Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 3

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 3
Sr. Jón Thorarensen Afrekshjúa minnst Höfundur þessarar frásagnar séra Jón Thorarensen, er vel kunnur lesendum Faxa, enda •andskunnur fræðimaður, rithöf- undur og skáld. Hann varð þjóð- kunnur þegar Rauðskinna fór af stokkunum, en hún kom út í 12 áföngum á árunum 1929 til 1961. í Rauðskinnu eru nokkur hundruð sagnir - margar af Suðumesjum, draumsagnir, spásagnir, sagnir af álfum og afturgöngum, uppvakn- ingum og reimleikum, þjóðsögur af allri gerð, kynjasögur, sagnir af vofveiflegum atburðum, ömefna- sögur, hetjusögur, sagnir af merk- um mönnum og er þá fátt talið. Þá er þar að finna Suðumesjaannál spra Sigurðar B. Sívertsen prests á Htskálum og hefst hann árið 1000 og lýkur seint á síðustu öld. Hann segir ítarlega frá hamfömm hafsins er verslunarstaðinn að Básendum tók af í foráttubrimi og mesta stór- flóði er sögur fara af hér á landi. Jafnframt gaf hann út litla bók er hann nefndi Sjómennska og sjáv- arstörf. Síðar kom Sjósókn. Báðar rifja þær upp sitthvað um sjósókn og sjávarhætti á liðnum öldum. Út- nesjamenn komu tvisvar út haust- ið 1949 og seldust þá upp fyrir jól. Þriðja útgáfa af þeim kom svo út 1973. Vinsældir þessarar ættar- sögu vom og eru mjög miklar. Saga Kirkjubæjarmanna frá 1694 til 1914 spannar feril fjögurra kyn- slóða af nákvæmni og smekkvísi. Fólk það sem lifir og hrærist í sög- unni, er fjarlægt okkur að flestum lífsmáta en þó svo nærri okkur í tímatali að okkur finnst það hafi verið nánir vinir og ættingjar, sem okkur ætti að vera ljúft og skilt að kynnast betur með upprifjun og lestri Útnesjamanna. Frásagnarmáti séra Jóns er ein- lægur, hlýr og látlaus og nær til ungra sem aldinna. Sama má segja um síðari bækur hans, en þær em Marína 1960, endurútgefin 1969, Svalheimamenn 1977 og Litla skinnið 1982. Þá hefur séra Jón gefið út Ljóð- mæli Ólínu og Herdísar í 3. 4. og 5. útgáfu, síðast 1982. Ljóðmæli þeirra tvíburasystra em alltaf jafn vinsæl. En Herdís var móður- amma séra Jóns. Varla munu þeir fósturforeldrar vera til hér á Iandi er hlotið hafa slík fósturlaun sem þau hjónin Ketill Ketilsson og Hildur Thorar- ensen í Kotvogi. Með ást og virð- ingu vefur séra Jón þau inn í ís- lenskar bókmenntir og þaðan mun um langan aldur lýsa af mannkost- um þeirra og fyrirmennsku. Við - véla- og kjarnorkualdar fólk, kramið af kjarnorkuótta, getum vart skilið þá miklu kosti að hafa alist upp við það mannlíf er séra Jón segir frá - þó er þetta aðeins réttur mannsaldur síðan við sögð- um skilið við gamlar hefðir og þjóðh'f, sem var htið breytt frá landnámstíð allt til daga Ketils Ketilssonar. í 2. tbl. Faxa 1983 er grein um Ketil, en hér á eftir segir séra Jón > frá nokkrum dyggum hjúum í Kot- vogi. Frásögn hans er jafn hlý í þeirra garð og skemmtileg eins og annað er hann segir frá varðandi æskustöðvar sínar og það fólk er skóp þar umhverfið. JT. Kotvogsbærinn var geysilegur að stærð, alls sextán hús og mörg þeirra stór. Það voru 38 hurðir á járnum, þegar ég man. Stærstu húsin voru reist úr amerískum rauðaviði, strandviði. Bæjargöng- *n voru fimm og hálf alin á hæð og faömur á breidd. Þegar ég var barn að aldri taldi ég fimmtíu og fjórar fírtommur í einni dyraumgjörð. Þessi tvö dæmi nefni ég um stærð °g rammleik bæjarhúsanna. Til gamans má geta, hvílíkur fjöldi manna var þar á heimilinu á vertíöum árin 1870-80. Þá gerði Ketill dbrm. og stórbóndi þar út þrjú skip frá heimihnu. Tvo tein- æringa, hvom með 19 manna áhöfn eða 38 manns, einn áttæring nteð 12 manns, það em 50 sjó- ntenn alls. Þá kom heimilisfólkið, 6 vinnukonur, 3 hlutakonur, 4 vinnumenn, þá hjónin sjálf og 6 hörn þeirra, og svo stórskipasmið- Ur, er var á heimilinu. Alls vom þannig 72 heimilismenn á vertíð- •nni. Fókið á heimilinu skiptist á starfssviðin þannig, að hver og einn hafði sitt verk. Bjarni Guðnason, formaður- inn, hafði sérstöðu á heimilinu. Hann bjó á loftinu yfir bæjardyr- unum, með glugga er sneri til land- suðurs. Það var svefnherbergi hans, og svo fremra herbergi með niðurgöngu í frambæinn, en þá blöstu bæjardymar við. Þetta fremra herbergi á loftinu notaði Bjarni fyrir kistur sínar tvær. Þær voru stórar, önnur fyrir föt, er voru samanbrotin og geymd þar, en hin fyrir toppasykur, kandís og rúsínur og danskt brennivín, er hann átti og fór vel með. í þessari íbúð gat B jarni farið á fætur á nótt- um, hvenær sem var og gáð til veð- urs, án þess að tmfla fólk með ferðum sínum. Hann hafði meira kaup en aðrir, þurfti aldrei að vinna nein landverk, en hugsaði um sjóróðra árið um kring og það, sem þá snerti. Þess skal getið, að sláttumaður var hann ágætur, ef Sr. Jón Thorarensen. hann snerti á orfi, en ungur fór hann mörg sumur í sumarvinnu norður í land í kaupavinnu. Ólafur ,,stóri“ Jónsson var vinnumaður, sem var afburða- maður við öll verk á sjó og landi. Hann var snilldarsjómaður. Hann var mikill afkastamaður við alla stóryrkju, húsahleðslu, grjót- garða, þangfjömr, túnasléttur og yfirleitt allt. Það gerði verkþekk- ingin, sjónhæfnin og verklagnin. Sláttumaður var hann líka ágætur. Hann sagði vel sögur á kvöldvök- um, ef svo bar undir, en vildi alveg eins, og ekki síður, hlusta á. Þórarinn Tómasson var sá vinnumaður, er hugsaði um veið- arfærin. Hann reið netaslöngum- ar, bætti notuð net eða felldi þau, fléttaði utan um kúlur, endurbætti lóðarása o.fl. Hann var afbragðs sláttumaður og fjölhæfur alla tíð. Hann kunni ógrynni af lausavísum og sagði vel sögur. Um þá Bjarna, Ólaf ,,stóra“ og Þórarin hef ég skrifað í Rauðskinnu, og vísa til þess hér. Ingigerður Jónsdóttir, systir Ólafs, var vinnukona og elda- konan í Kotvogi, árið um kring. Það var mikið starf. Hún vargrönn kona, vel vaxin og Iagleg. Allur Forsíðu myndin Samvinnunefnd Keflavíkurverktaka. Ingvar Jóhannsson, Þorbergur Friðriksson, Jóhann R. Bene- diktsson, Bjöm Magnússon, Jakob Árnason, formaður, Eyjólfur Þráinsson, Hilmar Þórarinsson, Sig- urður Halldórsson og Jón H. Jórtsson, framkvæmdastjóri. Iðnaðarmannafélag Suðurnesja verður 50 ára 4. nóvember næstkomandi. Það stofnaði Keflavíkur- verktakar 16. apríl 1957. Stofnun og starf þessara samtaka hefur orðið árangursríkt og heillavænlegt fyrir iðnaðarmenn á Suðurnesjum. Faxi mun á næstunni segja nánar frá starfi iðnaðarmanna hér á Suð- umesjum.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.