Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 23

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 23
TAFLA 3 Grunnskólaeink: Áfangar: Einingar: Meðalt. /viku: Fjöldi anna: 12 tímar 2 18 tímar 3 24 tímar 4 7 til 10 103-203 4.5 til 6.4 102-202-212 0 til 5.0 100-102-202-212 Einkunnakerfi, mætingar og hraðferðir Fram til þessa hausts (’86) hafa einkunnir verið gefnar í bókstöf- um, frá A til E, en nú verður á breyting því menntamálaráðu- neytið hefur sett samræmda reglugerð fyrir alla framhalds- skólana sem segir að nú skuli gef- ið í tölustöfum, frá 1 til 10. Þó- verður gefið enn um sinn í bók- stöfum (eldri nemendum) og því verður aðeins vikið að því kerfi hér. Tafla 4 hér að neðan sýnir hvað bókstafirnir tákna. Nemandi sem sýnir mjög góða frammistöðu í námi og hefur hlot- ið einkunnina A í öllum áföngum í einni grein á möguleika á að taka áfanga í hraðferð í viðkomandi grein, það sem kallað er innan skólakerfisins , ,að taka P áfanga“. Þá öðlast nemandinn rétt til þess að lesa viðkomandi áfanga utan- skóla sem kallað er, þ.e. hann þarf ekki að sitja tíma, en verður þó að skila öllum verkefnum. Þannig getur góður nemandi tekið fleiri áfanga en hann má setja í stunda- töflu sína, en hámarkið er 36 tím- ar á viku í bóklegum greinum. P áfangar teljast ekki með þessum 36 tímum og þannig getur góður nemandi stytt námstíma sinn. Fjölbrautaskólakerfið tekur þannig tillit til góðra nemenda einnig, nokkuð sem bekkjaskipta skólakerfið hafði ekki svigrúm til. Fjarvistakerfið í skólanum hef- ur oft komið til umræðu og menn deilt um ágæti þess. Kerfið er þannig upp byggt að þeir nemend- ur sem sækja tíma vel og hafa frá 85—100% mætingu fá eina auka einingu eða punkt. Mæti nemandi vel allan sinn feril í framhalds- skóla getur hann þannig unnið sér inn mest 8 einingar, sem svarar til 3ja til 4ra áfanga. Gagnrýnendur telja að þetta sé óeðlilegt, það eigi ekki að umbuna fólki fyrir að sækja vinnu sína vel. Þeir sem fylgjandi eru þessu kerfi segja hins vegar að bein fylgni sé á milli tímasóknar og námsárangurs (töl- ur sýna fram á það). Þeir telja jafnframt að það eigi ekki að refsa fólki einvörðungu, hvorki nem- endum né öðrum, heldur sé gott kerfi ávallt hvetjandi. Þetta kerfi er bæði hvetjandi og refsandi, því nemendum með slaka mætingu er refsað (sjá töflu). Allt áfanga- kerfið, hvort sem það er uppbygg- ing eða mætingakerfi miðar að því að auka ábyrgð nemandans og gera hann sjálfstæðari. Skipulag skólans Æðsta vald í málefnum skólans liggur hjá menntamálaráðherra, en innan skólans liggur það hjá skólameistara og skólanefnd. Skólameistari er skipaður af menntamálaráðherra, en skóla- nefnd er skipuð fulltrúum sveitar- féiaganna sjö sem standa að rekstri skólans auk áheyrnarfull- trúa nemenda og kennara. Undir skólameistara heyra svo embættismenn skólans og fasta- nefndir. Hér á eftir verður lítiilega gerð grein fyrir skipulagi skólans og hlutverki embættismanna og nefnda. Skólanefhd hefur æðsta vald í málefnum skólans hvað varðar rekstur og ráðningar starfs- manna. Þar eð sveitarfélögin sjö á Suðurnesjum eru helmingsaðilar að rekstri til móts við ríkisvaldið þykir það tilhlíðilegt að sveitarfé- lögin skipi hvert um sig fulltrúa sinn í skólanefndina og hafi þann- ig hönd í bagga með rekstri skól- ans. Hefur svo verið allt frá upp- hafi. Formaður skólanefndar frá stofnun skólans til vors 1986 eða í 10 ár var Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri. Gunnar stýrði einnig undirbúningsnefnd þeirri er vann að stofnun skólans og er því sá einstaklingur sem þekkir best starfsemi og sögu skólans. I júlímánuði kom saman ný skóla- nefnd, sem skipuð var eftir sveita- stjórnarkosningarnar 1986 og skipti hún með sér verkum. For- maður var kjörinn fulltrúi Kefla- víkur, Guðmundur Björnsson, varaformaður Hilmar Þór Hilm- arsson, Njarðvík og ritari var kjörinn Bogi Hallgrímsson Grindavík. Aðrir í skólanefnd eru Ingimundur Guðnason Garði, Guðjón Kristjánsson Sandgerði, Jón Gunnarsson Vögum og Egg- ert Ólafsson Höfnum. Skólameistari er æðsti embætt- ismaður skólans og í umboði hans starfa aðrir embættismenn skól- ans. Núverandi skólameistari er Hjálmar Árnason og hefur hann gegnt því starfi frá 1. júní 1985. Aðrir embættismenn skólans eru: Aðstoðarskólameistari. Að- stoðarskólameistari frá upphafi hefur verið Ingólfur Halldórsson, sem einnig var skólastjóri Iðn- skóla Keflavíkur. Meðal hlutverka aðstoðarskólameistara er skipu- lag öldungadeildar og náms- fiokka, yfirumsjón með húsnæði skólans, mannaráðningar aðrar en kennara svo og að gegna stöðu skólameistara í forföllum. Áfangastjóri er aðalumsjónar- maður og skipuleggjandi innra starfs skólans, þ.e. innritunar nemenda, stundatöflugerð, út- skrift nemenda svo og annað er snertir skipulag áfangakerfisins. Áfangastjóri frá 1979 hefur verið Ægir Sigurðsson, sem jafnframt hefur verið kennari við skólann frá upphafi hans. Skólaráðgjafi sér um námsmat nemenda sem koma frá öðrum skólum þ.e. metur fýrra nám og störf, gefur nemendum ráðlegg- ingar um nám í skólanum og gefur út skírteini til þeirra sem hyggja á nám erlendis. í þeirri mynd sem skólaráðgjafi starfar nú í hefur að- eins einn maður gegnt því starfi, þ.e. Konráð Ásgrímsson, sem kennt hefur við skólann frá 1979. Deildastjórar eru fjórir, ráðnir til tveggja ára í senn og sjá þeir um yfirstjórn kennsluskipulags í megindeildum skólans auk þess sem þeir taka þátt í stjórnun skól- ans. Deildarstjórarnir nú eru: Gísli Ibrfason, stærðfræði og raungreinar, Gunnar Þórarins- son, viðskipta og samfélagsgrein- ar, Sturlaugur Ólafsson, verk- námsgreinar og Ósa Knútsdóttir, tungumál. Fagstjórar. Fjöldi fagstjóra er breytilegur frá ári til árs. Þeir heyra undir deildarstjóra og sjá um faglega yfirstjórn, hver í sinni grein. Skólaráð og skólastjórn. Þessi tvö stjórntæki eru skipuð tveim fulltrúum frá kennurum og tveim frá nemendum. Eini munurinn á þessum tveimur nefndum er sá að oddamaður í skólaráði er aðstoð- arskólameistari, en skólameistari í skólastjórn. Hlutverk þessara ráða er að taka ákvarðanir í ýms- um málum er lúta að innra starfi skólans s.s. fjarvistir, vottorð, ým- is ágreiningsmál og dagatal haust og vorannar. Skólastjórnendur er nefnd sem í eiga sæti skólameistari, aðstoð- arskólameistari og deildarstjórar. Hlutverk þessarar nefndar er stjórnun skólans frá degi til dags. Kennarar við stofnunina eru nú á sjötta tug. Af þeim eru um 38 kennarar í fullu starfi, settir eða skipaðir, en stundakennarar í hlutastarfi eru um 20. Bókasafnsfræðingur skólans er Hulda Þorkelsdóttir. Skrifstofa skólans, sem sér um alla daglega afgeiðslu, er mönn- um tveim skólariturum, Helgu Loftsdóttur, sem gegnir stöðu skólaritara í fullu starfi og Drífu Sigfúsdóttur, sem gegnir stöðu skólaritara í hálfu starfi. Helga er einkunnin A merkir: einkunnin B merkir: einkunnin C merkir: einkunnin D merkir: einkunnin E merkir: TAFLA 4. Nemandinn hefur staðist próf með ágætum. Nemandinn hefur staðist próf með góðum árangri. Nemandinn hefur staðist próf en er eindregið hvatt- ur til þess að stunda nám í þessari grein af meiri einbeitni og festu. Einkunnin merkir að nemandinn hefur lágmarks- kunnáttu í greininni en dæmist ekki fær um að halda þar áfram námi. Einkunnin gefur ekki ein- ingar. Nemandinn hefur ekki staðist kröfur skólans. TAFLA 5. Frá haustönn 1986 gildir eftirfarandi einkunnarkerfi. Gefið er einingus í heilum tölum: 8.5 7.5- 6.5- 5.5- 4.5 3.5- 2.5- 1.5 10.0 10 95—100% markmiði náð 8.4 9 85-94% ■ 7.4 8 75-84% 6.4 7 65-74% • 5.4 6 55-64% ■ 4.4 5 45-54% 3.4 4 35-44% 2.4 3 25-34% TAFLA 6. Mætingareglur 0—50 fjarvistastig gefa eina einingu 51—100 Qarvistastig gefa enga einingu 101—150 fjarvistastig tákna að nemandinn fær eina einingu í frádrátt 151—200 fjarvistastig. Nemandi fær tvær einingar í frádrátt 201- fjarvistastig. Nemandi hefur fyrirgert rétti sínum til skólavistar og telst fallinn. Skýring: Fjarvistir nemenda eru þannig reiknaðar að gefið er eitt fjarvista- stig fyrir að koma of seint í kennslustund en tvö fyrir fjarvist úr kennslustund. Fjarvistastigin eru svo látin ráða skólasóknar- einkunn. FAXI 227

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.