Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 8

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 8
sem eru um og yfir miðjan aldur, hafi um mjólkurbílstjórann skap- ast nokkurs konar þjóðsagnar- kennd, með ívafi ævintýra og af- reka, reyndar afreka enn í dag, að ná í mjólkina og skila henni á vinnslustað, í vályndum verðrum. Pegar litið er til baka um 40 til 50 ár, þá er þessi þróun að skapast, að taka tæknina í notkun til mjólkur- flutninga, og síðan vinna hana í meira verðmæti fyrir bóndann og fjölbreyttari neysluvöru á borð neytandans. Pað var 30. september 1921, sem fyrsta bifreiðin var keypt til mjólkurflutninga úr Vatnsleysu- strandarhreppi, af nýstofnuðu hlutafélagi, Bifreiðafélagi Vatns- leysustrandarhrepps (sjá Faxa 7. tbl. 43. árg.). Þegar bfilinn kom til þessarar þjónustu fyrst, þá var M.R., þ.e. Mjólkurfélag Reykjavíkur, farið að taka við mjólk í nágrenninu og annast dreifingu hennar til neyt- Jón G. Benediktsson, f. 24. maí 1904, d. 1. febr. 1984. Frá Sudurkoti í Vogum. Mjólkur- bflstjóri. enda, síðan kom Mjólkursamsalan með einkasölu, er starfar enn í dag með mismunandi velþóknun neyt- enda. Að sjálfsögðu hefur margt sögu- legt skeð á fyrstu 14 árunum, sem ekið var mjólk af Ströndinni, þar til ég tók við þeim starfa 1. okt. 1934. Flestir voru dagarnir líkir í heild, þó með sínum undantekn- ingum, nema hvað þetta starf var breytilegt eftir árstíðum. A vorin og fram undir mitt sum- ar voru túnáburðarflutningar, því þá var farið að nota útlenska áburðinn í æ ríkara mæli. Á haust- in var farið með jarðarávöxt og sláturafurðir til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, og vetrarflutningar voru fóðurbætir, olía og kol. Eftir áramót og fram að vetrarvertíð, voru útvegsbændur að birgja sig upp með matföng og útgerðarföng^ til vertíðarinnar, sem að venju byrjaði í upphafi mars mánaðar, og stóð til lokadags, 11. maí. Á sjálfri vertíðinni voru menn lítt gefnir til kaupstaðarferða vegna anna, ef gæftir voru góðar. Þá þurfti mjólkurbflstjórinn í mörgu að snúast til hagræðis fyrir sveit- ungana, enda var ,,allra gagn“ oft sett í samband við þetta starf. Við skulum fara einn haustdag 1935 í kaupstaðarferð, en áður en við leggjum af stað, verðum við að gera okkur ljóst að þetta er engin hraðferð, bfllinn er gamall, vegur- inn mjór, holumar margar og stoppstaðimir 12 fastastaðir, utan aukastaða til Hafnarfjarðar, en í Hafnarfirði vom frá tveim og upp í 6 stoppstaðir að jafnaði á leið til Reykjavíkur, en að venju færri til baka, þó með undantekningum. Það var því alla jafna 1 1/2 klst. verið í ferðinni, ef allt gekk sem greiðast. Það verður einnig að taka það með í reikninginn, að við erum tímabundnir vegna þess að þetta er ,,sérleyfisferðarleið“, þ.e. bfllinn er svokallaður hálfkassabíll með 6 farþega húsi og afgangurinn vörupallur með grindum umhverf- is, og var hægt að taka 1 1/2 tonn á Sveinn Pálsson, Hábœ Vogum (áður Landa- koti Vstr.) f 11. okt. 1886, d. 28. júli 1970. Mjólkurbílstjóri. pallinn. Vegna grindanna var hægt að taka fyrirferðamiklar vömr ef léttar voru. Vegna þessa sérleyfis, sem ríkið gaf út, tók það 5% af innkomnu farþegagjaldi, og það skaffaði okkur gjaldtaxtann og ákvað í samráði við st jórn bifreiða- félagsins brottfarartíma frá Vog- um og frá Reykjavík að kvöldi. Sérleyfisferðir vom bundnar við alla virka daga, en mjólkurflutn- ingarnir alla daga ársins nema jóla- dag, föstudaginn langa, páskadag og hvítasunnudag. Þessa fjóra daga hafði maður frí og þess utan 12 daga sumarfrí, eða einn dag fyrir hvem mánuð. Það er farið að birta kl. 7.30 að morgni, en samkvæmt áætlun skal lagt af stað kl. 8.00. Fyrir brottför á virkum degi, verður að hafa 1/2 klst. til að gera ,,klárt“ eins og sjó- menn segja, þ.e. að taka mjólkur- brúsana, sem komnir vom á stað- inn, 10 brúsa, frá 10 til 20 lítra að stærð, en mismikið eftir nyt kúnna á hverjum tíma. Þama var tómur trékassi frá kaupmanninum okk- ar. Skyldi hann koma fullur af brauðum- og sætakökum um Skrifstofustarf — Keflavík Laust er starf á skrifstofu embættisins í Keflavík. Starfsreynsla æskileg. Laun skv. launakerfi BSRB. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar undirrituðum fyrir 10. október n.k. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu Vatnsnesvegi 33, Keflavík. Suomi Suomi postulínið frá Rosenthal á sér fáa líka, enda er lögð ótrúleg vinna í framleiðslu þess. Suomi er hannað af Timo Sarpaneva. í raun og veru er ekkert postulín fullkomið. En Suomi er það postulín, sem listamenn Rosenthal telja einnafullkomnast. Suomi ergljáð í handavinnu, því vélarskilaekki nægilega fínlegri vinnu. Hluti af framleiðslu Suomi er valinn til skreytingar með gulli og hvítagulli af heimsfrægum lista- mönnum. Hafir þú hug á að eignast Suomi matarstell á jólaborðið, þá er ráðlegt að gera pöntun fljótlega. Innnömmun SuDunnesjn _ VATNSNESVEG112 KEFLAVÍK SÍMI3598 232-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.