Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 14

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 14
Hörður Guðmundsson, form. Golf- klúbbs Suðumesja, flutti vígslurœðu, er húsið varformlega tekið í notkun, við fullt hús gesta og áhugafólks um golf- íþróltina. Neðri mynd: Sveinn Bjöms- son, forseti I.S.I. var einn margra er flutti rœðu, kveðjur og hamingjuóskir meðglœsilegt afrek golfmanna á Suður- nesjum með íþróttamannvirkin f Leiru. Golfklúbbur Suðumesja Starfsemi G.S. hefur vakið verulega athygli síðustu árin. Þeir hafá breytt eyðibyggðinni Leiru í áhugaverðan og fallegan leikvang fyrir golfunnendur og raunar fyrir alla þá er unna útivist og hollri hreyfingu. Þeir hafa eignast mikið landsvæði, tún, mela og hæðir, komið öllu í ræktun og gert þar 18 holu golfvöll sem fullnægir kröfum íþróttarinnar. Að sögn fróðra manna mun Hólsvöllur í Leiru vera einn allra besti og skemmtilegasti golfvöllur landsins. Hann var formlega tek- inn ínotkun 6. júlí s.l. og þar fór fram fjölmennasta landsmót sem fram hefur farið á Islandi um mánaðamót júlí/ágúst, vel- sótt og velheppnað. Golfvöllurinn er afrek margra samhentra manna og góðrar forustu. Hann hefur vakið athygli um allt land og setur svip á Suðumesin, sem ekki hafa þótt auðug af grænum grundum. Klúbbhús G.S., sem Hörður Guðmunds- son, formaður Golfklúbbs Suðurnesja gerir grein fyrir hér á eftir, er einnig stórglæsilegt og vel staðsett. Þaðan sér yfir all- an völlinn og í fögru veðri sést allur fjallahringur Faxaflóa. Þó að bæði þessi mannvirki kosti mikið fé og ómælda fómfysi fjölda manna í sjálfboðavinnu boðaði Hörður að áfram yrði haldið í uppbyggingu í Leirunni. Haim sér fyrir sér alhliða íþróttasvæði í fremstu röð. J.T. Ágœtu gestir og félagar I nafni Golfklúbbs Suðumesja, býð ég ykkur öll hjartanlega vel- komin, — velkomin til þessa fagn- aðar, af margþættu tilefni eins og stendur á boðskortinu. Hér er margt gesta samankomið og sum- ir hverjir em að koma í heimsókn til golfklúbbsins í fyrsta sinn, þ. á m. forseti Í.S.Í. hr. Sveinn Björns- son, einnig íþróttafulltrúi ríkis- ins, Reynir Karlsson. Vil ég sér- staklega bjóða þessa forystumenn íþróttamála í landinu velkomna. Það er áreiðanlegt að árið 1986, verður lengi í minnum haft í hug- um félaga, sem nú eru starfandi í G.S. og þá sérstaklega 6. júlí s.l. sem ekki er ólíklegt, að verði sér- stakur hátíðisdagur hjá golf- klúbbnum í framtíðinni, en þann dag tókum við formlega í notkun 18 holu völlinn, í þeirri mynd, sem hann verður leikinn í fram- tíðinni, einnig fluttum við búferl- um úr gamla litla golfskálanum í þetta glæsilega klúbbhús, félags- heimili, golfskála eða hvaða nafn- gift skal hafa um hús þetta, sem við erum hér samankomin í, til að taka formlega í notkun. Svo margt hefur verið skrifað og skrafað um starfsemi og framkvæmdir golf- klúbbsins á undanförnum mán- uðum, að þar er vart á bætandi. Þó verður ekki komist hjá því að rekja atburði liðinna ára, sem ein- kennst hafa af miklum fram- kvæmdum og jafnframt miklum vandræðum. 1980 var tekin ákvörðun um að hefja undirbún- ing, að byggingu framtíðarklúbb- húss, og var mér, sem hér stend, falið að sjá um að útvega teikning- ar, semja við íþróttafulltrúa ríkis- ins, útvega tilskilin byggingarleyfi o.fl. Gekk þetta allt, eftir mikið undirbúningsstarf. Í þessu sam- bandi vil ég minnast ágætrar sam- vinnu við þáverandi íþróttafull- trúa Þorstein Einarsson, sem því miður gat ekki komið því við að vera með okkur hér í dag. Biður Þorsteinn fyrir bestu kveðjur og hamingjuóskir í tilefni þessara tímamóta eftir mikið und- irbúningsstarf. Mikill áhugi og bjartsýni ríkti varðandi þetta verkefni, þó ekki væru neinir sjóðir til að ausa úr. Fyrsta skóflustungan var tekin að bygg- ingunni 20. júní 1982. Raunveru- legar framkvæmdir hófust þó ekki fyrr en í október sama ár. Var þá einnig skipuð byggingarnefnd, sem hefur starfað svo til óbreytt síðan. Nefndina skipa þeir: Jón Pálmi Skarphéðinsson sem verið hefur formaður hennar á þessum lokaspretti, Einar Gunnarsson, Hólmgeir Guðmundsson, Haf- steinn Sigurvinsson og ég sem hér tala. Eins og ég gat um áður var ekki til króna í sjóði klúbbsins, til að hefja þessar framkvæmdir. Segja má að fyrsta verk nefndar- innar, hafi verið að fara í eigin vasa og sækja þangað 5000,00 kr. frá hverjum nefndarmanni, sem stofn að ijáröflun meðal félaga klúbbsins. Þá var efnt til happ- drættis, sem gaf ágætlega af sér. Fyrir áramót voru sökklar svo uppsteyptir, og um mitt ár 1984 var húsið að kalla má fokhelt, en þá dró skyndilega fyrir sólu, því þá barst mér í hendur skeyti. Þar sem þess var krafist að húsið verði Hladborð veislusalarins var ávallt hlaðið girnilegum réttum er konur úr kliíbbnum höfðu útbúið fyrir vígslugesti sem fjöhnenntu 218 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.