Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1986, Síða 22

Faxi - 01.10.1986, Síða 22
Jón Böðvarsson ávarpar nemendur í meistaraskóla við upphaf haustannar 1981. lokið við það námsefni sem kröfur eru gerðar til í þessum áfanga og kemur aldrei til með að verða prófaður í því aftur, en hins vegar byggist framhaldið að sjálfsögðu á þeirri undirstöðu sem nemandinn fékk í áfanganum. Nemandi getur ekki haldið áfram í námsgrein nema hann hafí uppfyllt lág- markskröfur í undanfara, þ.e. hann kemst ekki í STÆ 203 nema hafa fengið lágmarkseinkunina 5 í STÆ 103. Undanfari STÆ 302 er svo STÆ 203. Talnakeríið í áfangakerfinu byggist upp á þrem tölum. Fyrsta talan í þessari þriggja talna röð, t.d. í 100 eða 200 merkir hvar við- komandi áfangi stendur í röðinni og gefur til kynna þann undanfara sem nemandinn þarf að hafa, þ.e. undirbúning. Þessi þrep eru oft- ast 6, það er efstu og síðustu áfangamir em 600 áfangar og enginn kemst í 600 áfanga nema hafa hlotið tilskylda lágmarks- einkunn þ.e. 5 í 500 áfanga. Önnur talan í röðinni er etv. ekki eins þýðingarmikil og fyrsta talan. Hér er oft um að ræða ein- hverja sérhæfða áfanga á ákveðn- um brautum. Til dæmis er stæ 131 ætlaður sérstaklega málmiðn- aðarmönnum og stæ 232 er versl- unarreikningur. Miðtölurnar tákna ekki undanfar, þ.e. ekki þarf 302 til að komast t.d. í 313 eða 342 o.s.frv. Þriðja talan og sú síðasta stend- ur fyrir þær einingar sem viðkom- HAGKAUP Vetrarfatnaðurinn streymir inn Nýjar vörur daglega HAGKAUP Njarðvík,sími 3655 Frá vélstjómarbraut. andi áfangi gefur. Áfangi sem hef- ur töluna 103 gefur þrjár einingar, 102 gefur tvær einingar og einnig er til 100 áfangi en hann gefur enga einingu. Reglan er sú að fylgni er á milli eininga og tíma- fjölda, en það er þó alls ekki ein- hlítt. Hver áfangi er miðaður við eina önn og hver önn er miðuð við 13 vikur. Áfangi sem ber töluna 103 er kenndur í 6 kennslustund- ir á viku eða 78 kennslustundir á önn og 202 er kenndur í 4 kennslustundir á viku eða 52 kennslustundir á önn. Ef nem- andi er á t.d. verslunarbraut þá verður hann að ljúka 66 einingum til að teljast fullnuma af þeirri braut. Verslunarbraut er ijögurra anna braut og því ætti nemandi að taka 16 til 17 einingar á önn, eða 32 til 34 kennslustundir á viku að meðaltali. Það eru tvær megin undantekn- ingar frá þessari reglu: 1) Þar sem um er að ræða verklegt nám s.s í handavinnu á iðnbrautum, eru kennslustundir oft fleiri en ein- ingar gefa til kynna. 2) Byrjunar- áfangar í sömu grein geta gefið mismargar einingar t.d. áfangarn- ir 100, 102, 103, en hafa þó sama tímafjölda. Fyrir því eru ákveðnar ástæður sem verður nú nánar fjallað um. Undirbúningur úr grunnskóla Það er misjafn sauður í mörgu fé stendur einhvers staðar skrifað. Það er svo með nemendur sem aðra. Þegar unglingar koma upp úr grunnskóla og heija nám í framhaldsskóla gefur það auga- leið að undirbúningur þeirra er misjafn. Áfangakerfið tekur að nokkru leyti tillit til þessara stað- reynda, nokkuð sem hið bekkja- skipta skólakerfi gerði ekki. Góð- ir nemendur, þ.e. nemendur með góðan undirbúning úr grunnskóla taka grunnnámsefnið í fjölbrauta- skóla á skemmri tíma en slakari. Það er einkunn sem ræður hvern- ig nemendum er raðað niður í grunnáfanga. Tökum ímyndað dæmi um þrjá nemendur með ólíkar einkunnir úr samræmdum prófum í ensku og þar af leiðandi misjafnan undirbúning. Einn þeirra hlaut einkunnina 8 eða B á samræmdum prófum í ensku , annar hlaut 6 eða C og sá þriðji hlaut 4 eða D. Ætli allir þessir nemendur á stúdentsbraut, verða þeir að taka sömu grunnenskuna til stúdentsprófs, en enskan er 10 til 18 einingar eftir braut. En af því undirbúningur þeirra er mis- góður fara þeir mishratt í gegnum enskuna. Sá sem fékk 8 fer beint inn í ENS 103 og síðan í ENS 203 og svo áfram. Sá sem fékk 6 eða C fer í ENS 102 síðan í ENS 202 og svo í ENS 212 og er þá búinn með sama námsefni í ensku og sá sem fékk 8. Þriðji nemandinn sem fékk D eða 4 hefur fallið á sam- ræmdum prófum í ensku og verð- ur því að fara í uppriijunaráfanga í fjölbrautaskólanum og fer því í ENS 100, sem eru 6 tímar á viku, en gefur enga einingu. Standist hann þær kröfur fer hann í ENS 102, síðan í ENS 202 og loks í 212 til að vera búinn að ljúka sama námsefni og fyrrnefndu nemend- urnir áður en hann getur farið í ENS 302 (ef hann fær A í 100 má hann fara í 103 og síðan í 203). Þannig eyða þessir þrír nemendur mismikilli vinnu í þessar sömu 6 grunneiningar í Ensku þegar upp er staðið. B nemandinn lagði sam- tals 12 tíma á viku í þessar eining- ar, C nemandinn 14 og D nemand- inn 20 tímum. Sjá nánar töflu 2. 226 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.