Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 7

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 7
stjórar verið 3 á undan mér: Eirík- ur Þorbergur Sigurðsson, Jón Gestur Benedikstsson og Sveinn Pálsson. Þeir sem á undan mér voru, höfðu með tímanum smátt og smátt brotið ísinn í þeim erfiðleik- um, sem fylgdu þessu svo mjög krefjandi starfi. Pað var bæði reynslan og framfarir í tækjakosti, sem þeir voru að þróast með og máttu alls ekki verða á eftir, enda urðu jafnvel á undan samtíðinni því þetta var algjört brautryðj- endastarf, að flytja mjólk á markað í Reykjavík frá svo fjar- lægum stað. Þetta framtak bænda á Vatns- leysuströndinni, braut blað í lífs- afkomu þeirra, fyrir þetta fengu þeir beinharða peninga, sem ann- ars var lítið um, því áður skiptu þeir við bændur aðallega austan úr Arnes- og Rangárvallasýslu, og voru þau viðskipti að mestum hluta vöruviðskipti, héðan sjávar- afurðir og frá þeim landbúnaðar- vörur. Til að byrja með fengu ekki aðr- ir inngöngu í þetta félag, nema þeir væru bændur og ættu kýr, og lengi vel var einn hlutur fyrir hverja kú, en síðan varð það frjálsara en þó takmarkað, það var þá helst ef endurnýja þurfti tækjakost. Ég ætla að félagið hafi átt 7 bíla yfir tímabilið þar til það hætti, og einstaklingur tók við og rak það sjálfstætt í allmörg ár. Jtín Ólafsson frá Bjargi f. 18.júlí 1870. d. 7. Júnf 1953. Mjólkurökumadur á hestvagni til Hafnarfiardar: 1919. Eins og áöur segir, stóðu allir bændur hreppsins saman um Þennan félagsskap, þó mismun- andi lengi, þegar einn féll frá eða flutti burt, tók annar við, eða hlut- urinn var keyptur inn í félagið. í íyrstu átti fyrsti bflstjórinn 1/4 hlut 1 félaginu, vegna þess að hann átti fyrstu bifreiðina, sem var keypt af honum og má segja að hann fylgdi með sem einn hlutur í bflnum, og með sanni mætti segja að það hafi ■P Bjöm Jónsson frú Noróurkotí, f. 24. nóv. 1861, d. 23. júnf 1932. Mjólkurökumadur á hestvagni til Hafnarfiarðar: 1920. verið sá allra nauðsynlegasti hlut- urinn, því hann ruddi brautina fyrir bænduma frá vanefnum til velsældar. Þá var mánaðarkaup kr. 300.00 auk 10% af hagnaði árs- ins. Þetta stóð nokkuð í stað fram að 1930 nema hvað % voru aflagð- ar af árstekjum. En þegar ,,Kreppuárin“ byrjuðu fóru laun niður, reyndar ekki niður fyrir 250.00 kr, þar til 1941 og 1942 að allur kostnaður, þar með laun, fer að verða í takt við hina frægu ,,Oðaverðbólgu“, sem þá er að leggja af stað í sína frægu langferð, svo sem dæmin hafa sannað. Á þeim tíma eru bændur famir að draga saman búskap á Suðumesj- um, nýjar hillingar em famar að koma í ljós, ,,Setuliðsvinnan“ er að koma öllum fornum dygðum úr skorðum hjá bændum, sem og búaliði, og 1959 hætta hér mjólk- urflutningar, en Samsalan tók við að aka því litla mjólkurmagni sem til féll, í stuttan tíma. Um annan þungaflutning sáu einstaklingar og ,,rútur“ tóku við mannflutningum og póstflutningum. Ármenn og athafna við fyrstu flutninga mjólkur af Ströndinni til Hafnarfjarðar, áður en félagið varð til, eða í byrjun árs 1920, voru: Jón Ólafsson frá Bjargi og feðgar frá Norðurkoti, Bjöm og Jón sonur hans. Þeirra verk sýndu að þarna skyldi haldið áfram, og upp úr því varð til Mjólkurfélag V atnsleysustrandar. í fyrstu stjóm þess félags vom: Árni Klemens Hallgrímsson for- maður frá Austurkoti Vogum, Sig- urjón J. Waage Stóru-Vogum, Kristmann Runólfsson kennari frá Hlöðversnesi, Stefán Sigurfinns- son Auðnum og Bjami Stefánsson frá Stóru-Vatnsleysu. Að sjálf- sögðu urðu mannaskipti í stjórn félagsins eins og almennt gerist, en þarna var lítið um framkvæmda- stjóraskipti, þeir urðu fjórir í þau 20 ár er félagið starfaði. Það voru: Árni Klemens Hallgrímsson Aust- urkoti Vogum, Jón Gestur Ben- ediktsson Suðurkoti Vogum, Benjamín Halldórsson Knarrar- nesi (í eitt ár) og Guðmundur Björgvin Jónsson Brekku, og varð hann til að gera upp félagið ásamt skipuðum skiptaráðendum, Símoni Kristjánssyni Neðri-Brunnastöð- um og Rafni Símonarsyni Austur- koti Vatnsleysuströnd. Stjómar- menn voru seinustu árin auk fram- kvæmdastjóra, þeir Erlendur Magnússon Kálfatjöm og Stefán Ingimundarson Hábæ. Auk áðurtaldra vom í stjóm um lengri eða skemmri tíma: Sigurjón Sigurðsson Traðarkoti, Ágúst Guðmundsson Halakoti, Sveinn Pálsson Landakoti, Magn- ús Ó. Stephensen Auðnum, Ingv- ar Helgason Neðri-Bmnnastöðum og Þórarinn Einarsson frá Höfða. Á æviskeiði félagsins vom 6 fast- ráðnir bflstjórar, þó með mislang- an tíma. í röð vom: Eiríkur Þor- bergur Sigurðsson, frá Hafnarfirði (með aðsetur í Austurkoti Vog- um), Jón Gestur Benediktsson Suðurkoti Vogum, Sveinn Pálsson Landakoti (er fluttist þá að Hábæ Vogum), Guðmundur Björgvin Eiríkur ÞorbergurSigurdsson, f. 29.jú\f 1893, látinn. Mjólkijrbflstjóri med adsetur í Austur- koti í Vogum. Jónsson Brekku Vogum, Pétur Guðlaugur Jónsson Nýjabæ Vog- um og Stefán Ingimundarson frá Litlabæ (með aðsetur í Hábæ Vog- um), en það var Stefán sem keypti síðasta bflinn sem félagið átti og rak á eigin vegum þessa þjónustu í mörg ár eftir að félagið var gert upp og hætti sem slíkt. Það mun ekki að ástæðulausu, að í vitund margra, sér í Iagi þeirra Við seljum fleira en ritföng og bækur íslensk og erlend tímarit í úrvali. Lítiö inn og skoðið úrvalið. NESBÓK Hafnargötu 54 — Keflavík — Sími 3066. FAXI-231

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.