Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 4

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 4
Gunnar Sveinsson formaður skólanefndar flytur rœðu við skólaslit í maí 1986. Skólanefnd FS veturinn 1984—85fremri röð f.v.: Eggert Ólafsson, Höfnum, Jón Böðvarsson, skólameistari, Gunnar Sveinsson form. skólanefndar, Halldór Gumundsson, Njarðvfk. Aftari röð f.v.: Ómar Bjamþórsson, Sandgerði, Hreinn Ásgrfmsson, Vogum, Bogi Hallgrfmsson, Grindavfk, Ingimundur Þ. Guðnason, Garði. Þetta er síðasta skóla- nefnd sem Jón Böðvarsson starfaði með. hafa verið skráðir í dagskóla um 600 nemendur, 200 í öldunga- deild, 40 í réttindanám og meist- araskóla og um 100 í námsflokka. Alls gera þetta um 1000 nemend- ur. Fyrir utan þessa starfsemi er á hverri önn boðið upp á stutt nám- skeið og fyrirlestra, tafl og spila- mennsku, tónleika og jafnvel ka- þólskar messur (ekki á vegum skólans). Þannig má segja að skól- inn sé gjömýttur frá morgni til miðnættis jafnt virka daga sem um helgar og hafi á þessum tíu ár- um tekist að skapa sér verðugan sess í mannlífi Suðumesja, eflt það og auðgað. Er nú af sem áður var er einung- is tveir háskólamenntaðir menn vom taldir búa fyrir sunnan Straum. Fjölbrautaskólinn hefur lagt gmnn að mun víðtækari og öflugri menntun en hinir bjart- sýnu brautryðjendur þorðu að vona þegar lagt var upp. Háskóla- gengið fólk er orðinn fjölmennur hópur á Suðumesjum, fjöldi iðn- aðarmanna hefur einnig aukist mjög svo og öll fagmennska batn- að og eflst og stofnanir og fyrir- tæki njóta nú starfskrafta fólks með góða viðskiptamenntun. Þannig er óhætt að fullyrða að til- koma Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafi verið vítamínsprauta jafnt fyrir viðskiptalíf, sem menningar- líf Suðumesja. Hvert stefnir? Fjölbrautaskólinn hefur boðið upp á fjölbreytt nám allt frá upp- hafi starfsemi sinnar, námsleið- um, sem sífellt fjölgar. Skólanum Hjálmar Árnason flytur rœðu sfna við skólaslit í maí 1986. Ingólfur Halldórsson aðstoðarskóla- meistari flytur rœðu við skólaslit f maf 1986. má líkja við snjóbolta sem leggur upp í ferð niður fjallshlíð. Hann hleður sífellt utan um sig á ferð sinni eftir því sem hann fer lengra. Þó námsframboð skólans hafi þótt mikið fyrir tíu árum, þá er það lít- ilfjörlegt í samanburði við það sem það er í dag. Skólinn fór af stað eins og áður sagði með hefð- bundið bók- og verknám. Táfla 1 sýnir þær brautir sem skólinn byrjaði með haustið 1976 svo og þær brautir sem bæst hafa við á tíu ára starfsferli hans eða til vors 1986: Eins og sést á töflu 1, þá hafa margar nýjar brautir bæst við frá 1976 og aðrar tekið breytingum. Þó eru róttækustu breytingarnar eflaust þær sem ekki eru nefndar í þessari upptalningu, en kemur fram í töflu 2, þ.e. öldungadeild- in, námsflokkarnir, starfsnámið og réttindanámið. Á tímabili kom fram nokkuð hörð gagnrýni frá aðilum vinnumarkaðarins á Suð- urnesjum um að skólinn væri ekki í nógu góðum tengslum við atvinnulífið og fólkið á svæðinu. Úr þessu hefur verið reynt að Bóknám: Til stúdentsprófs: TVeggja ára brautir: Eins árs nám: iðnnám/fagnám: TAFLA 1. 1976 1986 fornmálabraut íþróttabraut nýmálabraut tölvubraut náttúrufræðibraut fjölmiðlabraut eðlisfræðibraut heilsugæslubraut uppeldisbraut félagsfræðibraut viðskiptabraut uppeldisbraut 2 íþróttabraut 2 viðskiptabraut 2 heilsugæslubraut 2 (lugliðabraut iðnbraut tréiðna verknámsbraut rafiðna iðnbraut málmiðna verknámsbraut tréiðna hársnyrtibraut vélstjómarbraut TAFLA 2. Tegundum námsleiða hefur fjölgað frá 1976: a) Dagskóli. b) Öldungadeild. c) Starfsnám. d) Námsflokkar. e) Réttindanám. Hefðbundið nám frá tveim til átta anna. Hefðbundið nám frá tveim til átta anna. Endurmenntunamámskeið. Stutt próflaus námskeið í fjölþættustu efnum. Nám fyrir einstaklinga er starfa án réttinda í lögvernd- uðum starfsgreinum. (Skipstjórnar- og vélstjómarrétt- indi, bifvélavirkjun o.fl.) Einnig meistaranám er veitir fullgild meistararéttindi. 208 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.