Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 15

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 15
N Hinsta kveðja til Kxistjönu Kjeld. Frá Frænda, konu hans, bömum og fjölskyldum þeirra. Frænka og vina sem farin ert heim íframtíðar bústaðinn þinn. Nú ert þú komin í Guðsfagran geim gengin út jarðarvistin. Frá barnœsku vina þekktum við þig þú varst í sannleika góð. Lífið hér gengur veg eftir veg vegi um örlaga slóð. Þjáningar miklar og þrautanna tíð þú máttir líða á jörð, sannkölluð hetja saklaus og blíð svo varst afGuði tilgjörð. Nú ert þú horfin afhér vistar braut í himinsins sólfögru lönd. Til eilífðar komin í alföðurskaut okkar affjarlægri strönd. Hann sem að lér öllum líkama og sál lætursinn vilja til þín. Honum þú færðir þitt hjarta og mál heilög nú dýrð hans þérskín. Þakkir og virðing þittfyrir líf þig er við kveðjum hér nú. Veri þín barnslega von og Guðs - trú, vissa og eilífðar hlíf. Gudmundur A. Finnbogason v___________________________________________________J Minnisvarði um óþekkta sjómanninn afhjúpaður í Miðneshreppi var sjómanna- dagurinn haldinn að hefðbundn- um sið í björtu veðri. Undanfarin ár hefur sjómannamessa verið í húsakynnum Slysavamadeildar- innar Sigurvonar, en nú fór messan fram í Hvalsneskirkju. Fjölmenni var við kirkju. Björg- unarsveitarmenn vom í sínum hefðbundnu stökkum við mess- una, setti það sinn svip á athöfn- ina. Eftir messu var afhjúpaður minnisvarði í Hvalsneskirkju- garði um óþekkta sjómanninn. Þar fór fram virðuleg athöfn. Sóknarpresturinn séra Guð- mundur Guðmundsson mælti nokkur orð og kirkjukórinn söng fyrir og eftir. Að lokum afhjúp- aði sjómannsekkja, Stefanía Jónsdóttir, minnisvarðann. Er það sjóbarinn steinn af Hvalsnesfjörum með áletraðri koparplötu. Arið 1930 fékk Eyjólfur Jóns- son skipstjóri á Skími, sem gerð- ur var út frá Sandgerði, lík óþekkts sjómanns á línu sínu, sem greftraður var í Hvalsnes- kirkjugarði, er minnisvarðinn á því leiði. Heimilisfólkið á Hvalsnesi hefur hugsað um leiðið, svo það hefur ekki glatast. Guðrún Magnúsdóttir frá Sjónarhóh í Sandgerði var aðal hvatamað- ur að þessum framkvæmdum. Tengdasonur hennar, Haukur Guðmundsson skipstjóri, sá um allan kostnað. Slysavamadeildin Sigurvon sá um framkvæmd verksins. Halldóra Thorlacius Bifreiðaeigendur, athugið: VETRARSKOÐUN UNNIN FLJÓTT OG VEL Kerti og platínur innifalið í verðinu, sem er: 4 cyl. vél kr. 1300 — 6 cyl. vél kr. 1635 8 cyl. vél kr. 2100. P. «Fjölbrautaskóli Suðurnesja Meistaraskóli byggingamanna Innritað verður í meistaranám í húsasmíði, múrverki og pípulögnum fram til 1. des. 1984 á skrifstofutíma. Sími 3100. Kennsla hefst í janúar 1985 ef naeg þátttaka verður og lýkur í maí 1986. Kennt verður frá kl. 16.15 á daginn, 30—35 stundir á viku. Skólameistari. FAXI-239

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.