Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 37

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 37
Þann 4. júlí sl. ræsti iðnaðarráð- herra Albert Guðmundsson eima Sjóefnavinnslunnar, að viðstödd- um blaðamönnum og nokkrum gestum. Stjórn verksmiðjunnar hafði gert sér ljóst að fleira þyrfti að koma til en saltframleiðsla til að tryggja áframhaldandi starf- rækslu verksmiðjunnar. Nánari athuganir leiddu í ljós að framleiðsla kolsýru og þurrís gat Iðnaðarrádherra Albert Guðmundsson hefur nýlokið við að rœsa gufueima Sjöefnavinnslunar h.f. á Reykjanesi. Hér rœðir hann við stjórn fyrirtœkisins. Að baki hans stendur Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri. Síðan stjórnarmenn Sjóefnavinnslunnar þá Gunnar Sveinsson, Guðmundur Malmquist, stjórnarformaður, bak við hann stendur Halldór Ibsen, Björgvin Gunnarsson og Magnús Magnússon, framkvœmdastjóri. Sjóefnavinnslan eykur starfsemi sína best farið saman með saltfram- leiðslunni. Kolsýruframleiðslan byggir á því að eftir beislun guf- unnar og þéttingu hennar, falla til gös, sem eru að 97 hlutum kol- sýra 2,7 brennisteinsvetni og 0,3 köfnunarefni. Kolsýruna þarf að hreinsa og fjariægja þarf brenni- steinsvetni. Henni er síðan þjapp- að saman í fljótandi form og geymd í tönkum. Þurrísinn er ffamleiddur úr fljótandi kolsýru, en þurrísinn er fast efni kolsýr- unnar og virkar á svipaðan hátt og vatnsís að öðru leyti en því að þurrísinn gufar upp og skilur ekki eftir sig vökva. Yfirborðshiti íss- ins er -78°C. Framleiðsla og markaðssetning Utan við mannvirkið rœðast menn við og skoða landslagið. Halldóri Ibsen er mikið niðri fyrir í viðrœðum við Albert — vœntanlega að tjá honum auðœfi í iðrum Reykjanesskaga sem nýtast mœttu til iðnaðarframkvœmda. Er sólin kveöur Bœrist á bárum báturinn veiki. Lognaldan Ijómar í leiftrum sólar, er hógiega hnígur að hafsins baki og kveður fold með kœrleiks brosi. ,,Hvíli ég mitt höfuð, hvíldar er ég þurfti að loknum löngum lýjandi degi. Býð ég ykkur eins, börnum jarðar öllum að hvílast og augum loka.“ Ingvar Agnarsson salts og kolsýru fer vel saman og mun leiða til mun lægri fram- leiðslukostnaðar. Núverandi mannvirki SEV nýtast vel til þess- arar framleiðslu og hægt verður að koma við samnýtingu sem lækkar ýmsa aðra kostnaðar- þætti, svo sem kostnað við yfir- stjórn, vélgæslu, mötuneyti, dreifingu og markaðssetningu. Við framleiðslu Sjóefnavinnsl- unnar fellur til kisl, sem hægt er að framleiða úr heilsubætandi áburð. Gerðir hafa verið samning- ar við Isaga hf. sem mun dreifa kolsýru fýrir Sjóefnaverksmiðj- una. Einnig hafa verið gerðir samningar við Medis sem er sam- eignarfyrirtæki Pharmaco og Delta um markaðssetningu kisl- innar og lofa tilraunir góðu um áhrifamátt lyfsins við húðsjúk- dómum. Að taka geymana í notk- un er liður í að auka saltfram- leiðsluna úr 1700 tonnum í 8 þús. tonn, en þróunin í fiskverkun hef- ur snúist á sveif með sjóefna- vinnslunni með þeim hætti að verkun tandurfisks hefur aukist verulega, en salt frá verksmiðj- unni er sérstaklega heppilegt til þeirrar verkunar vegna hrein- leika. Einnig hefur verið höfð sam- vinna við Isno, S.H. og fleiri til að kanna hagkvæmni fiskeldis, sem mundi byggjast á umframorku frá Sjóefnavinnslunni. Aðalfundur Sjóefnavinnslunnar verður síðan haldinn í lok september þar sem þessi mál verða skýrð náðar. G.Sv. FAXI 241

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.