Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 27

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 27
Fyrir nokkru bauð Landshöfnin út malbikunarfram- kvæmdir á gámasvæðið á eystri hafnar- bakkanum í Njarðvík. Fimm tilboð bárust í tæka tíð og voru þau opnuð á skrifstofu hafnarinn- ar 19. septembers.l. Þessi tilboð bárust: Bursti hf. 4.021.500.-. Miðfell hf. og Hlaðbær hf. 4.007.000.-. Óskar og Herbert Guðmundssynir og Símon Bjömsson 3.478.650.-. Rekan hf. 4.211.650.-. Loftorka sf. og Eyjólfur og Vil- hjálmur sf. 4.213.250.-. Kostnaðaráætlun hafnarinnar var kr. 4.218.650.- gerð af Verkfræðistofu Suðumesja. Verkinu á að vera lokið fyrir 20. októbern.k. Lægsta tilboði var tekið en það var 90,6% af kostnaðaráætlun hafnarinn- ar. ÚR FRÉTTABRÉFI FRÁ BJÖRGUNARSVEITINNI STAKK Stjóm sveitarinnar hefur nú um nokkum tíma gengið með þá hugmynd 1 maganum að gefa út lítið fréttabréf. Fyrst og fremst fyrir þá félaga sveitar- innar sem ekki starfa af fullum krafti nú, en vom á sínum tíma aðal drif- fjaðrir sveitarinnar. Það hefur viljað brenna við, að samband við félaga, sem hafa dregið sig í hlé, hefur rofnað. Það er hinn mesti óþarfi á upplýsinga- og tækniöld. Hugmyndin með bréfinu er sú, að gefa þessum félögum tækifæri á að fylgjast með því helsta sem er á seyði hverju sinni. Við höfum svo oft fundið fyrir því hversu sterkar taugar margir af eldri félögunum bera til sveitarinnar, og einmitt þess vegna fannst okkur nauðsynlegt að gera þessa tilraun. I fyrstu verður þetta bréf sent út eftir þeim lista sem notaður var við dreif- ingu aðalfundarboðsins, en fljótlega verður þessi listi bættur og stækkaður þegar tími vinnst til. Við fengum gefins hús við Vallar- götu no. 5, frá Sparisjóðnum í sumar og fengum við húsið með því skilyrði, að það yrði rifið og fjarlægt. Elli Skúla hljóp undir bagga rétt einu sinni, og lánaði okkur stóra skóflu með Gunna Matt innanborðs og stóð ekki steinn yfir steini eftir tvo tíma. Fyrir þetta afrek fékk sveitin 120.000.- og kemur sér vel í innréttingaframkvæmdunum. Þrír félagar úr sveitinni fóru í sumar- gönguferðina, (sem er nú í minna lagi miðað við oft áður í sumargönguferð- um), en þeir gengu frá Svartsengi að Kleifarvatni og voru frá laugardags- morgni og fram á sunnudagskvöld. Róleg og skemmtileg ferð fyrir hvem sem er. Þessi ferð verður örugglega endurtekin, enda nauðsynlegt fyrir okkur að kynnast okkar eigin svæði. Sveitin fór í heilmikla gönguferð í byrjun maí. Gengið var frá Þingvöll- um (Meyjarsæti) að Hlöðufelli og síð- an á Laugarvatn, um 50 km ganga í mikilli bleytu og rigningu. 15 Stakksfé- lagar tóku þátt. Hvítasiinnuferðin var í ár á Eyja- fjallajökul, gekk sú ferð mjög vel. Ein- muna blíða og sólskin. Átta Stakksfé- lagar fóru á tindinn og var gengið í 12 tíma. Ferðasögur birtast í næstu bréf- um. Nú í næsta bréfi, sem kemur fljót- lega, verður gerð nánari grein fyrir húsabransanum okkar, og starfsem- inni eins og hún verður í vetur. Þetta verður ekki Iengra núna en það er fullt af fréttum sem þurfa að komast á framfæri. Félagið Ingólfur í Reykjavík gaf í fyrra út fyrsta bindi af safni til sögu hins foma landnáms Ing- ólfs Arnarsonar. Félagið var endurreist 1981, en það hafði starfað ötullega á ámnum 1934- 42. Þá gaf það út ýmsar merkilegar ritgerðir um sögu Gullbringu- og Kjós- arsýslu, t.d. sóknarlýsingar og sýslu- lýsingu Skúla Magnússonar, land- fógeta. Þessi rit em löngu uppseld og væri full þörf á að endurprenta þau. í undirbúningi er annað bindi í hinni nýju útgáfu, en ennþá geta menn fengið fyrra bindið í bókaverslun Sögufélagsins í Fischerssundi í Reykja- vík. Bókin fæst einnig í bókabúðum í Keflavík. Suðumesjamenn em ein- dregið hvattir til að gerast félagar í Ingólfi og styðja þar með útgáfu rita þessa. Einnig ættu þeir, sem eiga efni í fórum sínum, að senda ritinu það til birtingar. Nýir félagar geta snúið sér til verslunar Sögufélagsins í Reykjavfk eða til undirritaðs, í síma 2067. Skúli Magnússon Börn alkóhólista Dagana 28. - 30. september stóð Áfengisvamaráð fyrir námstefnu um böm alkóhólista. Fjallað var um þá hættu sem þessum bömum er búin um- fram önnur böm, ásæðu hennar og hvað gera megi til að draga úr henni. Kannanir í ýmsum löndum sýna ljós- lega að böm alkóhólista eiga við ýmsa erfiðleika að etja umfram böm ann- arra foreldra. Þau eiga t.d. fremur í ýmsum tilfinningavandamálum, svo sem kvíða og depurð. Þau eiga einnig erfiðara uppdráttar í skóla, bæði hvað varðar nám og félagslega aðlögun og börn alkóhólista lenda oftar í útistöð- um við löggæslu og réttarkerfi en önn- ur börn. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvort bömum alkóhólista sé hættara við að verða drykkkjusýki að bráð en bömum annarra foreldra. Niðurstöður þessara rannsókna hafa verið á ýmsa vegu en almennt benda þær til að bömum alkóhólista sé mun hættara við drykkjusýki en öðmm börnum. Með því sem hér er sagt er vitaskuld ekki átt við öll böm alkóhólista. Hér er átt við að líkur á tilteknum vandamál- um þar sem bömum alkóhólista er til- tölulega hættara en bömum annarra foreldra. Það er almennt viðurkennt um nær allan heim að 10 - 15% þeirra sem neyti áfengis verði drykkjusjúkir og bendir ýmislegt til að þessar tölur séu mun hærri hvað varðar ýmis önnur vímuefni. Ætla má að 80 - 90% þeirra sem orðnir eru fjórtán ára hér á landi neyti áfengis í einhverjum mæli. Neysl- an nær jafnvel til mjög ungra bama ef marka má kannanir þar að lútandi. Það er því ljóst að mikill fjöldi alkóhól- ista og ofneytenda annarra vímuefna er hér á landi. Um leið er kölluð ýmis áhætta yfir stóran hóp bama sem sjálf eru tiltölulega vamarlaus. Sé ekki gripið inn í á einhvem hátt, fyrir tilstilli foreldra eða annarra, er hér orðin hringrás sem erfitt er að stöðva. Helst til ráða er að grípa nægilega snemma inn í þegar vandi virðist vera í uppsiglingu. Þekking og skilningur á sérvanda barna alkóhólista og innsýn í þá möguleika sem em á að draga úr honum er forsenda þess að slfkt beri árangur. Á námstefnunni var m.a. fjallað um enduruppbyggingu alkóhólistans og fjölskyldu hans, hvað felst í hugtakinu ,,heilbrigð fjölskylda", fjölskyldu- meðferð og skipulag ráðgjafarstarfs. Ennfremur vom áhættuþættir í lífi bama alkóhólista greindir og gerð grein fyrir fyrstu einkennum hegðun- arvandamála þeirra og hvemig megi bregðast við þeim þegar í byrjun. Auk þess að fjallað var almennt um þær aðgerðir sem reyndar hafa verið til að draga úr þeirri sérhættu sem börnum alkóhólista er búin var sérstaklega tek- ið fyrir hvemig alkóhólistar geta rætt þessi mál við börn sín og hlutverk skól- ans í að greina sérvandamál þessara barna. Einnig var fjallað um sjálfs- hjálparhópa. Auk ýmissa íslenskra sérfræðinga sáu þrír þekktir Bandaríkjamenn um efni námstefnunnar. Þeir em: Dr. Carl A. Whitaker, prófessor við Wisconsinhá- skóla, Dr. Roy Wilson Pickens, próf- essor við Minnesotaháskóla og Thom- as M. Griffin, yfirmaður Forvama- og fræðsludeildar Hazelden stofnunar- innar í Minnesota. Dr. Whitaker er geðlæknir að mennt og var einn af þeim fyrstu sem fóm að taka maka og böm með í meðferð á hinum yfirlýsta sjúklingi. Vinnuað- ferðir dr. Whitaker em á margan hátt forvitnilegar og sérstæðar. Hann fer t.d. gjarnan þá leið í að hjálpa fjöl- skyldum að koma sjálfur fram sem miklu „sjúkari" en fjölskyldumeðlim- irnir. Dr. Roy Wilson Pickens er próf- essor við Geðlækninga- og sálarfræði- deild Minnesotaháskóla. Pickens er doktor í sálarfræði og geðlyfjafræði og er þekktur fyrir störf sín og skrif um áfengismál. Thomas M. Griffin er sálfræðingur að mennt og hefur um árabil starfað að fræðslu um vímuefnamál. Eftir hann liggja ýmis rit og greinar um þessi mál. Bjami Sigurdur Guðmundsson. Snorrí /ireíðarsson. Mynd af Bjama Sigurði Guðmunds- syni, sem varð sölukóngur 5. tbl. Faxa og seldi 83 blöð í Sandgerði, varð við- skila við lesmálið þá en kemur hér með. Hann seldi líka 83 blöð af síðasta Faxa en Snorri Hreiðarsson í Vogum seldi þá 98 blöð og varð sölukóngur. Forsíðumyndin Þegar ritstjóm Faxa frétti að stór- afmæli Iðnaðarmannafélags Suður- nesja taldi hún við hæfi að forsíðan væri helguð störfum þeirra. Kefla- víkurverktakar lögðu fúslega til myndir sem Ljósmyndastofa Suðumesja hafði nýlega tekið. FAX1-251

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.