Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 9
INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA
ÍOO ÁRA
Avarp formanns
sóknamefndar
Virðulegi söfnuður og
aðrir gestir.
Ef við færum okkur hundrað ár
aftur í tímann, 18. júlí 1886, þá
var þetta vígsludagur kirkjunnar;
Innri-Njarðvíkurkirkju, sem er sú
kirkjubygging sem við erum
stödd í hér og nú. Þetta eru því
merkileg tímamót sem ber að
minnast með þakklæti og virð-
ingu til þeirrar kynslóðar, er hafði
hug og dug til framkvæmda og
voru sjáandi þeirrar blessunar
sem kirkjulífið mundi hafa á
komandi tímum.
Þessi árin sem bæst hafa í tíma-
keðjuna, hafa sannað að sjáendur
fyrri tíma höfðu rétt fyrir sér.
Því kirkjulífið hefur lifað með
fólkinu til þessa dags, jafnt ung-
um sem eldri og er það mikil
blessun fyrir okkur öll. Ég hef í
höndunum bréf frá 10. september
1886, til biskupsins yfir íslandi,
sem hér fylgir.
KJALARNESSÞINGS
PRÓFASTSDÆMI
Hér með leyfi ég mér að senda
biskupinum yjir íslandi útdrátt
úr vísitasíu og úttextabók Kjalar-
nesþings prófastsdœmis um hina
nýju steinkirkju, sem bóndinn
Asbjörn Ólafsson í Innri-Njarð-
vík hefir byggt þar. Tók hann við
kirkju þessari í laklegu standi og
léttum efnum og byggði hana
fyrst úr timbri ár 1858, en tók það
hús nú niður og byggði mjög
trausta og álitlega steinkirkju.
Leyfi ég mér að leggja það til, að
hannfái opinbera viðurkenningu
fyrir þetta mikla sómaverk, sem
er sjaldgœfa á þessum tímum.
Eg hefi óskað aðfá reikningyfir
bygginguna en eigi meðtekið ann-
an rcikning en uppteiknun þá,
sem ég legg hér með.
Hitt er mér kunnugt, að sjald-
gœf hagsýni hefir verið viðhöfð
Wð bygginguna.
Virðingarfyllst
Þórarinn Böðvarsson
I. Afmœlishátíð 18.júlí 1986.
Afmælishátíðin hófst í kirkjunni föstudagskvöldið 18. júlí með bæn
meðhjálpara, síðan sungin sálmur og ritningarlestur. Því næst nokk-
ur ávarpsorð formanns sóknarnefndar. Meðal annars lesin fundar-
gerð sóknamefndar frá vígsludegi kirkjunnar. Síðan tónlistaratriði —
orgelleikur og söngur. Lokabæn — Faðir vor — blessunarorð og söng-
ur. Að lokinni athöfn í kirkjunni var gengið í Safnaðarheimilið þar
sem kaffi og meðlæti var framborið.
II. Hátíðarguðsþjónusta 20. júlí 1986.
1. Guðsþjónustan.
Hófst kl. 14 með skrúðgöngu presta, sóknamefndar og safnaðarfull-
trúa frá Njarðvíkurhúsinu í kirkju. Sóknarpresturinn séra Þorvaldur
Karl Helgason þjónaði fyrir altari ásamt fyrrverandi sóknarpresti
séra Bimi Jónssyni. Lesarar ritningargreina: formaður sóknar-
nelhdar Helga Óskarsdóttir og safhaðarfulltrúi Lára Guðmundsdótt-
ir. Predikari: séra Bragi Friðriksson, prófastur. Altarisganga. Kirkju-
kórar Njarðvíkur sungu. Organisti Gróa Hreinsdóttir.
2.Samkoman í Safhaðarheimilinu.
Veislustjóri var séra Þorvaldur Karl Helgason. Öllum viðstöddum
var boðið kaffi og meðlæti. Sest var að borðum og dagskráin kynnt.
Aðalræðuna flutti Hörður Agústsson, listfræðingur, er rakti í stór-
um dráttum sögu kirkjubygginga frá upphafi og einkum sögu núver-
andi kirkju.
Magnús Guðjónsson, biskupsritari, flutti ávarp ásamt kveðjum frá
biskupi íslands herra Pétri Sigurgeirssyni.
Séra Bjöm Jónsson flutti ræðu, þar sem hann fór orðum um prest-
þjónustu og safnaðarstörf frá liðnum tíma en hann var sóknarprestur
í Keflavíkur- og Njarðvíkursóknum í 23 ár.
Auður Stefánsdóttir minntist heimsókna suður í Njarðvík á yngri
ámm og vildi ásamt öðm ættfólki Ásbjamar Ólafssonar, sem var við
hátíðahöldin flytja kirkju og söfnuði Innri-Njarðvíkur innilegar af-
mælis og blessunaróskir.
María Þorsteinsdóttir afhenti gjöf með heilla og blessunaróskum.
Formenn sóknarnefnda Ytri-Njarðvíkur, Ámi Júlíusson og Kefla-
víkur, Bjami Jónsson færðu kirkjunni gjafir með góðum orðum.
Oddur Einarsson, bæjarstjóri Njarðvíkur flutti ávarp, um leið og
hann afhenti kirkjunni gjöf fyrir hönd bjæarstjómar Njarðvíkur.
Eftirtöldum einstaklingum vom færðar postulínsklukkur að gjöf:
Herði Agústssyni listfræðingi, Guðmundi A. Finnbogasyni fræði-
manni, séra Braga Friðrikssyni prófasti, séra Þorvaldi Karli Helga-
syni sóknarpresti, fyrrverandi prófastfrú Sveinbjörgu Helgadóttur,
fyrrverandi prestfrúm Guðrún Guðmundsdóttur og Guðrúnu Gísla-
dóttur, fyrrverandi sóknarpresti séra Bimi Jónssyni og formanni
sóknamefndar Helgu Óskarsdóttur.
í lok hátíðarhaldanna flutti Helga Óskarsdóttir þakkarorð.
Þetta bréf Þórarins Böðvarsson-
ar prófasts í Görðum er sýnileg
staðreynd um hvernig kirkjan er
byggð af velunnanda kirkjunnar
Ásbirni Ólafssyni sem skildi og
vissi þörf allra fyrir að reisa kirkj-
una, enda sýndi fólkið í söfnuðin-
um samvinnu og fórnarlund við
byggingu hennar.
Áð þessu ávarpi loknu felum við
þessi dýrmætu hundrað ár misk-
unn Guðs og biðjum nútíðinni
kærleika Guðs og framtíð kirkj-
unnar og okkur sjálfum forsjá
Guðs.
Erindi Harðar
Agústssonar listfræðings
Ekki er vitað hvenær kirkja reis
fyrst af gmnni í Njarðvík suður en
gera má ráð fyrir að það hafi verið
í öndverðri kristni. Elsta heimild
um guðshús þar er máldagi frá
1269 er Staða-Árni setti. Kirkjan
er þá að fornum sið helguð Maríu
mey, Pétri og Páli postulum ásamt
píslarvottunum Laurentíusi og
Ólafi konungi. Hún er augljóslega
bændakirkja, áhlut íheimalandi,
auk þess kvikfé, skip, vöru og er
sæmilega búin. Á ofanverðri 14.
öld hefur nafni dýrlingana verið
breytt. María guðsmóðir heldur
að vísu sínum fyrra sessi, en í stað
postulanna og píslarvottanna er
kominn höfuðdýrlingur íslend-
inga, Þorlákur helgi. í þennan
tíma hefur veraldlegri eign henn-
ar hrakað en er sæmilega á sig
komin enda nýbyggð skömmu
fýrir 1397. Fyrir því verki stóð
kirkjubóndinn Helgi að nafni,
sem engin deili em kunn á að
öðm leyti. Nú hverfur Njarðvík-
urkirkja í mistur sögunnar og
birtist okkur ekki aftur fyrr en
líða tekur á aðra helft 17. aldar.
Með vissu er kirkjan niðri fýrir
1760 og hefur líklega lengi verið.
Jörðin Njarðvík komst undir kon-
ung 1515. Hætt er við að þau
eignaskipti ásamt óreiðu í kirkju-
stjórnarmálum, er sigldi í kjölfar
siðskiptanna, hafi valdið því að
kirkjan féll í vanhirðu, a.m.k.
segir Þórður biskup Þorláksson
FAXI 213