir þennan vímu- gjafa. Drykkjusýki eða lyfjaffknir eru í: EINSTAKLINGNUM - VÍMU- GJAFANUM - UMHVERFINU Þar eð misskilnings virðist gæta hjá ýmsum að áfengiskaupaaldur og lögræðisaldur hljóti að fara saman vekur Afengisvamaráð at- hygli á eftirfarandi: f Noregi verða menn lögráða 18 ára en fá leyfi til kaupa á sterkum drykkjum 21 árs. Ö1 og vín mega þeir kaupa 18 ára. í Svíþjóð verða menn lögráða 18 ára en fá leyfi 20 ára. í Bandaríkjunum fá menn kosningarétt 18 ára. Lög- aldur til áfengis er mismunandi eft- ir ríkjum. Af 51 ríki eru 32 með hærri áfengiskaupaaldur en 18 ár, þar af 24 með 21 árs aldur. Lög- aldur til áfengiskaupa er t.d. ári hærri í Washington en Reykjavík. Það versta sem maður getur gert er að hylma yfir alkohólista. Fíkniefni og eiturlyf (Hass, marijuna, kannabis). Hass er unnið úr indversku hampjurtinni, cannabis sativa, sem vex raunar víða, bæði villt og ræktuð. Efnin í hampinu sem valda vímu nefnast kannabínóíð- ar. Marijuna er talsvert veikara en hassið. Hassið er oftast reykt, en einnig tuggið. Verkun þess á neyt- andann er aðallega fólgin í breyt- ingum á skynjun, hann upplifir í vímunni bæði sjálfan sig og um- hverfið á allt annan hátt en áður, gjarnan sterkara og innihaldsrík- ara en í venjulegu ástandi. Kannbisneysla hefur breiðst mjög út á Vesturlöndum síðustu 20 árin. Hennar var fyrst vart hér á landi, eftir 1970. Enn hefur orðið nokkur aukning hér á landi síðustu 4-5 árin samkvæmt upplýsingum ávana- og fíkniefnadómstólsins. Könnun var gerð meðal unglinga og bendir það í sömu átt. Neysla kannabisefna virðist þó vera minni á íslandi en á öðrum Norðurland- anna. Áhrif kannabisneyslu Kannabismisnotkun hefur skað- leg áhrif á geðheilsu fólks, dregur úr kynhormónaframleiðslu, kyn- geta minnkar og sæðisfrumum fækkar og nærminni versnar. Kannabisreykingum fylgja oft breytingar á persónuleika. Vís- indamenn hafa fundið að frumum sem taka þátt í uppbyggingu líkamans fækkar mjög við langvar- andi kannabisreykingar. Kanna- bisreykur er skaðlegri lungnavef og inniheldur mun meira af krabbameinsvaldandi efnum en tóbaksreykur. Ópium, morfín, heróín og kókaín. Talið er að ópíumfíkn sé elsta böl mannkyns. Ópíum, sem er þurrkaður safi úr aldini ópíumval- múans, var þekkt fyrir meira en 5000 árum. Árið 1803 tókst að vinna hreint morfín úr ópíum og kom brátt í ljós að verkjastillandi verkun þess var mun meiri en ópíums en einnig hætta á ávana og fíkn. Eitt fyrsta morfínafbrigðið var framleitt árið 1899 og hlaut það nafnið heróín. Um skeið var talið að það væri hættulaust lyf, sem hægt væri að nota í stað morfíns, en síðar kom í ljós að það hafði öfluga verkjastillandi verkun, en ávana- og fíknihætta af notkun þess var ennþá meiri en af völdum morfíns. Kókaín er ólöglegt fíkni- efni í Bandaríkjunum. Misnotkun þess hefur farið vaxandi í Evrópu, en lítið meðal íslenskra unglinga. Kókaín er oft tekið í nefið í duft- formi. Langvarandi misnotkun kókaíns getur valdið geðveikisein- kennum svo sem ofsóknahug- myndum. LSD LSD eða sýra eins og það er nefnt í daglegu tali meðal ungl- inga, er unnið úr sveppum sem vaxa á rúgi. Þetta er kröftugasta skynvilluefni sem menn þekkja. Það hefur verið misnotað í stórum stfl, vegna þess að áhrifin eru feiknamikil á meðvitundarsvið og skynjun. Áhrif eins skammts vara í 6-9 klst. Neysla LSD hefur djúp- tæk áhrif á sálarlífið. Efnið veldur mjög miklum heyrnar- og sjónof- skynjunum. Neytandinn getur hreyft sig að vild, en hefur oft litla hugmynd um það sem gerist í um- hverfinu. Sterkur grunur leikur á að LSD geti valdið skemmdum á litningum eða erfðaefni einstakl- ingsins og valdið fóstursköðum. Það væri nú hægt að skrifa enda- lausa ritgerð um ávana- og fíkni- efni en ég læt þetta duga, þó ég hefði geta gert miklu meira. Heimildir: Áfengisvarnarád 1981. (Áfengi og áhrif neyslu jtess). Fíkniefni og eiturlyf. (Mappa um fíknt- efni og eiturlyf). Morgunhlaðið. (Sást engin dagsetn- ing)- Guðrún Einarsdóttir. Stofnfundur Stofnfundur Iðnþróunarfélags Suðurnesja verður haldinn í K.K.-húsinu í Keflavík 12. apríl kl. 20.00. Allir velkomnir. Veitingar. Atvinnumálanend Suðurnesja. 94-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.