Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 29

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 29
komst fyrst til Danmerkur? Það er nánast undravert hve ís- lendingar hafa verið fljótir að til- einka sér tækniframfarir. í Kaup- mannahöfn var þá t.d. hálf sjál- virk símstöð. Svíþjóð og Noregur voru komin lengra í sjálfvirkn- inni. Þess má þó geta að sjálfvirka stöðin í Reykjavík var opnuð 1932. Og þrátt fyrir fámenni og dreifbýli hefur þróunin í stórum dráttum verið sú að Akureyri verður sjálMrk nokkru eftir stríð, Keflavík 2. janúar 1960 og síðan hver stöðin á fætur annarri og nú í sumar verða síðustu dreifbýlis- sveitabæimir teknir inn í kerfi sjálfvirkra stöðva. Stöndum við þá nú jafnfætis ná- grannaþjóðum í fjarskiptamál- um? Já, ég get ekki betur séð en að svo sé. Við höfum fylgt þeim í þró- un og að fullkomnum búnaði, endurbætt og tekið upp nýjungar samhliða þeim. Fyrstu sjálfvirku stöðvarnar okkar vora svokallað- ar AGF stöðvar, síðan komu Hnit- stöðvar, eftir það Stafrænar stöðv- ar, fylgjum sem sagt nágrönnum okkar, sem taldir eru fremstir í símatækni í heiminum. Við eram líka byrjaðir á að leggja ljósleiðara í stað koparvíra og er það gjörbylt- ing í flutningsgetu talaðs orðs- skeyta og myndsendinga. Sjálf- virki farsíminn er þó kannski stærsta nýjungin — þ.e.a.s. sú nýj- ung sem er beint í höndum fólks- ins (notandans), ómetanlegt tæki til þjónustu og öryggis, bæði á sjó og í landi, að ógleymdu gagna- flutningsnetinu. Þess má geta hér, að einmitt vegna þess mikla öryggis sem farsíminn á að geta veitt fékk samgönguráðherra þvf komið til leiðar að aðflutnings- gjöld voru felld niður af þeim. Era þetta stærstu skrefin í sögu fjarskipta á íslandi? Varðandi innanlandsþjónustu L.í. tel ég það vera, en þá er Skyggnir — jarðstöðin — ótalin, en um hana erum við með yfir 200 sambönd til útlanda og það er náttúrulega gífurleg fjölgun frá því sem áður var. í póstsamgöng- um hafa líka orðið stórstígar fr am- farir. Póstmiðstöðin í Múla er vel innréttuð eftir því sem best gerist miðað við okkar aðstæður og það litla póstmagn sem við höfum. Það er ekki nógu mikið til að það borgi sig að vélvæða á við fjöÞ mennar þjóðir. Það eru ekki til vélar sem henta okkar litla póst- magni. Að öðra leyti er aðstaðan góð og vel skipulögð. Við nutum ráðgjafar frönsku póststjórnar- innar við endurskipulagningu póstþjónustunnar. Annars er stöðugt leitað og unnið að endur- bótum í meðferð og dreifingu pósts. Eru enn stórar nýjungar í aug- sýn í póst- og símamálum? Það er viðbúið að svo sé. Þegar maður horfir til baka og sér þá byltingu sem orðið hefur á tiltölu- lega skömmum tíma verður mað- ur að álykta að margt eigi eftir að koma fram, sem ekki er nú fyrir séð. Það kann að. vera að eitthvað af því verði okkur erfitt í fram- kvæmd vegna fámennis og lands- stærðar en við höfum haldið vel í horfinu með hliðsjón til stórþjóða. Við eram byrjaðir á lagningu ljós- leiðara, nú til Hvolsvallar, á næsta ári til Sauðárkróks svo til Akur- eyrar og síðar vonandi umhverfis landið, ef Guð lofar. Þá er breið- bandsnet að ryðja sér til rúms, sem verður kannski næsti áfangi okkar á fjarskiptabrautinni. í hverju er það fólgið? Það era net sem taka miklu breiðara svið en tón- eða talsvið og fjölgar þá nýtingarmöguleikunum stórlega. Með stafrænum stöðv- um og breiðbandsnetum má segja að orðið hafi ný bylting í afkasta- getu símþjónustunnar. Eru þá ekki sjónvarpssímar á næsta leyti? Jú, þegar við eram komnir með breiðbandskerfi þá er möguleiki á sjónvarpssíma. Við getum fiutt myndir eftir núverandi kerfi, en það er hægfara og getur ekki orðið almennt. Ljósleiðaratæknin kem- ur til með að auðvelda og jafnvel gera sjónvarpssímann að almenn- ingseign. Og vafalaust kemur að því að hægt verður að leggja magnaralausa ljósleiðarastrengi yfir heimshöfin. Hver eru nú brýnustu verkefnin framundan? Ef ég á að taka símann fyrst er mest aðkallandi að fjölga línum á milli stöðva, stæklca og breyta stöðvum með mikla afgreiðslu, breyta þeim í stafrænar stöðvar eins og við höfum þegar gert við all margar stöðvar. Við höfum plægt niður rúmlega 1000 km af strengjum á ári að undanförnu m.a. til að koma öllum sveitabæj- urn í sjálfvirkt símasamband, það hefur þýtt aukið álag á stöðvarnar og línukerfið. Áætlað var að það tæki 5 ár að leggja alla strengina en við lukum því á fjóram árum og kostnaðaráætlun stóðst svo til nákvæmlega. Verklagni og verk- þjálfun mannanna er unnið hafa að þessutn verkefnum hefur verið með ágætum og skilað þessum góða árangri. í póstinum er stöðugt unnið að því að flýta póstinum og gera hann skilvísari og öraggari. Sjálfsagt þarf að fjölga afgreiðslustöðvum, sem er eðlileg þróun og tekur mið af fólksijölgun og póstmagni. Það eru undirbúnar framfarir í póst- þjónustunni, sem síðar koma í ljós. Þú ert nú búinn að vera í einu stærsta og virðulegasta embætti þjóðarinnar í rúm 15 ár. Þetta hef- ur verið farsælt og hagkvæmt tímabil í sögu Pósts og síma. Get- ur þú ekki fallist á að svo hafi ver- ið? Jú, í það heila tekið finnst mér það. Við höfum ekki orðið fyrir stór áföllum og okkur hefur tekist að halda gjöldum í skefjum, eins og ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á. Samkvæmt athugun sem gerð hefur verið eru t.d. símagjöld með því lægsta sem gerist í Evrópu, það má telja gott. Grundvöllurinn að því liggur í ágætu samstarfi allra í stofnuninni. Ég tel það gæfu mína að ég hef átt ágætt samstarf við alla starfsmenn stofnunarinnar. Finnst þér hafa gustað um þetta háa embætti? Já, það er stundum kalt á toppnum. Það varð talsvert fjaðra- fok um skrefamálið svokallaða en það hefur nú sýnt sig að þar var rétt á málum haldið. Það komst á æskilegur jöfnuður og eðlilegt mat á gjaldtöku fyrir símaþjón- ustuna sem alþingismenn sættu sig betur við en áður. Hafa ekki allar þessar fram- kvæmdir kostað offjár og verið þungur baggi á ríkissjóði? Póstur og sími er ríkisstofnun, en þannig hefur verið á málum haldið að í áratugi hefur hún verið byggð upp fyrir eigið fé og m.a.s. stundum skilað drjúgum sjóði í ríkissjóð með innheimtum sölu- skatti. Já, það má heita að hver einasti íslendingur hafi lagt stofn- uninni fé og sé því beinn eigandi að þessu stóra fyrirtæki er tengir okkur öll saman eins og stóra fjöl- skyldu. Erfitt er að hugsa sér landið án síma og annarra fjar- skipta. An þeirra væri þjóðin ekki í hópi menningarþjóða. Þú átt náttúrlega margar merkar minningar frá starfinu. Hverjar eru þér efstar í huga að starfs- lokum? Hugurinn er fullur af góðum minningum og þá vil ég sérstak- lega geta hins góða samstarfs sem mér er kært, bæði við starfsfólk stofnunarinnar og einnig við full- trúa ríkisvaldsins og ég vil gjarn- an að fram komi þakklæti mitt og frábært samstarf við núverandi samgönguráðherra Matthías Bjarnason. Það hefur líka verið mér ánægjuefni að sjá að við höf- um, þrátt fyrir fámenni og fátækt, getað fylgt nágrannaþjóðum í tækni og þjónustu við dreifða landsmenn. Já, hugur minn er barmafullur af góðum minning- um sem ég tel vera heilsugjafa. Ég hef alla tíð verið heilsugóður, það vitnar um að mér hafi fallið vel vistin hjá Pósti og síma og að ég hafi átt ánægjulegt samstarf við gott fólk. Hér starfa um 2000 manns og mánaðarlegar launagreiðslur eru rúmar hundrað milljónir. Það mundi höggva skarð í heilsufarið ef þarna yrðu meinbaugir á. Eg þakka Jóni samtalið og fyrir löng og góð kynni. Hann er virtur af öllu samstarfsfólki fyrir hóg- værð og réttsýni. Það verða því margir sem taka undir með mér er ég óska Jóni heilla og hamingju á þessum tímamótum og farsældar á ókomnum árum, sem væntan- lega verða mörg, því að enn er Jón frár á fæti, sem ungur væri. J.T. Prjónakonur Viljum kaupa lopapeysur í eftirtöldum stærðum: Heilar í large, mórauðar, hvítar og gráar extra large, alla liti. Hnepptar herra í medium, gráar largra, alla liti extra large, alla liti. Hnepptar dömu large, alla liti medium, hvítar. Einnig sjónvarpssokka. Móttaka verður að Iðavöllum 14b, miðvikudaginn 10. sept. kl. 10—12. II9 ISLENZKUR MARKADUR HF. |1|| mí&ms FAXI 233

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.