Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 6

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 6
Guðmundur B. Jónsson Einn dagur úr lífi mjólkurbílstjóra FYRSTI HLUTI Ég var háseti á síldarbátnum Geir goða, sumarið 1934, við lág- um undan Tindastóli í Skagafirði að nóttu til í byrjun september- mánaðar. Ég var að líta í gamalt blað, sem hafði komist um boð sem umbúð- arpappír utan af einhverjum hlut, þá sá ég auglýsingu um laust starf fyrir bílstjóra á mjólkurbifreið Vatnsleystustrandar frá 1. okt. 1934, eða eftir 20 daga. Að sjálf- sögðu vissi ég að þama var um að ræða ,,meiraprófsbílstjóra“, sem þá var annað stig bflstjómar, þ.e. að mega aka farþegum, en það hafði ég ekki, en ákvað þó að reyna að sækja um þetta starf, þó ég vissi að margir yrðu keppinaut- arnir, og ég ekki mikið þekktur í minni heimabyggð, aðeins tvítug- ur og hafði unnið þar sem vinna féll til bæði á sjó og landi, þar með á Austfjörðum. Nú var að nálgast sá tími, að síldarbátar hættu veiðum, og fæm suður þeir sem þaðan vom, og því stuttur tími til stefnu, svo ég fór að ræða þetta við skipstjórann, sem einnig var bátseigandi og föður- bróðir minn, Sveinbjöm Einars- son frá Endagerði í Sandgerði, hvenær hann myndi hugsa til heimferðar. Kvað hann það yrði fyrir mánaðamótin september október. Þetta var mér ekki nægi- legt svar því umsóknin yrði að vera komin suður fyrir 20. september, svo ég sá ekki aðra Ieið en að sækja um starfið með símskeyti, og freista þess að taka meiraprófið þegar suður kæmi. Að öðm leyti væri tækifærið glatað. Næsta dag lögðum við inn sfld á Sauðárkróki, og þaðan sendi ég skeyti suður. En þann 20. sept. var ég kominn til Reykjavíkur og sama dag í prófið. Þann 23. var ég kallaður á fund stjómar Mjólkurbifreiðafélagsins og spurður hvort ég gerði mér ljóst að þessu starfi yrði ekki úthlutað nema þeim sem hefði meirapróf, og tók ég þá upp mína pappíra og lagði á borðið. Þar með var ég ráð- inn upp á kr. 225 á mánuði, en þó með skammtíma reynslu, þó árin yrðu 5 að lokum. Ég varð þannig fjórði bílstjórinn hjá þessu fyrir- tæki, en sjötti ökumaðurinn, því Útsvar - Aðstöðugjald 3. gjalddagi útsvars og aðstöðugjalda 1984 var 1. okt. sl. Dráttarvextir eru 33% á ársgrundvelli og 5,5% fyrir hvern byrjaðan mánuð. Gerið skil og forðist þannig óþarfa kostnað og önnur óþægindi sem af þeim leiðir. Innheimta — Bæjarsjóður. tveir þeir fyrstu voru með flutning- ana á hestvögnum, sem óku mjólk frá Auðnum. Var það syðsti stað- urinn því það þurfti að takmarka vegalengdina, þó ekki væri nema til Hafnarfjarðar, en þar var hún seld til að byrja með. Oft hefur mér verið hugsað til þess tíma þegar ég fékk þetta starf því ,,kreppan“ sem yfir stóð þá, hafði í för með sér atvinnuleysi og erfiðir tímar fyrir fyrirvinnu stórr- ' ar fjölskyldu. Það sóttu 10 uffl þetta starf, og margir þeirra áttu fremur rétt á því en ég. Varð ég nokkuð var við umræður uffl starfsveitinguna. Ég hafði aðeins fósturforeldra til að vinna fyrir þegar aðrir umsækjendur voru með allt að sjö manna fjölskyldu og sáu ekki annað en áframhald- andi atvinnuleysi, þó barist væri um hvert það starf sem til greina kæmi. En það er enginn annars bróðir í leik þegar um brauð handa hungruðum er að ræða, eins og oft virtist vera á þessu tímabili klær Kreppulánasjóðs teygðu arma sína eftir eignum manna. Aður en byrjað verður á atvika- röð eins dags með mjólkurbfl frá Vogum til Reykjavíkur, er óhjá- kvæmilegt að minnast forsögu þessa efnis sem um verður rætt, og forsagan er stofnun Bifreiðafélags Vatnsleysustrandar, sem reyndar hét í upphafi Mjólkurfélag Vatns- leysustrandar, þó kallað væri Bif- reiðafélag, þá átti það aldrei nema einn bfl í einu, nema þá stutta stund, meðan verið var að kaupa bíl og selja þann eldri. Þetta hrepps-þrifa-félag varð lengi ómæld lyftistöng bænda fyrir brauðstriti og daglegum þörfum, og um leið gott sameiningartákn þar sem það höfðaði svo til hvers hreppsbúa og búaliðs, sem raun varð á síðar. Þegar ég tók við akstri hjá þessu félagi, á afmælisdaginn minn 1- október 1934, hafði það átt og rek- ið bifreiðar í 13 ár, og höfðu bíl- 230-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.