Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 16

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 16
Málverkasýning í golfskálanum Leiran hefur endurfæðst að at- höfnum og menningu. Fyrir einni öld var hún landskunn sem ein allra besta verstöð landsins fyrir opin skip. Þangað sóttu vermenn og útgerðarmenn víða að á vertíðum, áttu eða leigðu verbúðir af heimamönn- um, sem margir voru velefnaðir og dugmiklir útgerðarmenn, sem hafa átt og eiga afkomendur í fremstu röð útgerðar og at- hafnamanna í landinu. Þar var skólahald og menningarlíf í blóma að hætti þess tíma, en byggðin sjálf lagðist niður vegna hafnleysis. Jarðir féllu í eyði og fólkið flutti burtu, þangað sem hafnir og önnur aðstaða veitti betri lífsafkomu. Ekki er vitað til að myndlistasýning hafi farið fram þar í sveit fyrr en nú að myndlistarkonan Asta Pálsdóttir opnaði þar sýningu í Golfskál- anum 24. júlí s.l. sem stóð til 5. ágúst. Á þessum dögum fór fram vígsla hússins og Lands- mót í Golfi við glæsilegustu að- stæður sem þekkjast hér á landi. Ásta sýndi 35 vatnslitamyndir, flestar úr landslagi Suðurnesja. Ástu þarf varla að kynna fyrir Suðurnesjamönnum — hún hef- ur svo oft verið í sviðsljósinu, bæði í forustusveit Baðstofu- fólks um langt árabil og sýndi hún 5 sinnum með því, síðan hefur hún verið með 2 einkasýn- ingar. Fyrst á Sauðárkróki, sýndi þá 30 myndir og seldi all- ar. I Leirunni sýndi hún 35 myndir, seldi 28 en 2 voru í einkaeign. Myndir hennar eru vel byggðar og hún notar ein- göngu vatnsliti, sem hún kann vel með að fara. Flenni tekst ævinlega að gleðja sýningargesti og ber sala hennar gleggst vott um það. Hún stillir líka verði í hóf. Á Leirusýningunni var það ffá kr. 7.500,- til 25.000.- krónur Ásta átti einnig myndir á sam- sýningu keflvískra myndlistar- manna, sem send var til vina- bæjar í Noregi. Faxi óskar Ástu til hamingju með velgengni á myndlistar- brautinni. urinn sunnan frá Keili og norður að Jökli. Staðfestir þetta allt, hversu vel hefur tekist, með stað- setningu hússins, með tilliti til alls þessa. Vil ég í þessu sam- bandi minnast mikils velgjörðar- manns golfklúbbsins, Nils Sköld, golfvallararkitekts, sem fyrir 12 árum vann í samráði við stjórn klúbbsins, það skipulag sem öll uppbygging hefur miðast við. Ber flestum, ef ekki öllum, sem til þekkja og skynbragð bera á, að frábærlega hafi til tekist. Tfeikningar og skipulag hússins annaðist Hreggviður Guðgeirsson þáverandi byggingarfulltrúi Gerðahrepps, í samráði við for- mann klúbbsins. Hér hefur einnig vel tekist til að við höldum, að minnsta kosti er þessu öllu hrósað mjög í okkar eyru. Aðalbygging- armeistari hússins var Sigurður Herbertsson. Byggingamefnd, sem flestir em iðnaðarmenn, önn- uðust aðra þætti framkvæmd- anna. Ekki verður þessu spjalli lokið án þess að reynt verði í fá- tæklegum orðum, að þakka allan þann stuðning, sem golfklúbbur- inn hefur verið aðnjótandi í gegn- um árin í sambandi við uppbygg- ingu mannvirkja sinna. Þá skal þakkað öllum þeim fjöl- mörgu félögum klúbbsins, sem lagt hafa drjúgan starfa til bygg- ingarinnar, sumir með vinnu- framlagi en aðrir með fjárframlög- um. Er nú kannske komin tími til að formaður byggingarnefndar af- hendi mér sem formanni golf- klúbbsins lyklavöldin. Táknar það þó engan veginn að störfum byggingamefndar sé þar með lok- ið, því vissulega er ýmislegt óunn- ið bæði hér innan og utandyra t .d. er ólokið minni byggingu hér sunnan við, sem aðkallandi er að ljúka við, fyrir næsta stórmót. Svo kemur sundlaug kannske síðar. Þegar þessari hátíð lýkur hér á eftir, verður hafist handa, þar sem frá var horfið við undirbúning landsmótsins, sem hefst í býtið í fyrramálið. Þetta landsmót er það 45. í röðinni og það fjölmennasta hingað til með 246 þátttakendum, og komust færri að en vildu. Eru því langir dagar framundan hjá starfsfólki hér, því fyrirsjáanlegt er að golf verður leikið næstu 6 daga í 15—17 tíma dag hvern. Sem betur fer er veðurútlit gott, svo við horfum fram á stórkostlegt golf- mót. Megi gifta fylgja húsi þessu. Launþegar Atvinnu- rekendur Skrifstofur félaganna eru opnar mánudaga til fimmtu- daga kl. 9-17. Föstudaga frá kl. 9-15. Sími 2085 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur Veríð frjáls í myndatökum hjá okkur Sími 2930 Hafnargötu 79 Keflavík 220 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.